Jarðarfararsvipur

442608Aþað er áberandi drungi í svip borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eftir fréttir dagsins. Á myndum lítur út eins og þau séu í jarðarför. Það er kannski af því það er svo hráslagalegt og haustlegt núna.

En mér fannst líka vera svona jarðarfararsvipur á Svandísi Svavarsdóttur fyrir framan ráðhúsið. Kannski af því hún var svartklædd og kannski af því að því að það er erfitt að vera orðinn samherji þeirra sem maður hefur örskömmu úthrópað áður fyrir spillingu. Dagur var glaður á svip, er hann kannski sá eini sem er glaður?

Ég er ekki alveg viss um hvað mér finnst um hinn nýja meirihluta. Ég hefði strax viljað svona stjórn eftir kosningar en ég held að svona umhleypingar veiki stjórnsýsluna í borginni. Á þessari stundu vorkenni ég líka afar mikið Vilhjálmi borgarstjóra, mér finnst þetta REI mál og það klúður sem er í kringum það hafa tekið  æruna af honum í stjórnmálum. Ég held að hann eigi það ekki skilið, hann hefur margt gott gert.

Ég vona að nýji meirihlutinn reynist vel en það verður samt ekki á móti mælt að hann er ákaflega veikur og hann byrjar leiðinlega  - hann byrjar ekki með góðum málefnasamningi og bakvinnu heldur meira á stríðsástandi og baktjaldamakksvinnu. Svo er það náttúrulega veikt að þetta séu fulltrúar fjögurra flokka. En ég er nú ánægð með þetta fólk, ég ber fyllsta traust til þeirra og ef þessi meirihluti springur þá verður það sennilega ekki fyrir tilstilli Björns Inga. Það er hins vegar öruggt mál að Sjálfstæðismenn munu reyna að gera sitt til að sprengja meirihlutann.


mbl.is Vilhjálmur: Vorum að nálgast niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Ekki er ég hissa á að svipur manna sé þungur, jú þau eru á jarðarför.  Jarðarför þar sem einn maður slátraði sjö samstarfsmönnum á meðan þeir "sváfu".  Það er ekki góð latína að hafa bara eins manns meirihluta, sérstaklaga ef það er framsóknarmaður.   Skildi Guðni hafa komið fram hefdum við Sjálfstæðismenn, er ekki  þeim að kenna hvernig Framsókn fór út úr kosningunum. 

Af hverju fóru ekki VG í samstarf við Sjálfstæðismenn, þeirra sjónarmið fara fullkomlega saman í þessu REI máli.

Jaja, komin nótt í Ameríku, best að fara að sofa eftir þennan viðburðaríka dag. 

Guðmundur Jóhannsson, 12.10.2007 kl. 05:57

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já það fór ekki á milli mála hversu harmþrungin þau voru.
Þetta hlýtur að hafa verið mikið áfall.
Sum þeirra eru líka bara svo ung og höfðu kannski aldrei ímyndað sér að þessi staða gæti komið upp.
Vilhjálmur og Júlíus eru auvðitað gamlir í pólitíkinni og ýmsu vanir sérstaklega Vilhjálmur.
Tek undir með Guðmundi, eins manns meirihluti er sú mesta áhætta sem hugsast getur. þess vegna var ég svo fegin að Sjálfstæðisfl. myndaði ekki stjórn með Framsókn nú í landsmálunum.

Kolbrún Baldursdóttir, 12.10.2007 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband