Gullfiskaminni kjósenda

Ćtli ţeir stjórnmálamenn sem koma ađ REI-Geysir Green Energy hafi engan áhuga á framtíđarferli sínum í stjórnmálum? Eđa treysta ţeir á gullfiskaminni kjósenda og halda ađ kjósendur í Reykjavík séu heimskir og illa upplýstir og  spái ekkert í hvernig kjörnir fulltrúar fari međ fjármuni og eigur borgarbúa? Halda ţeir ađ ţađ ţurfi ekki annađ en  smala grimmt og  hóa kjósendum saman og gefa ţeim nokkrar bjórdollur fyrir nćstu kosningar til ađ ţeir kjósi ţađ sama? Ćtli ţeir telji ađ einu skyldur ţeirra  milli kosninga séu ađ gćta hagsmuna ţeirra sem gáfu stórar upphćđir í kosningastjóđi og styrktu ţá til valda?

Ég er frekar vonlaus yfir stöđunni í íslensku samfélagi í dag, mörg  plott og fléttuleikir eru í gangi til ađ reka almenning til og frá og slá ryki í augun á fólki. Flestir íslenskir fjölmiđlar eru í eigu örfárra áhrifamanna í viđskiptum og stundum virđast fjölmiđlar hérlendis beinlínis vera reknir međ ţađ í huga ađ tryggja hliđholla  umfjöllun í stóru málunum ţó ţeim blekkingarleik sé haldiđ í gangi dags daglega ađ viđkomandi fjölmiđill sé frjáls og óháđur og geti alveg  gagnrýnt  eigendur sína  eins grimmilega ađra.  

Ísland er ekki lengur heitur reitur í köldu stríđi. Ráđstjórnarríkin hrundu innan frá og vígvöllur Bandaríkjamanna er fjarri okkur  í  Miđ-Austurlöndum. En ţađ eru ađrir hagsmunir hér núna, hagmunir sem tengjast orkuauđlindum landsins og hagsmunir sem tengjast legu landsins og siglingaleiđum og hagsmunir sem tengjast ţví ađ landiđ er fullvalda  smáríki í samfélagi Evrópuţjóđa. Stórveldi í austri eins og t.d. Kínverjar hafa ţví fullan hug á ítökum hér á landi.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband