Salvör Sól í baði

Eftirlætismyndefni mitt núna er litla frænka. Hún á marga aðdáendur hérna á Hanhóli. Hér er stutt videó sem ég tók áðan það sem hún er í hópi aðdáenda í baði.


Ég nota líka tímann á að læra um fjöllin sem blasa hérna við af bænum á Hanhóli. Hér er mjög víðsýnt, það sést út á Syðradalsvatn og þaðan út á sjó og Snæfjallaströndina langt í burtu. Vinstra megin er fjallið Ernir og hægra megin blasir Óshyrnan við. Síðan kemur Hádegisfjall sem heitir svo vegna þess að um hádegi er sólin þar þegar maður horfir á fjallið og er staddur niðri í Bolungarvík. Svo kemur næst Marðarhorn. Gilin á milli fjallanna eru kallaðar hvilftir (hvað er munur á gili og hvilft?), fyrst kemur Óshvilft og svo kemur Marðarhvilft

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið var gaman að sjá litlu frænkuna þína  og líka að fá smá landafræðikennslu.  Ég fór að Bæjum á Snæfjallaströnd um þetta leyti í fyrra og þaðan sigldum við yfir í Grunnavík með viðkomu í Æðey. Frábær ferð. Er með myndaalbúm á síðunni minni með ferðasögunni.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sannkallað Sól-bað.

Þorleifur Ágústsson, 31.7.2007 kl. 01:38

3 identicon

Gaman að sjá allar ömmu dúllurnar mínar. Þessi litla er algjört krútt eins og stóru systurnar.

kv. Gunna amma.

Guðrún Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 12:30

4 identicon

Mikið er gama að geta séð ykkur þið eruð nú meiri dúllurnar öllsömul. Við Stella þurfum að fara að hittast eftir öll þessi ár

kv. Svala Dögg

Svala Dögg Þorláksdótttir (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband