14.12.2007 | 22:28
Klæðaburður ráðherra í Venesúela og götuvændi í Barcelona
Eitthvað er lítið að gerast á föstudegi ef það er fréttnæmt hér á Íslandi hvernig ráðherrar í Suður-Ameríku klæða sig. Svo er vísað í youtube myndband með ráðherranum og það sagt sérlega vinsælt. Það er nokkuð einkennilegt mat hjá Mogganum, aðeins 38 þús. hafa skoðað það myndband og það þykir nú ekki mikið á Youtube, þar eru vinsæl myndbönd skoðuð af hundruðum þúsunda og mörgum milljónum. Eitt af mínum youtube myndböndum San Antoini in the afternoon sem lýsir götuvændi í Barcelona hefur verið skoðað 56 þúsund sinnum og aldrei hefur mér dottið í hug að kalla það vinsælt.
Vel klæddur ráðherra í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og hvað ertu að fara??
Guðmundur Björn, 14.12.2007 kl. 22:40
Sæl Salvör
Þú hefur oft í gegnum tíðina komið með áhguaverð innlegg í umræðuna. Að þessu sinni er ég þér algjörlega ósammála. Þessi frétt á sannarlega rétt á sér. Fær okkur til að hugleiða þá hræsni sem ráðamenn þjóða sýna oft og ....... komast upp með það. Því miður komast okkar ráðherrar upp með margt sem engin ástæða er að sætta sig við. Hræðslan er of mikil hjá okkur. Myndbandið sem þú benntir á er hinsvegar full ástæða til að benda á.
Sigurður Þorsteinsson, 15.12.2007 kl. 07:34
Sæl. Byrja bara á því að segja að ég er bara að skrifa niður smá staðreyndir hér, lítið annað:
Ætlaði nú bara að láta þig vita að síðan þú skrifaðir þetta voru um 30.000 manns búnir að skoða myndbandið, nú er það komið yfir 63.000 akkúrat núna. Myndbandið var sent inn 12 des, þannig að mynbandið er greinilega mjög vinsælt fyrir fólk að skoða.
Myndbandið sem þú talar um var sent inn hins vegar 20. september 2005 (ekki að ég sé að draga gildi mynbandsins í efa) og eru enn 56.000 manns búnir að skoða það, sem reyndar sýnir áhugaleysi fólks gagnvart vandamálum götuvændi, sem er alls ekki gott.
ViceRoy, 15.12.2007 kl. 14:05
Guðmundur Björn: það er nú bara persónulegt mat mitt en mér finnst mikilvægara að fjalla um eymd og vændissölu á strætum borga en hversu vel stjórnmálamenn eru klæddir. Mér finnst þeir ekkert vera skyldugir til að vera í lörfum og ekkert að því að þeir séu í sínu fínasta pússi þegar þeir flytja ræður í sjónvarpi.
Hins vegar finnst mér það ekki meðmæli með neinum manni ef hann kaupir lystisnekkjur og lúxúsíbúðir og knattspyrnulið og stráir um sig peningum. Ég lifi í svoleiðis samfélagi á Íslandi í dag að frægðarsögur af íslenskum hetjum eru einmitt svoleiðis sögur af fólki í atvinnulífinu.
Hófsemi er dyggð en það þýðir ekki að fólk megi ekki vera í fallegum fötum.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.12.2007 kl. 16:49
Já þetta er virkilega glæsileg röksemdafærsla. Að bera saman tveggja daga áhorf við rúmlega tveggja ára! Ég hfði getað skilið þessa fýlu þína útí að verið sé að gagnrýna hræsni kommúnista ef þú værir í VG.
Nú hafa 110.000 séð forsetann í Venzuela á fjórum dögum. Með sama áframhaldi verða að minnsta kosti 2,2 milljónir búnir að sjá hann þegar myndbandið hefur verið jafn lengi á youtube og bandið þitt...
Ertu ekki að verða leið á að kasta fram alls konar fáránlegum fullyrðingum sem þú síðan getur ekki rökstutt á neinn hátt?
Jón Bragi Sigurðsson, 18.12.2007 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.