20.7.2007 | 15:05
101 Reykjavík og Huldufólk 102
Skáldjöfur okkar Hallgrímur Helgason skrifaði bókina 101 Reykjavík um landeyðuna linu hann Hlyn sem væflast um í þingholtunum. Hallgrímur er nú reyndar alinn upp á skíðum í einhverju úthverfi (fella- hóladæmi ef ég man rétt) og þekkti lítið til miðbæjarlífsins þó það sé sögusviðið. Enda skilst mér að póstnúmerið sé tilkomið vegna þess að það er tölvukóði og vísar til tölvuveraldar sem er bara með tvíundarkerfi og þar sem sögupersónur synda áfram í þröngu rými. 101 Reykjavík er líka saga ungs reykvísks karlmanns sögð af reykvískum karlmanni.
En hvað skyldi þá titillinn Huldufólk 102 merkja? Er það kannski framhald af 101 Reykjavík? Reyndar ekki því að Huldufólk 102 (sjá slóðina http://www.huldufolk102.com) er kvikmynd eftir Nisha Inalsingh um huldufólk á Íslandi. Ég fékk bréf frá Nishu þar sem hún sagði að myndin yrði sýnd í New York þann 22 júlí. Ég kemst nú ekki á sýninguna en ég skoðaði trailerinn, hann er á youtube:
Vonandi fæ ég einhvern tíma að sjá þessa kvikmynd. Ég hugsa að hún endurspegli viðhorf útlendinga, viðhorf fólks eins og Nishu sem býr í New York til skrýtna fólksins á hjara veraldar. Ef til líka viðhorf heimsins gagnvart Íslendingum.
Ég heyrði sjálfan mig segja eina setningu í þessum trailer, ég segi að þetta séu samsíða heimur "It is parallel world". Nisha kom hérna til Íslands fyrir einhverjum árum og tók þá viðtal við marga þar á meðal mig. Ég veit ekki hvort hún hefur notað eitthvað úr því viðtali.
Hér er viðtal við Nishu þar sem hún lýsir kvikmyndinni (á mov formi)
Það er soldið skrýtið að lesa um okkur íslenska álfaskoðendur lýsingu eins og "and the way the Icelandic believers are presented as perhaps eccentric, but never delusional. " og svona er kvikmyndinni lýst:
What a challenge Inalsingh has undertaken in this film. Not only is the main character an intangible entity, but it is one American audiences may not intimately understand. Icelandic culture, with its pagan and Viking roots, is rife with mythological wonder. Their topics of conversation might be lost on less mystically inclined outsiders. Inalsingh shows that there is nothing wildly illogical about believing in the unproven, and viewers can certainly take a lesson from that notion
Áhugi heimsins á íslensku huldufólki er mikill, kannski frekar áhugi fólks sem brosir að því að fólk hérna skuli trúa á álfa "the little people" sem flestir yfir fimm ára aldri trúa ekki lengur á.
En hérna er það sem ég hef skrifað um engla alheimsins og 101 Reykjavík
Þar sem jökullinn ber við loft
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju er fólk að dreifa þessari mýtu um skrítna íslendinginn sem trúir á álfa? Er þetta ekki álíka gáfulegt og goðsagan um gröðu íslensku konuna sem vill hoppa upp í rúm með fyrsta útlending sem hún hittir?
Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 16:23
102 er víst húsnúmerið á álfahólnum...
spurning hvort að póstnúmerið 102 sé líka huldufólksmeginn
Sigurður Jökulsson, 21.7.2007 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.