27.10.2007 | 12:32
Föndur dagsins - Skrappblogg
Nú þegar vetur er kominn í bæ þá passar að fara að föndra aftur og ég byrja því aftur með föndurþátt á blogginu mínu. Eftir að ég uppgötvaði hið stafræna skrapp þá er ég alltaf að skima um eftir skemmtilegum verkfærum og efniviði fyrir okkur þessa stafrænu skrappara. Nú er ég búin að finna eitt gasalega skemmtilegt, það er scrapblog.com og þar geta allir gert sér á einfaldan hátt stafræn skrappblogg, ég bjó til mitt á scrapblog.com/salvor
Það er einfalt að hlaða inn myndum og skipta út bakgrunnum og setja alls konar djásn og prjál á myndirnar. Það er hægt að velja þemu eins og jólaþema með piparkökur og hrekkjavökuþema eða hanna síðurnar frá grunni. Ég er núna búin að setja inn nokkrar síður. Ég gat tengt þetta við flickr myndasafnið mitt svo það var leikur einn að hlaða inn og finna myndir til að skrappa með.
Það er svo búin til fyrir mann sjálfkeyrandi myndasýning, það er líka hægt að setja inn tónlist og vídeó en ég er ekki búin að prófa það. Svo er líka hægt að taka út einstakar skrappmyndir og vista þær. Þetta er upplagt verkfæri til að hanna sín eigin jólakort. Það virkuðu ekki íslensku stafirnir með öllum leturgerðum svo maður verður að prófa sig áfram með það. Scrapblog.com er einfalt og skemmtilegt verkfæri sem ég ráðlegg öllum sem hafa gaman að skrappi og stafrænu föndri að prófa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.