Þynnur og þéttar

Mbl.is birti áðan fyrirsögn um að iðnaðarráðherra vildi nota nýyrðið aflþynna um "capacitor". Mér fannst það skopleg fyrirsögn en nú finn ég ekki fréttina aftur, kannski þeir hafi breytt fyrirsögninni og gert hana alvarlegri en ég alla vega fann mig tilknúða til að blogga um þetta nýyrði aflþynna

Það er góðs viti að það sé svo lítið að frétta á Íslandi að bloggarar skrifi hvert bloggið af öðru um hvað aðrir bloggarar séu innantómir og hinn hugmyndaríki iðnaðarráðherra okkar noti hugvitið til að búa til ný orð. Aflþynna er fínt orð og ég ætlaði náttúrulega að bæta strax grein um þetta fyrirbæri inn í íslensku wikipedia en þá sá ég að til var grein um sama fyrirbæri. Þetta hefur nefnilega verið þýtt hingað til með orðinu þéttir það er sú íslenskun sem notuðu hefur verið á orðinu capacitor

Það er nú alveg magnað hvernig vörur flæða um heiminn. Ég las á akureyri.is að þessi fyrirhugaða verksmiðja á Akureyri ætti að vera þannig að hingað ætti að flytja inn ál frá Asíu (kannski ál sem hefur verið upphaflega framleitt hérna og er svo flutt út til að flytja það inn aftur?) og svo ætti að möndla með það hérna og flytja það aftur til Asíu og þar er þar yrðu þessar aflþynnur eða þéttar framleiddir. Þannig að það er nú kannski ekki hægt að tala um aflþynnuverksmiðju hérna, hér myndi bara vera eitt þrep í framleiðsluferlinu. Það er áhugavert að spá í hvers vegna það getur borgað sig að flytja vörur fram og til baka um heiminn á meðan á framleiðslu stendur. Svoleiðis flutningur hlýtur að kosta orku og peninga. Er orkan hérna á Íslandi svo ódýr að þetta borgar sig? 

Svona á framleiðslan að vera: 

Framleiðslan hér á landi yrði í grófum dráttum þannig að fluttar væru inn álþynnur frá Asíu. Þær væru þræddar í gegnum vélar með sýruböðum og síðan vafnar upp aftur og fluttar til frekari úrvinnslu til Kína eða Japans, má því segja að framleiðsluferlið líkist prentiðnaði um margt. Í Asíu væru síðan framleiddir rafmagnsþéttar úr álþynnunum sem eru síðan notaðir í flestum rafeindatækjum. Markaður fyrir rafmagnsþétta úr áli hefur vaxið stöðugt undanfarin ár og er búist við framhaldi á því þar sem ál er talinn heppilegasti málmurinn sem hægt er að nota í þéttana í dag.

Áætlun  orkuþörf um 25MW í fyrsta áfanga.

 


mbl.is 90 ný störf með nýrri aflþynnuverksmiðju í Eyjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það verður að segjast alveg eins og er að þetta er óskiljanlegt ferli og varla umhverfisvænt. En það sem ég náði af fréttinni var að ráðherrann sagði að  þessi verksmiðja væri sniðin fyrir hátæknistörf. Og þá gerist málið enn óskiljanlegra.  Enn einu sinni takk fyrir góðar upplýsingar.

María Kristjánsdóttir, 15.8.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband