25.7.2007 | 11:34
Rusl í Reykjavík
Mér finnst eitthvað að í Reykjavík þegar innkoman að húsunum fer að líkjast ruslahaugum fyrir afsettar þvottavélar, ísskápa, ónýt húsgögn og spýtnadrasl. Hvenær ætli átakið Grænu skrefin í Reykjavík komi í Þingholtin?
Hér eru tvær myndir af lóð bakhúss í Þingholtunum, þetta er inngangur þar íbúar úr nokkrum íbúðum fara framhjá á hverjum degi og þetta er útsýnið sem íbúar úr nokkrum nærliggjandi húsum hafi út í garðinn sinn. Þegar fólk er að flytja þá er oft rusl fyrir utan á meðan á flutningi stendur en ég held það sé ekki um það að ræða þarna ég fór þarna um fyrir meira en mánuði og þá var sams konar rusl þarna nema mér sýnist heldur hafa bæst við ruslið.
Bakgarðar í gamla bænum geta verið vinjar og sælureitir frá erli iðandi stórborgar en þeir eru það ekki ef svona er umhorfs þar. Þá eru þeir merki um að hverfið sé að breytast í slömm.
Hér eru meiri myndir frá myndasyrpunni minni Rusl í Reykjavík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Facebook
Athugasemdir
Það gleður mig að sjá að fleiri eru sömu skoðunar og ég. Þetta er vandamál hjá okkur í Þingholtunum, því að síðan að fólk þurfti að borga fyrir að geta hent rusli þá setur það draslið sitt bara út til " augnayndis fyrir nágrannana".
Rósa (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 16:09
Þetta er sooo heimilislegt ...
Hlynur Þór Magnússon, 26.7.2007 kl. 00:15
Það kostar ekkert að farga málmhlutum eins og þvottavélum og ískápum eftir því sem ég best veit. Vandamálið er að fólk þarf sjálft að koma þessum hlutum á förgunarstað, sorphirðan í Reykjavík gerir það ekki. Rusl sem ekki er í tunnum er ekki hirt. það eru strangar reglur með það. En það virðast ekki nógu strangar reglur eða eftirlit með því hvað má skilja eftir á lóðum eða við sorpgeymslur.
Best væri að borgaryfirvöld sektuðu strax húseigendur sem hafa svona rusl við hús sín og fjarlægðu á kostnað þeirra svona drasl. Það er líka bráðnauðsynlegt að setja reglur um að fólk sem stendur í framkvæmdum megi ekki hafa rusl eins og spýtnabrak út á götu eða inn í görðum. Ég þekki til í Osló, þar eru húseigendur skyldaðir til að leigja sér ruslagám ef þeir standa í svona framkvæmdum og allt rusl og niðurrifsefni verður að fara strax í þann gam. Það þarf að leigja svona gáma af einhverjum viðurkenndum aðila.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.7.2007 kl. 12:41
Ein lausnin gæti verið sú að auglýsa einhverja ákveðna förgunardaga þar sem fólk mætti setja svona stykki út og aðeins þá daga og þá yrðu hlutirnir fluttir í förgun.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.7.2007 kl. 12:44
Ég tók út athugasemd sem fól í sér fordóma gegn fólki af ákveðnum þjóðernisuppruna og eitthvað tal um "þetta fólk". Ég fullvissa viðkomandi um það að langflestir ef ekki allir sem eru búsettir þarna eru af íslenskum uppruna langt aftur í aldir og hér er mikil ruslhefð sem helgast af neyslulífstíl Íslendinga, hér er nægjusemi og það að fara vel með hluti og eiga þá lengi talið hallærislegt . Það er hins vegar mismunandi kúltúr í hverju landi og gætum við Íslendingar lært af þeim sem eru okkur fremmri. Það er áberandi snyrtilegt í Þýskalandi og í Bandaríkjunum amk þar sem ég hef komið.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.7.2007 kl. 12:51
Þetta voru ekki fordómar Salvör ég talaði af reynslu og tók það fram.
Ég er sammála þér varðandi nægjusemina og neyslulífstílinn en ekki hvað varðar það að það sé áberandi snyrtilegt í bandaríkjunum og þýskalandi nema þá kanski á milli flughafnar og hótels, mér finnst það bara alls ekkert snyrtilegt að gangstéttar og almenningsgarðar séu fullir af hundaskít og mér finnst það bara ekkert snyrtilegt að farið sé með hunda inní búðir og veitingastaði.
Þú veist sem sagt ekkert um það hvort að þarna búi Litháar þú giskar á að þarna séu íbúarnir langflestir Ílenskir.
Undarlegt hvað allt þarf að heita fordómar sem sagt er, oftar en ekki af reynslu, um ákveðna hópa fólks
Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.7.2007 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.