Bergmálsblogg og bloggspottarar

Það hlýtur að fara um marga  valinkunna og vinsæla moggabloggara núna þegar Mogginn er farinn að ritskoða bloggin og henda því út sem talið er innantómt. Úff... þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur, ég sem blogga hvert bloggið á fætur öðru um að fólk drekki bjór.

Stebbifr hefur greinilega þungar áhyggjur af því að verða hent út næst Smile og tekur enga sjensa, hann skrifar bloggið  Boli hent út af Moggablogginu? og  drekkir  Mogganum þar í hóli  og segir m.a.: "Ég treysti þeim hér á Moggablogginu til að stjórna þessum vettvangi með heiðarlegum hætti og standa vörð um að hér sé viss standard á umgjörðinni. " Ég skil ekki að þeir sem stjórna Moggablogginu geti fengið af sér að loka á Stebbafr þó hann hafi nú eiginlega verið og sé mesti snillingurinn á því sviði sem Bolur bloggari sótti inn á.  Enda sat Bolur bloggkóngur við fótskör Stefáns og var hans lærisveinn eins og hann segir frá í játningasögu sinni sem ber titilinn: Á topp Moggabloggsins á sjö dögum

Listræn færni  og ritstíll Stebbafr vekur athygli langt út fyrir Moggabloggið, jafnvel blogspottarar eins og Hnakkus blogga um hvernig líf þeirra öðlast þá fyrst tilgang þegar þeir lesa pælingar Stefáns Friðriks og reynir að kryfja hver er leyndardómurinn bak við ritfærni Stebbafr og hvernig sé hægt að líkjast honum í þessu bloggi Stebbi stóð á ströndu.

Ég sjálf hef haft gaman af skrifum Stebbafr alveg á málefnin.com forðum daga. Þá sýndi hann tilþrif m.a. með því að svara helst öllu á öllum umræðuþráðum og svarið var bara ein lína sem sagði ekki neitt og svo var undir flennistór mynd af Stebba. Hann var búin að setja svona örsvör og myndir á 2500 staði á málefnavefnum og það greip um sig einhver pirringur og umræða um hvort þetta væri ekki ein tegund af spammi. Ég fletti upp umræðunni frá 2003 og sé að ég hef skrifað þetta:

Veit ekki alveg út á hvað málið gengur - hélt að þetta væri einhver tilraun sem er í gangi hjá nefndum Stefáni, hélt að hann væri einhvers konar listamaður - svona tilraun með að vera alls staðar, svara öllum póstum, stundum með ágætum innleggjum en stundum með einhverju merkingarlausu sem róbót hefði alveg eins getað skrifað og hafa þessa ferlega pirrandi mynd alltaf blasandi við. Mér finnst þetta frekar listrænt. En svona mynd verður viðbjóðslega óþolandi þegar maður hefur séð hana hundrað sinnum. Skil vel að drullusokkar vilji ekki ösla í gegnum svona myndaleðju. Sem netgjörningur er þetta mjög smart og hefur alveg náð til fólks en ef þessi mynd er það ekki þá bara veit ég ekki hvað..... 

Ég get nú  ekki séð að bloggið hjá Stefáni sé neitt innantómara en hjá öðrum og mér finnst hann miklu miklu ritfærari en á málefnunum forðum daga og stundum hefur hann í seinni tíð  afdráttarlausar skoðanir. Það er ekkert að því hjá okkur bloggurum ef við viljum verða vinsæl að vera síbloggandi um allar moggafréttir. Bolur bloggari var innantómur og hann kannski líktist Stebbafr eins og hann var á málefnunum forðum daga nema var ekki jafnfyndinn.

En hann líkist ekkert Stebbafr eins og hann skrifar í dag.

Sjá frekari umræðu um Bolsmálið

Rofnar tengingar

Gúrkunni útvistað

14. ágúst 2007 - Ekkert á móti Moggabloggi!

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Heheheheheheeh ...... þarft málefni!

Eva Þorsteinsdóttir, 15.8.2007 kl. 17:58

2 identicon

Með sama áframhaldi verður Stebbi orðinn skemmtilegur og þokkalega ritfær um miðja þessa öld.

