Tölvuleikir og vinnuumhverfi

Leikir búa ungviði undir fullorðinsárin. Þannig hafa leikir barna búið börnin undir lífið, bæði fjölskyldulífið þar sem þau leika fjölskyldumynstur í mömmuleikjum og svo bílaleiki og búskaparleiki með leggjum og skel. Það verður sennilega hlutskiptri fárra barna núna að standa fyrir búi og kunna að auka búsmala sinn með hyggindum og heyöflun. En mörg börn sem vaxa upp í dag munu þurfa starfa og sækja félagslíf sitt til hins starfræna samfélags á Internetinu. Þau munu vinna í fyrirtækjum þar sem starfsfólkið er dreift um allar heimsins álfur og þau verða að kunna að vinna saman í hinu stafræna umhverfi í einhvers konar hópum. 

Tölvuleikirnir sem krakkarnir spila í dag rækta að sumu leyti slíka samskiptatækni. Hér er grein á BBC um það: http://news.bbc.co.uk/2/hi/technology/7030234.stm

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband