30.9.2007 | 16:51
Samvinnuþýðingar
Nú hef ég síðustu tímana verið að bisa við þýðingar í https://launchpad.net/ það er feikisniðugt kerfi til að þýða opinn hugbúnað milli tungumála. Mikið vildi ég að tungutækniverkefnin íslensku hefðu eitthvað komið inn á þetta svið og notað svona verkfæri. Það léttir mikið lífið að hafa þýðingar svona á vefnum.
Ég er aðallega að þýða Elgg hugbúnaðinn, ég byrjaði á því fyrir meira en ári síðan og ég sé að alla vega fimm hafa lagt hönd á plóginn við þýðinguna. Það geta allir komið að svona þýðingu og ef eitthvað orð eða orðasamband hefur verið þýtt í öðrum opnum hugbúnaði á íslensku þá fæ ég uppástungu um þær þýðingar.
Hér eru nokkur af þeim forrit sem ég spreytti mig við að bæta eða byrja á þýðingum í launchpad:
- https://translations.launchpad.net/elgg
- https://translations.launchpad.net/cuecard
- https://translations.launchpad.net/focus-sis
- https://translations.launchpad.net/g2image
- https://translations.launchpad.net/pybridge
- https://translations.launchpad.net/stellarium
- https://translations.launchpad.net/wpg2
- https://translations.launchpad.net/wesay
- https://translations.launchpad.net/inkscape/
Ég reyni eins og ég get að nota tölvuorðasafnið 4. útgáfu því það er mikilvægt að hafa svona þýðingar sem mest staðlaðar. Tölvuorðasafnið er á vefnum: http://tos.sky.is/tos/to/
Það eru samt sum orð mjög óþjál og framandi í tölvuorðasafninu t.d. að nota fyrir parent orðið umflekkur og færsluhnappur fyrir Enter. Ég er ekki viss um að fólk átti sig á þessu. Ég fann að orðið "dashboard" er þýtt þar sem lesborð en það vantar alveg þýðingu á "widget". Sumir hafa þýtt það sem viðmótshlut en mér finnst sú þýðing ekki góð. "Widget" er meira eins og tæki eða tól oft frá þriðja aðila sem límt er eða hengt á lesborðið. Besta orðið sem mér dettur núna í hug er smától.
Ég veit ekki alveg hvort borgar sig að þýða forrit eins Inkscape.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 17:04 | Facebook
Athugasemdir
Reyndar finnst mér stjórnborð (mælaborð jafnvel?) mun betri þýðing á dashboard. Það vantar líka mikið af orðum í tölvuorðasafnið og verðugt verkefni að bæta úr því.
sfjalar (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 17:58
Sæl, mér finnst betra að styðjast við http://herdubreid.rhi.hi.is:1026/wordbank/search ef ég þarf að leita af tækniorðum, sérstaklega sem tengjast tölvunarfræði. Ástæðan er sú að nöfnin eru oft notuð í annari skilgreininu eins og örðum greinum verkfræðinnar og þá er einfaldara að draga ályktun um notkun orðana.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.