16.8.2007 | 12:09
Alvarlegt ástand í fjármálaheiminum
Mér sýnist íslenska krónan í frjálsu falli, hún hefur lækkað um næstum 13% á einum mánuði. Ofan á þetta bætist að hlutabréf bæði erlend og innlend lækka núna gríðarlega. Hlutabréfalækkunin í heiminum í dag virðist alls staðar vera tengd við húsnæðislán í Bandaríkjunum - það var auðvelt að fá þar lán og lántakendur geta ekki staðið í skilum.
Þetta getur verið alvarlegt fyrir þá Íslendinga sem eru stórskuldugir og hafa gert ráð fyrir að húsnæði haldi áfram að hækka í verði og sem nú þegar eiga enga eigin eign í húsnæði og hafa keypt allt á verðbólgu- og/eða gengistryggðum lánum. Við sem munum eftir misgegnisárunum á Íslandi vitum hvernig það er þegar allt kaupið fór í að borga niður lán en lánin hækkuðu samt gríðarlega í hverjum mánuði.
Sú kynslóð sem nú hefur verið að kaupa sér sínar fyrstu íbúðir hefur búið við velmegun undanfarin ár og auðveldan aðgang að lánsfjármagni.
Mörg íslensk fyrirtæki eru háð alþjóðlegum markaði, ekki síst fjármálafyrirtækin en líka fyrirtæki eins og íslensk erfðagreining og öll fyrirtæki sem selja og kaupa vörur erlendis frá. Reyndar mun lækkun krónunnar væntanlega hafa góð áhrif á sjávarútvegsfyrirtæki þegar til skamms tíma er litið.
Hér eru nokkrar greinar um ástandið á alþjóðamarkaðnum:
Global Markets Tumble Amid Mortgage Crisis
Hrun á hlutabréfamörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú minntist á Íslenska Erfðagreiningu - fall krónunnar er væntanlega hið besta mál fyrir þá, því nánast allar tekjur þeirra eru í erlendum gjaldeyri, en ekki nema lítill hluti útgjaldanna. Launakostnaðurinn er mestallur í íslenskum krónum.
Það sama á við um önnur útflutningsfyrirtæki. Þau þurftu á þessari gengisllækkun að ræða, en hún leiðréttir gengi krónunnar niður á það stig sem má telja "raunhæft".
Púkinn, 16.8.2007 kl. 16:08
Já þetta er erfitt fyrir marga, sér í lagi þá sem skulda.
Þannig hefur þetta verið hér á landi all lengi, alla vega meðan stöðugt er verið að hækka stýrivexti.
Bombann féll þegar Framsókn: Árni Magnússon hóf að tala fyrir 90 prósent láni til húsnæðiskaupa. Þetta var prófkjörs/ kosningarklisjann hans.
Virkaði vel því mörg okkar halda að aldrei komi að skuldardögum??
Fólk hljóp til og tók lán, endurfjármagnaði en ekki bara til húsnæðiskaupa heldur til að endurnýja eitt og annað. Dæmi voru um að heilu farmarnir af fínustum húsgögnum og heimilisvörum var kastað á hauganna.
Fólk svo til greip gæsina eða þannig..
Gáfurlegt.
Nú súpum við seiðið af þessu.
En framundan er jafnvægi eins og alltaf í peningarmálum. Við sjáum fram á lækkun stýrivaxta í mars á næsta ári. Þeir sem eiga peninga á sjóðum sem stóla á vexti þurfa að passa sig að fylgjast með og færa til fé.
Sjálf ákvað ég í dag, þar sem bréf höfðu lækkað svo mjög að taka sparnaðinn og kaupa hlutabréf m.a. í Kaupþingi og Straumi.
Spennandi!!
Kolbrún Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 20:17
Það mun væntanlega draga úr neyslu, sem hefur verið ótæpileg við fall krónunar, svo það er hið besta mál fyrir þjóðarbúið. En ég var ein af þeim sem lentu í óðaverðbólgunni við kaup á okkar fyrstu eign, svo það hefur gert mann afskaplega fælinn við ónauðsynlegar lántökur sem betur fer. En einnig vann ég á þessum tíma mikið við innflutning og verslun, og þá var það ekkert sjálfsagt mál að fá gjaldeyri, og mikið rætt um það að íslendingar mættu ekki eyða meiru í innflutning heldur en þeir öfluðu með útflutningi. Núna er alltof mikið óþarfadrasl flutt inn sem veldur viðskiptahalla, ég meina í Ikea eru til sölu innfluttir smásteinar!
Guðrún Sæmundsdóttir, 20.8.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.