Skólamorð

Jokela-school-shooterFjöldamorðin í finnska menntaskólanum í dag eru átakanlega lík fjöldamorðunum í háskólanum í Virginia Tech og sálarástand og geðtruflun morðingjans eins slæmt. Því miður má búast við að því meiri umfjöllun sem svona morð fá, þeim mun líklegra er að sagan endurtaki sig og við munum sjá í framtíðinni einhvers konar útþynnta eftiröpun á svona morðum. Í báðum tilvikum er þessum veiku ungu voðamönnum mikið í mun að almenningur taki eftir voðaverkum þeirra og þeir taka sjálfa sig upp á band og dreifa. Í morðunum í dag mun morðinginn hafa sett inn vídeó á yotube, sjá þessa frétt:

The YouTube video, entitled "Jokela High School Massacre 11/7/2007", was posted by a user called Sturmgeist89. "I am prepared to fight and die for my cause," read a posting by a user of the same name. "I, as a natural selector, will eliminate all who I see unfit, disgraces of human race and failures of natural selection." "Sturmgeist" means storm ghost, or "intention of storming", in German.

 Það er komin lýsing á voðaverkunum í dag inn á Wikinews og það bætist í sívaxandi greinaflokk á Wikipedia um fjöldamorð í skólum

Það er átakanlegt að  sjá í wikipedia greininni hvernig voðaverkin eru sett fram eins og mælanleg niðurstaða í tölvuleik og kvarði í stigagjöf. Þar stendur: "Auvinen's killing spree holds the 27th highest kill count in modern history"

Þetta er eins og uppskrift og áskorun til einhverra í framtíðinni að ná hærra marki til að komast á næsta borð.


mbl.is Árásarmaðurinn í Finnlandi reyndi að fyrirfara sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það stendur í Wikipediu-greininni að búið hafi verið að vara skólastjórann við að þessi nemandi væri að missa tökin á lífi sínu. Þetta var líka sagt í síðasta fjöldamorðinu í bandarískum skóla, þegar kóreski strákurinn drap fullt af fólki. Af hverju taka skólastjórnendur ekki slíkar aðvarandir alvarlega?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2007 kl. 13:05

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 18:29

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir


Góður pistill Salvör. Þetta er sorglega líkt atburðunum í Virginia. Athynglivert líka það sem Gréta Björg nefnir þarna.

Marta B Helgadóttir, 9.11.2007 kl. 02:15

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

já, þetta er ömurlegt mál og þegar þessi tvö mál eru skoðuð eftir á þá skilur maður ekki hvers vegna enginn kom auga á hversu hættulega sjúkir þessir piltar voru.

Ég velti fyrir mér hvort það sé eitthvað í menningu unglinga og samfélagsins  sem veldur því að svona ódæðisverk séu framin - ofbeldisdýrkun og hversu uppteknir fjölmiðlar eru af svona verkum, þetta er örugg leið til að komast í sviðsljósið að drepa sem flesta.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.11.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband