Stafrænar myndavélar eru ekki bara til að taka myndir

Ég hef átt þrjár stafrænar myndavélar og fjórðu átti pabbi minn.  Síðustu tvær eru einmitt af gerðinni Canon Ixus, núna tek á ég Canon Ixus 500 sem er með 5.0 megapixels.

Ég held að það sé ekkert verkfæri sem ég nota eins mikið og þessa myndavél. Ég tek aragrúa af myndum og margar myndanna hleð ég rakleiðis inn á myndasvæði mitt á Flickr.com. Ég nota sérstakan hugbúnað Flickr uploader til þess að vera fljót að því.

En ég nota myndavélina mína ekki bara sem ljósmyndavél til að taka myndir. Ég er eiginlega alltaf með myndavélina á mér, hún er svo pínulítil og nett. Núna nota ég myndavélina oft til að taka upp vídeó með hljóði. Það kemur sér oft vel að vera með upptökutæki á sér, stundum nota ég þetta bara sem minnisatriði en stundum set ég svona vídeóklipp inn á youtube. 

Ég nota líka stafrænu myndavélina mína oft sem ljósritunarvél og skanna, ég tek myndir af blöðum og reikningum, ég tek myndir af því sem stendur á skiltum o.s.frv. Ég tek stundum myndir af blaðagreinum sem ég ætla að halda upp á, þá get ég hent blaðinu en á myndina. 

Ég  nota myndavélina í margs konar praktískum tilgangi og ég er alltaf að finna nýja notkunarmöguleika. Eitt seinasta er að taka mynd af öllum tenglunum aftan á nýju tölvunni minni og hafa þá mynd aðgengilega á flickr með skýringum um hvað  er hvað því ég er orðin svo leið á því að skríða á gólfinu og reyna að plögga inn þessari og hinni snúrunni og sjá ekkert til hvað er hvaða tengill í hvert skipti sem ég er að skipta eitthvað um inntakstæki.

057

Svo tek ég líka myndir af ýmsu  í umhverfinu sem vekur athygli mínu. Ég var að taka eftir að núna er ég með 3.361 myndir á flickr. Þær eru flestar teknar á Digital Ixus myndavélina mína en reyndar eru sennilega líka þar margar skjámyndir sem ég tek beint af vefsíðum.

Það sem ég myndi óska mér væri að eiga ljósnæmari vél, ég er oft að taka myndir af viðburðum í slæmum ljósaskilyrðum. Einnig hef ég ekki fundið út hvernig ég stilli digital vélina mína til að vera vefmyndavél. Það gengur alveg að taka upp en ég get bara tekið upp eina mínútu í einu og get ekki horft beint á upptökuna þegar ég stilli það á "self-timer". 

En digital myndavél getur sem sagt auk þess að taka myndir, tekið upp vídeó og hljóð, verið ljósritunarvél og skanni og vefmyndavél. 


mbl.is Minni munur á gæðum en verði myndavéla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta eru snilldartæki, og maður áttar sig oft ekki á hve mikið hægt er að nota þetta, eins og t.d þú ert að gera.

Þröstur Unnar, 2.9.2007 kl. 15:30

2 identicon

Sæl Salvör. Ég á sams konar vél og þú, fekk hana í fimmtugsafmælisgjöf frá börnunum mínum  og ég hreinlega elska þetta tæki. Þó hafði ég ekki áttað mig á öllum þeim notkunarmöguleikum sem þú telur upp. Þakka þér fyrir. :)

Kveðja

Jóhanna Gísladóttir

Jóhanna Gísladóttir (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 16:28

3 identicon

Sæl Salvör,

tækið er gott og er frábært hvað þú ert ótrúlega dugleg við að nota tækið og notar það greinilega mikið. Þetta er einmitt bylting fyrir fjölmiðlafólk, að geta verið með "diktafón", myndbandsupptökuvél og myndavél í sama tækinu. Eina sem vantar er Wifi eða "simkort" svo hægt sé að tengjast internetinu og skella á netið án þess að hlaða inn í tölvu :)

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 16:50

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Gafst mér brilliant margar hugmyndir, því ég hef líka litlu stafrænu vélina ætíð með mér.  Takk fyrir það.

Sigríður Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 10:10

5 Smámynd: Haukur Örn Dýrfjörð

Þú ert ansi sniðug með myndavélina þína það er nokkuð ljós.

Mig langar að benda þér á vefsíðuna mína aur.is en ég er að kynna svæði þar sem þú getur varðveitt ljósmyndirnar og myndböndin þín bæði þessar gömlu góðu og nýju stafrænu. Endilega kannaðu hvað svæðið sem ég er að kynna/markaðssetja hefur uppá að bjóða. Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er netfangið mitt uppgefið á síðunni...

kv. 

Haukur Örn Dýrfjörð, 7.9.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband