31.7.2007 | 13:45
Tvær konur af tuttugu
Það er ennþá einn vitnisburðurinn um hvernig auð og völd dreifast á Íslandi og til hverra hvernig kynjahlutfallið er meðal hæstu gjaldenda opinberra gjalda í Reykjavík. Þar eru tvær konur í tuttugu manna hópi.
Hreiðar Már Sigurðsson gjaldahæstur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það má líka segja að konur borgi minni skatta en karlar.
Presturinn, 31.7.2007 kl. 13:56
Og það má líka velta fyrir sér hvernig stendur á því.
Markús frá Djúpalæk, 31.7.2007 kl. 14:28
Og hvað með það?? Konur hafa sömu tækifæri og karlar, það er það sem jafnrétti snýst um. Jafnrétti snýst ekki um jákvæða mismunum til að pota konum í sömu stöðu og karlar. Reyndar vil ég hafakynjakvóta á Alþingi, ekki vegna jafnréttissjónarmiða eins og þau hafa verið matreidd hingað til, heldur einfaldlega vegna þess að það er ótækt að konur taki ekki jafna ábyrgð á stjórnun samfélagsins eins og karlar, það hafa þær sloppið við allt of lengi.
Ólafur Jóhannsson, 31.7.2007 kl. 14:43
Á móti má hins vegar benda á, að flestir ef ekki allir þessara hálaunakarla sem borga jafn ríkulega til samfélagsins, eins og skattatölur dagsins sýna, eru giftir. Fjárhagur hjóna er, í flestum tilvikum, sameiginlegur enda þó karlarnir séu skrifaðir fyrir skattgreiðslunum. Punkturinn í málinu er sá, að enn sem fyrr er keppikefli kvenna að ná sér í karla sem skaffa vel!
Kveðja,
Sigurður Bogi Sævarsson.
Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 15:44
Furðuleg athugasemd... eigum við að setja kynjakvóta á milljónamæringa, að það verði gripnar nokkrar konur og svo verði varpað hlutkesti um hver af körlunum eigi að missa sína fjármuni til þeirra?
Týpísk feminísk athugasemd sem hefur ekkert á bakvið sig.
DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 17:20
Góð ábending þetta með kynjahlutfallið á alþingi. Bara ekki fleiri framsóknarsukkara í ráðandi stöður.
Þórbergur Torfason, 31.7.2007 kl. 17:27
Salvör, eru konur ekki mikið snjallari framteljendur heldur en karlar? Hvernig var þetta með persónutöfrana, stutta pilsið, æfintýrið á endurskoðandaskrifstofunni.
Annars var ákaflega gaman að hitta systkyni þín í Brekkuskógi um daginn. Gaman að geta sungið afmælissönginn fyrir Kristinn þó komin væri nótt.
Þórbergur Torfason, 31.7.2007 kl. 21:48
K Zeta, 31.7.2007 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.