Hvernig er maturinn þinn búinn til? Ríkisstyrkt þrælahald á Íslandi?

Það skiptir vissulega máli hvað matur kostar en það skiptir líka miklu máli hvernig maturinn er búinn til, hvernig er farið með umhverfið og dýr og starfsfólk í fæðuframleiðslunni og hvaða efni og aðferðir eru notaðar við framleiðslu og dreifingu. Það er sennilega best að hverfa aftur til upprunans, það er vistvænast að nota sem mest vörur sem framleiddar eru í grennd við búsetusvæði okkar t.d. eins og hafragrjón og minna vörur  sem fluttar eru langt að. Það er líka sniðugra að elda sjálfur og kaupa landbúnaðarafurðir beint frá framleiðanda sem maður þekkir og treystir því að þá  getur maður fylgst betur með hráefnum og matreiðsluaðferðum.

Allir vita að það er hollt að borða sem mest af grænmeti og ávöxtum. En sumt (megnið?) af því grænmeti sem við borðum kemur frá Almeria héraðinu á Suður-Spáni. Á síðustu kvikmyndahátíð fór ég á sýningu á heimildarmynd um hvernig líf ólöglegra landbúnaðarverkamanna frá Marókkó er þarna í Almeria.

Hvað eru margir erlendir landbúnaðarverkamenn á Íslandi? Hvaða réttlæti er í því að niðurgreiða mjólkurframleiðslu á Íslandi fyrir kvótakónga og eigendur stórbúa sem gera út á erlent og innlent farandverkafólk? Ég held að fólk átti sig ekki á hvernig staðan er að verða í íslenskum landbúnaði á kúabúum, það er verið að taka upp ríkisstyrkt þrælahald í íslenskum landbúnaði ef ríkið er að greiða niður landbúnaðarvörur frá framleiðendum sem notast að miklu leyti við farandverkafólk.

Annars er hérna fyndið vídeó um stjörnustríð grænmetisins:

 

Heimildarmyndin á kvikmyndahátíð var nú alvarlegri en höfðar sennilega ekki til eins margra. Hér eru upplýsingar um þá mynd:

"El Ejido, lögmál hagnaðarins | El Ejido, la loi du profit

Almeria-svæðið á Suður-Spáni framleiðir þriðjung af vetrarneyslu Evrópubúa á grænmeti og ávöxtum. Þetta er ekkert kraftaverk. Í gróðurhúsaþyrpingunni vinna um 80,000 innflytjendur í ónýtu umhverfi þar sem loftið er skemmt af skordýraeitri og grunnvatn af skornum skammti. Lögmál hagnaðarins segir frá verkamönnum í þorpinu El Ejido sem hafa ekki séð fjölskyldur sínar í fjölda ára, búa í heimagerðum kofum úr plasti og pappa og njóta engra vinnuréttinda. Áhorfendur eyða með þeim stuttri stund sem gefur ómetanlega innsýn í daglegt líf verkafólks sem stritar fyrir skít og kanil svo við hin fáum matvörurnar ódýrt. Myndin er mikilvægt innlegg í umræðu um lífræna ræktun og sannskipti („fair trade“) og lifandi dæmi um hvernig þrælahald hefur ekki yfirgefið siðmenninguna, heldur aðeins skipt um yfirborðsmynd."

Það er nú ekki hægt annað en láta hugann reika til Bubba ef maður er kominn út í hugleiðingu um  matvælaframleiðslu og faraldverkafólk.

Þetta er  meitluðustu og dýpstu  ljóðlínur í  íslenskru dægurlagi: 

"Stál og hnífur  er merki mitt
merki farandverkamanna.
Þitt var mitt og mitt var þitt
meðan ég bjó á meðal manna. "

Svo finnst mér Bubbi alveg ná stemmingunni og slættinum og skarkalanum í íshúsinu þegar farandverkafólkið er í viðbragðstöðu að taka við aflanum:

"Hrognin eru að koma, gerið kerin klár,
Hrognin eru að koma, gerið kerin klár.
Setjið dælurnar í samband, takið svo seglin frá
Hrognin eru að koma gerið kerin klár.

Vinnið nógu mikið, peninga munuð þið fá,
vinnið nógu mikið, svo verki niður í stórutá.
Það er hagur þeirra að ykkur flökri
þegar hugsun ykkar fer á stjá.
Vinnið nógu mikið og peninga munuð þið fá.

Uppá verbúð blómstrar menningin,
komið og þið munuð sjá
slagsmál, ríðingar, fyllirí,
Jack London horfa á.
Engin pólitísk slagyrði, Maó myndir veggjum á
þá færðu reisupassann vinur minn,
staðnum verður, staðnum verður frystur frá.

Stæltur er skrokkur þinn, djöfull sljór hugurinn,
ykkar er jú hagurinn, hagurinn ekki hússins.
Það vita þeir og þjarma á ykkur refsibónusinn,
það er, - það er allur munurinn.

Stæltur er skrokkur þinn, djöfull sljór hugurinn"

Ég held að fólkið í verbúðum á Íslandi hafi ekki litið á sig sem þræla. En það fékk ekkert af kvótanum.


mbl.is Maturinn dýrari á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband