31.8.2007 | 21:51
Takið þátt í bloggdeginum í ár!
Minni fólk á að í dag 31. ágúst er alþjóðlegur bloggdagur. Allar upplýsingar má fá með að smella á borðann. Mér skilst að allir bloggarar séu beðnir um að vísa lesendum sínum á einhverja aðra fimm bloggara. Þar sem þetta er alþjóðlegt þá er sennilega átt við að maður vísi á einhverja bæði innlenda og erlenda.
Hér er eitt dæmi um hvernig bloggari vísar á fimm önnur blogg og segir hvers vegna honum finnst þau sniðug: http://members.optusnet.com.au/rlubensky/elearningmoments.html
Svo er hægt að fylgjast með strauminum sem er merktur með BlogDay2007 á Technorati:
http://technorati.com/tag/BlogDay2007
Það er ekki víst að mörg íslensk blogg séu inn á technorati og þau fá ekki hátt í stigamati á tehcnorati (þ.e. hversu mikið er vísað í þau, hversu vinsæl þau eru, authority). Reyndar var ég að fletta áðan upp bloggum sem ég er með og komst að því mér til furðu að stigamat á salvor.blog.is var 24 en eitthvað eldgamalt msnspaces blogg sem ég nota ekkert var með stigatölu 66. Sjá hérna:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.