Allt fyrir ástina

Hér er 4 mínútu vídeó sem ég tók á Gaypride niðri við Arnarhól í gær.

Vídeóið byrjar  á Pagasi sem flytur okkur suðurameríska karnivalstemmingu á hverju ári. Vídeóið nefni ég "Allt fyrir ástina" eftir laginu sem hljómaði mestallan tímann sem ég tók upp.

Hér eru nokkrar ljósmyndir sem ég tók niðri í bæ í gær.  Fleiri myndir má sjá hjá gaypride.is

Iða Brá setti myndir á myspace   Reykjavik Gay Pride 2007 vol 1

007

Ég fór einu sinni á Gaypride í Kaupmannahöfn og þar var allt öðru vísi stemming en hér, þeir sem voru uppábúnir í göngunni þar virtust vera fulltrúar einhverra kráa sem voru að auglýsa sig og það var ekki eins mikil fjölskyldustemming eins og hérna. Það er nú frekar erfitt að hugsa um homma og lesbíur sem ofsótta minnihlutahópa á Íslandi í dag, alla vega þegar maður er í 50 þúsund manna hópi á Arnarhóli sem allur er skreyttur regnbogamerkjum og hátalarakerfin bylja brýningar og nota orðið "Við Gay fólkið" umm okkur þessi 50 þúsund. En það eru 365 dagar í árinu, ekki bara þessi eini.

Youtube er snilld, ég fann mörg skemmtileg vídeó um Gaypride í Reykjavík. Hér er eitt sem heitir "Ég er eins og ég er" 



Páll Óskar er með mörg vídeó á Youtube og þar á meðal "Allt fyrir ástina" en ég gat ekki spilað það áðan.
mbl.is Tugir þúsunda taka þátt í Hinsegin dögum í miðborg Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kaptein ÍSLAND

allt fyrir ástina ,það eina sem alldrei nóg er af!!!!!!!!! ,dýrka þetta lag !!!! þó er líka nýja gaypride lagið með palla flott,international

kaptein ÍSLAND, 12.8.2007 kl. 18:31

2 Smámynd: Þóra Kristín Þórsdóttir

Hæ hæ... missti af gaypride í fyrsta skipti held ég barasta. Frábært að lesa um stemmninguna, virðist hafa verið hörkufjör:) 

Þóra Kristín Þórsdóttir, 13.8.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband