15.10.2007 | 18:51
Laumupukurslegur flumbrugangur
Ég ætlaði nú að hvíla mig svolítið á þessu orkuveituútrásaræði en þetta er góssentíð fyrir okkur almenna borgara í upplýsingastreymi. Það er sjaldan sem við fáum að fylgjast svona náið með hve mikilvægar ákvarðanir sem varða okkur almenna borgara í Reykjavík virðast teknar í laumupukurlegum flumbrugangi.
Mér finnst Vilhjálmur fyrrum borgarstjóri vægast sagt ekki koma vel út í þessu REI máli. Upplýsingastreymi um þessi mál til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefðu eðli málsins átt að koma í gegnum hann.
En það er svo sannarlega miklu meira athugavert við þetta REI mál heldur er hvernig borgarstjóri hefur komið að því.
![]() |
Borgarstjóri upplýstur um samning til 20 ára þann 23. september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Úff, það er einhver vondur fnykur af þessu öllu saman þótt ég sé reyndar ekki með nefið ofan í því, heldur langt í burtu á Balkanskaga núna :)
Andrea J. Ólafsdóttir, 16.10.2007 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.