Óshlíðarvegur er mesta mannvirkið

BolungarvíkurvegurÞað eru mörg mannvirki á Vestfjörðum sem eru stórvirki. En ég er ekki í vafa um hvað ég myndi telja mesta mannvirki Vestfjarða. Það er Óshlíðarvegurinn. Það er nú samt svo að þessi vegur verður ekki þjóðleið miklu lengur, honum verður væntanlega lokað þegar göngin koma til Bolungarvíkur.

Í framtíðinni mun fólk ganga um vegarsvæðið og undrast hve erfið skilyrði og hrikaleg Bolvíkingar bjuggu við, sjá alla vegaskálana, grjóttálmana, snarbratt fjallið fyrir ofan og sjóinn fyrir neðan.

Sums staðar fossar vatn niður, hér til hliðar er mynd sergio350d  af Óshlíðarvegi.

Ég myndi setja  Vestfjarðargöngin í annað sæti og svo nýja þorpið í Súðavík í þriðja sæti og í fjórða sæti myndi ég nefna Radarstöðina á Bolafjalli.

 

 


mbl.is Fjölmargar tilnefningar á sjö undrum Vestfjarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband