Internetmessa á sunnudegi

prestur02Auðvitað ætti ég að fara alltaf á sunnudögum í messu í Laugarneskirkju, ég sé kirkjuturninn út um eldhúsgluggann hjá mér, ég var fermd í þessari kirkju og hef búið mestan minn aldur í þessu hverfi, mér finnst vænt um kirkjuna hérna og veit að þar er unnið gott starf.

En af því ég er algjör netfíkill þá sæki ég mínar messur á Internetið og ég er ekkert sértstaklega upptekin af því hvort messurnar eru auglýstar sem trúarathafnir. Ég er núna að hlusta á messu hjá Larry Lessig. Hann er minn æðstiprestur í netheimum. Ég er búin að hlusta þrisvar sinnum á messuna og á eftir að hlusta á hana oft aftur, Larry Lessig er svo seiðandi og orð hans eru svo áhrifarík. Það væri mikil blessun fyrir heiminn ef sem flestir hlustuðu á Lessig og frelsuðust.

Þessi messa hjá Lessig er vídeó sem er tuttugu mínútur í spilun og heitir

How creativity is being strangled by the law

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Svanur Daníelsson

Lessig er skemmtilegur fyrirlesari og öflugur talsmaður. Það er líka fróðlegt að skoða hvernig hann notar glærur, í stuttu erindi eru þær mjög margar og hratt er skipti á milli.  Takk fyrir vísunina.

Árni Svanur Daníelsson, 18.11.2007 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband