19.7.2007 | 01:07
Svamlið í Varmá og áhyggjulausir foreldrar í Hveragerði
í Kastljósi kvöldsins var birt myndskeið um krakka að hoppa niður kletta og flúðir í Reykjafossi í Varmá í Hveragerði. Sigmar hóf þessa frétt með setningu um hve áhyggjulausir foreldrar í Hveragerði gætu verið, krakkar á leikjanámskeiði væru svo uppteknir í fossahoppinu.
Ég þekki ekki vel til aðstæðna þarna en ég þekki til þriggja tilvika þar sem ungmenni lömuðust algjörlega fyrir lífstíð eftir að hafa stokkið svona niður kletta út í vatn eða stungið sér til sunds í grunnar sundlaugar eða tómar og lent með höfuðið á steini eða sundlaugarbotni.
Núna er ungur piltur á spítala í Reykjavík vegna slíks slyss sem gerðist fyrir nokkrum mánuðum. Hann er lamaður fyrir neðan háls. Mér sýndist þær aðstæður sem voru þarna vera þannig að afar óhyggilegt er að leyfa börnum sem eru á leikjanámskeiði á vegum bæjarfélags að stökkva niður flúðir og kletta og í fleiri en einu tilviki þá stukku börnin þannig að þau höfðu geta komið niður á höfuðið. Það er skrýtið að foreldrar í Hveragerði hafi ekki áhyggjur af þessu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:16 | Facebook
Athugasemdir
Glæfralegt að sjá þetta tala nú ekki um að hugsa það til enda ef eitthvað kæmi uppá!
Foreldrar barnanna hljóta að vita af þessu og gera sér annaðhvort ekki grein fyrir hættunni eða eru meðvitaðir að þetta er hættulaust! Að sjá þetta myndband ríkir gleði og ærsl barnanna .... vonandi að gæslumaðurinn passi upp á börnin eins og hann tekur fram en spurning hvort orðin séu næg ef eitthvað gerist?
www.zordis.com, 19.7.2007 kl. 10:42
Það er alveg sama hvaða leikjum börn taka upp á það er ekkert hættulaust.
Þeim er nauðsynlegt að læra á umhverfi sitt og hætturnar sem þar leynast.
Í Hveragerði erum við foreldrarnir EKKI áhyggjulaus af börnum okkar frekar en annarstaðar á landinum.
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.7.2007 kl. 10:49
Ég er nú uppalin þarna og þetta hefur verið vinsælt hjá börnum í Hveragerði í áratuga raðir. Þegar ég var barn þá stunduðum við þetta mikið og ég man aðeins eftir einu slysi þar sem stelpa fótbrotnaði vegna þess að hún stökk ekki nógu langt út fyrir fossinn. Í minningunni þá var þetta hápunktur sumarsins og mikil stemmning myndaðist þarna á góðum dögum. Hins vegar finnst mér frekar glæfralegt að verið sé að fara með börn á leikjanámskeiði þangað því auðvitað bera umsjónarmennrinir ábyrgð á börnunum.
Anna (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 11:03
Einnig er ég sammála Huldu hér að ofan.
Það er alveg sama hvaða leikjum börn taka upp á það er ekkert hættulaust.
Anna (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 11:08
Það er líka hættulegt að ofvernda börnin. Hvernig eiga þau að læra að lifa, ef þau eru alltaf í bómull. Ég man eftir því að Storgaard sagði einhverntímann að auðvitað yrði að gæta þess vel líka að ofvernda ekki. Þá var verið að tala um að girða einhverja kletta af svo börnin dyttu ekki fram af brúninni. Þau verða að læra að gæta sín, innan skynsamlegra marka samt.
Ég treysti reyndar heimamönnum vel til að meta áhættuna, alveg eins og sprangið í Vestmannaeyjum er örugglega að einhverra mati glæfralegt, en er algengur leikur meða eyjapeyja og meyja. Eins og hér þegar krakkarnir eru að stökkva í sjóinn, eða fara út á bát að róa. Leikir þeirra hljóta að helgast af umhverfinu og þeim sem á undan þeim hafa farið. Þau taka þetta upp eftir sér eldri krökkum, sem þau hafa séð leika sér svona.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2007 kl. 12:00
Úfff!!!!! Þetta er alveg það sama og ég hugsaði, áhyggjulaus?????? Skil það ekki, mín stelpa fær ekki einu sinni að fara ein í sund......gott að fleiri eru á sama máli
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 19.7.2007 kl. 12:08
Það er nú kannski ekki alveg að við séum áhyggjulaus frekar en foreldrar annarstaðar eins og í sjávarþorpum t.d. en við svosem venjumst þessu og eins og Anna segir þá er þetta hápunktur sumarsins, hápunktur vetrarins er svo að stökkva fram af Hamrinum í snjóskaflanna sem hafa safnast fyrir neðann.
Auðvitað eru hætturnar allstaðar og ef að við ofverndum börnin þá fjölgar bara hættunum, ég man í augnablikinum bara eftir einu "slysi" í Varmánni eins og Anna og svo einu í Hammrinum sem er ekki mikið miðað við hvaðmikið er stokkið á þesum stöðum og þau sem meiddu sig stukku aftur þegar þau voru orðin góð.
Ég ætla nú rétt að vona að einhver væll fari nú ekki að valda því að þetta verði stoppað.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.7.2007 kl. 12:27
:) Man eftir þessum tímum. Hvílík snilld og gaman að leika sér þarna sem krakki. Auðvita verður að vega og meta allar aðstæður hverju sinni en það er þó betra að krakkarnir séu þarna að leika sér undir eftirlit heldur en ein á ferð eins og var þegar ég var púki í Hveragerði. Þá hef ég líka tekið eftir því að mikið af krökkum eru að leika sér í Elliðaánum þegar heitt er í verði... Engin gerir athugasemd við það. Þessi staður í Varmá er paradís krakka á góðviðrisdegi og ég verð að taka undir orð Högna að vonandi verður þetta umtal ekki til að lokað verður fyrir þetta.
Guðmundur Zebitz (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 12:32
Ég er sammála þér Salvör - ég hugsaði það sama og þú þegar ég sá þetta.
Hinsvegar tek ég undir með öðrum sem hafa tjáð sig hér á síðunni, að auðvitað eru barnaleikir og ærsl aldrei hættulaus. Þess vegna hefði ég talið ástæðu fyrir þá sem höfðu umsjón með börnunum til þess að reyna að hafa aðeins meiri stjórn á þessu, brýna fyrir börnunum stökkva nógu langt út fyrir klettanafirnar - og bara eitt og eitt í einu.
Það sló mig hinsvegar að þau stukku þarna hvert um annað þvert, og mér sýndist vera alvarleg slysahætta þarna, ekki síst þess vegna.
Það þarf að brýna fyrir umsjónaraðilum þessa leikjanámskeiðs að hafa meiri stjórn á þessu, finnst mér.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.7.2007 kl. 14:19
ég held að það sé paradís fyrir krakka þarna við Reykjafoss og það er munur á því að leyfa börnum að vera þarna að busla og að leyfa mjög ábyrgðarlaust hopp niður kletta og auglýsa það upp í sjónvarpi. Mér finnst Kastljósið hafa verið þarna mjög ábyrgðarlaust, ég er sannfærð um að stökkin sem við sáum í sjónvarpinu eru frekar undantekning, það var strákur að fara kollhnís í loftinu og ég geri ráð fyrir að hann hafi verið að sýna listir sínar fyrir sjónvarpsmyndavélarnar. Það þarf ekki mikið til að svona stökk mistakist og barnið komi niður á höfuðið og rotist.
Börn geta slasast víða og það er hægt að ofvernda börn. Sannleikurinn er hins vegar sá að börn og unglingar eru alls ekki ofvernduð á Íslandi heldur er þeim kastað út á hættuslóðir á mjög ungum aldri og statistik segir að slys á börnum eru algengari hér en annars staðar.
Ég held hins vegar að það séu aðkomubörn sem eru í mestri hættu, fólk sem ekki hefur alist upp við að hafa vara á sér, það eru þau sem geta drukknað í bæjarlæknum eða höfninni í sjávarplássunum. Krakkar sem hafa alist upp við bryggjusporðinn hafa verið alin upp í hættunni að detta í sjóinn. Krakkar sem hafa alist upp í Hveragerði hafa eflaust smám saman lært að gera sér grein fyrir aðstæðum þarna. Ég hef áhyggjur af því að börn sem hafa séð myndbrotið í Kastljósi heimti næst þegar fjölskyldan fer í Hveragerði að hoppa eins og krakkarnir og þá svona listir eins og þessi kollhnís í loftinu.
Mörg slys verða vegna þess að fólk misreiknar aðstæður, heldur t.d. að það sé miklu dýpra en það er og það sé malarbotn þar sem er klettur undir eða stingur sér til sunds í tómar eða grunnar sundlaugar og rotast. Ég kannast við fólk sem heimsækir núna á hverjum degi piltinn sem lamaðist í svona slysi nýlega. Hann þekkti ekki til aðstæðna, hann er ekki alinn upp á íslandi.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.7.2007 kl. 14:58
Salvör og Ólína komiði í heimsókn til okkar í Hveragerði einhvern sólardaginn og sjáið þetta bara og þið megið líka alveg stökkva ef að þið viljið og við skulum ekki standa á garginu um það hvar og hvernig þið eigið að stökkva nema þið viljið það sjálfar.
Jú jú auðvitað verða slys en þarna hafa þau bara ekki verið að tefja fyrir neinum, ég á fjögur sem að tóku þátt í þessu á sínum tíma og það kom auðvitað fyrir að það þurfti að setja plástur eða eitthvað, en þetta er bráðholt og að öllu jöfnu er EKKI eftirlit með þeim en að minnsta kosti 10 símar á svæðinu hverju sinni. Látum þetta ekki trufla okkur þau spjara sig krakkarnir í Hveragerði í þesu eins og öðru.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.7.2007 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.