14.12.2007 | 14:33
Mannréttindi og meginreglur - Fatlađir nemendur í heimaskóla
Dómur Hćstaréttar 169/2007 fjallar um fatlađ barn og fjölskyldu ţess og baráttu foreldranna fyrir réttindum barnins til ađ taka ţátt í samfélaginu. Móđir barnins er vinkona mín og ég hef í gegnum árin fylgst međ baráttu foreldranna fyrir skólagöngu barnsins.
Fötlun barnsins varđ ljós ţegar ţađ var nokkurra mánađa gamat. Foreldrarnir bjuggu sig vel undir ađ ala upp mikiđ veikt barn, ţau leituđu ráđa hjá mörgum sérfrćđingum, ţau lásu sér til um sjúkdóm barnins og hvernig líklegt vćri ađ hann ţróađist og gerđu framtíđaráćtlanir miđađ viđ ţađ, ţau tóku virkan ţátt í félagastarfi foreldra barna međ sérţarfir og lćrđu af reynslu annarra foreldra, ţau kynntu sér kenningar og rannsóknir um fötlun og móđirin fór í sérnám á ţví sviđi. Ţau skođuđu réttindi og möguleika barnsins til skólanáms og leituđu eftir ráđgjöf og samvinnu hjá ýmsum ađilum. Ţau breyttu heimili sínu og lífstíl međ hliđsjón af fötlun barnsins og gerđu allt sem í ţeirra valdi stóđ til ađ uppvöxtur og skólaganga barnsins yrđi sem farsćlast.
Sveitarfélagiđ sem ţau búa í er eitt ríkasta og blómlegasta sveitarfélag á Íslandi. Ţađ er lögđ sérstök rćkt á menntun og búiđ mjög vel ađ grunnskólunum og í skólunum ţar er unniđ gott starf. Ég veit ađ ţar hefur veriđ unniđ fagmannlega ađ úrrćđum fyrir nemendur međ sérţarfir.
ţađ er ţví íhugunarefni hvers vegna skólaganga fatlađa barnsins var međ ţessum hćtti og hvernig nýfelldur hćstaréttardómur verđur túlkađum af öđrum sveitarfélögum. Verđur ţessi dómur til ţess ađ mörgum fötluđum börnum verđur útskúfađ úr heimaskólum sínum? Ég hef alltaf taliđ ađ ţađ sé skýlaus réttur barns ađ vera í heimaskóla en nú segir Hćstiréttur í ţessu máli: "...ađ ţrátt fyrir meginregluna í lögum um grunnskóla um ađ nám fatlađra nemanda fari fram í heimaskóla vćri ljóst af athugasemdum međ frumvarpi til grunnskólalaga, ađ fötlun nemanda kynni ađ vera slík ađ hann gćti ekki stundađ nám í almennum grunnskóla."
Ég satt ađ segja vissi ekki ađ athugasemdir međ frumvörpum hefđu lagagildi. Hafa ţćr ţađ? Ţađ er mjög einkennilegt ađ ţađ skuli vera einhver meginregla en svo skuli vera hćgt ađ gera hana ógilda og ómerka međ einhverjum athugasemdum međ frumvarpi.
Hćstiréttur segir foreldrarnir einir og sér geti ekki tekiđ ákvörđun um skólagöngu barnsins, ţannig ákvarđanir verđi ađ taka međ hliđsjón af mati sérfrćđinga á vegum skólayfirvalda um hvađ barni vćri fyrir bestu. Ţetta hljómar skynsamlega ţađ kann ađ vera ţannig ađstćđur ađ foreldrarnir séu ekki bestu matsmenn um menntun barna sinna. Ţađ er hlýtur hins vegar ađ vera eđlilegt ađ foreldrar geti beđiđ um mat hjá sérfrćđingum sem tengjast ekki viđkomandi sveitarfélagi.
Úr frétt Morgunblađsins:
"Hćstiréttur segir ađ ţrátt fyrir meginregluna í lögum um grunnskóla um ađ nám fatlađra nemanda fari fram í heimaskóla vćri ljóst af athugasemdum međ frumvarpi til grunnskólalaga, ađ fötlun nemanda kynni ađ vera slík ađ hann gćti ekki stundađ nám í almennum grunnskóla. Mat á ţví hvort barn fengi notiđ kennslu viđ sitt hćfi í heimaskóla ćtti samkvćmt lagaákvćđinu bćđi undir foreldra ţess og kennara og ađra sérfrćđinga.
Ţá fćlist í forsjárskyldum foreldra ađ afla barni sínu lögmćltrar frćđslu og ráđa persónulegum högum ţess og ţví vćri ţađ á ţeirra valdi og ábyrgđ ađ sćkja um skólavist fyrir barn í sérskóla á sama hátt og ţađ vćri almennt á valdi ţeirra og ábyrgđ ađ innrita barn í skóla. Ţessum skyldum bćri foreldrum ađ gegna svo sem best henti hag barnsins. Ţau vćru ţannig bundin viđ ákvarđanir í ţessum efnum, ađ taka tillit til mats sérfrćđinga á vegum skólayfirvalda um hvađ barni vćri fyrir bestu.
Bćrinn gat neitađ stúlku um skólavist | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Athugasemdir
Miđađ viđ ţađ litla sem ég kann í lögfrćđi er ljóst ađ greinargerđir međ frumvörpum eru réttarheimild. Greinargerđir eru notađar ţegar ţarf ađ túlka lögin. Líklega er vandinn hér sá, ađ lögin sjálf eru ekki nćgilega skýr. Ţađ getur ábyggilega veriđ erfitt ađ hafa ţau nógu skýr til ađ alltaf liggi ljóst fyrir hvort fötlun er of mikil til ađ einstaklingur geti stundađ nám í almennum grunnskóla. Ţannig gćti fatlađ barn t.d. stundađ nám í vel búnum skóla en ekki illa búnum.
Svo er líka spurning um sönnunarbyrđi í svona máli. Ţađ getur veriđ erfitt fyrir foreldra ađ sanna ađ barniđ eigi heima í almennum skóla. Ţađ getur líka veriđ erfitt fyrir yfirvöld ađ sanna ađ ţađ eigi ekki heima ţar. Međ hliđsjón af ákvćđum stjórnsýsluréttar um međalhóf t.d. hefđi kannski átt ađ snúa sönnunarbyrđi viđ í ţessu máli.
En ţetta eru nú bara vangaveltur frekar byggđar á nasasjón af lögum en almennilegri ţekkingu.
Ţorsteinn Siglaugsson, 14.12.2007 kl. 16:07
Ţađ er ljótt ađ segja...
En ţegar ég var á mínum yngri árum man ég eftir öllum ţeim andlega fötluđu einstaklingum sem sátu međ mér í kennslustundum. Sjálfur var ég í 3 grunnskólum. Einum úti á landi og tvem í Reykjavík. Ţeir "sérstöku"-krakkar sem ég voru međ mér í bekkjum voru óargadýr og ofbeldisseggir. Stelpur jafnt sem strákar. Sem versnađi mjög ţegar leiđ á unglingsárin.
Ég get ekki annađ sagt en ađ andlega fatlađir krakkar trufla mjög kennslu, eru auka álag á kennarann og eiga yfir höfuđ ekki heima í almennum grunnskólum.
Pétur Myrkvi (IP-tala skráđ) 14.12.2007 kl. 19:38
Já, Pétur Myrkvi, ţetta er ljótt ađ segja.
Og ţar ađ auki stútfullt af fordómum, alhćfingum og ţekkingarleysi.
Guđrún Jónsdóttir, 15.12.2007 kl. 09:24
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.