Mogginn og bæjarstjórinn á Akureyri eru hægra megin við miðju í pólitíkinni og eru því ötul við að boða frelsi á öllum sviðum, Þannig er Mogginn á móti ritskoðun og bæjarstjórinn vill engan veginn ganga gegn stjórnarskránni með því að meina tilteknum aldurshópi aðgang að opinberu tjaldstæði.

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 19:12

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Stebbifr er laaaaangt frá því að vera minn uppáhalds... En mér finnst þetta skrítin færsla hjá þér.
Draga upp eitthverja neikvæða mynd af honum...sem þér sjálfri finnst eldgamalt og ekki eiga við hann í dag og tilgangurinn... að gera lítið úr honum?
Og svo "plástur" svona í lokin svo ekki verði baulað á þig? 

Heiða B. Heiðars, 15.8.2007 kl. 19:40

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég ætla að gerast svo djörf í þetta eina sinn að auglýsa eigin vefsíðu, og bið fólk vinsamlegast að heimsækja bloggið mitt í dag. Þar set ég fram 10 spurningar til yfirstjórnar mbl.is sem enn hefur ekki verið svarað. Hvaða skoðanir sem menn hafa, þá held ég að það sé okkur öllum í hag að ganga ekki að því gruflandi hvað má og hvað ekki. Kveðjur til ykkar allra.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.8.2007 kl. 22:12

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð nú að vera sammála Heiðu hér.  Ég spyr hver tilgangur færslunnar sé?  Finnst þetta svona undirbeltið færsla. 

Tek fram að ég les ekki Stebba Fr. nema örsjaldan.  Það vill þó gleymast að hann trónir á listanum yfir vinsæl blogg vegna þess að fólk les hann aftur og aftur.  Það er nú ekki flóknara en það.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 10:25

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hæ Jenný, hver er tilgangurinn með þeim bloggum sem þú skrifar? Alveg eins og þú þá þarf ég ekkert að gera neitt grein fyrir því hver tilgangurinn er með því sem ég skrifa. Það er líka partur af ritstíl mínum að þeir sem lesi túlki sjálfir og túlkunin sé ekki ein og óbreytanleg.

Ég hef fullan skilning á því að þú og Stebbi Fr. og fleiri sem blogga til að fá sem flesta til að lesa sig skuli nota öll tiltæk ráð og það er upplagt að tengja bloggin við fréttir Mbl. Stebbi Fr. er einfaldlega langklókastur og bestur á þessu sviði.  Ég vil benda á að ég legg ekkert nema gott til málanna varðandi Stebba og hrósa honum og framförum hans undanfarin ár. En oflof er last og það má til sanns vegar færa að ég lasti Stebba með því að tengja í blogg sem draga ritstíl hans sundur og saman í háði. En  eins og ritstíll StebbaFr liggur í tengingum og endurómum þá liggur minn ritstíl líka í tengingum - í því að tengingar breyta merkingu þess sem stendur í blogginu. Ég er auðvitað að gera gys að þeim sem blogga til að vera á toppnum en ég er líka að gera gys að moggabloggsumhverfinu sem var afhjúpað á mjög svo neyðarlegan hátt. 

Til að fyrirbyggja misskilning þá vil ég bara segja að ég er mikill aðdáandi Stefáns Friðriks og les bloggið hans alltaf. Mér finnst hann meistari í að tengja sín skrif við skrif annarra og nýta sér efni frá öðrum. Hann er reyndar ekki meistari í sjálfstæðum og frumlegum skoðunum en það er annað mál.  Mér finnst alveg pláss fyrir margs konar ritstíl á bloggi. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.8.2007 kl. 11:04

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

En ég var einmitt að spyrja vegna þess að minn skilningur á færslunni hallaði svo mikið á þig.
Einhvern veginn ekki það sem ég átti von á.

Heiða B. Heiðars, 16.8.2007 kl. 11:32

8 identicon

bermálsbloggpóstvörn, veitti vissulega ekki af. moggabloggið þarf kannski nýjustu robocop-tæknina: RUGLpóstvörnina! eftir að hún verður komin í almenna notkun, verður enginn eftir í gjörvöllum bloggheimum nema mengella og jónas kristjáns.

furðulegt annars að enginn hafi fattað það: stebbifr er botti. robot, eins og á ircinu í gamla daga.

rétt eins og enginn hefur ennþá uppgötvað að ingibjörg sólrún er optimus primus ..

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband