Gćsluvarđhald yfir meintum nauđgurum

Ég er hugsi yfir eftirfarandi pistli sem mun hafa veriđ póstađur á bloggi lögfrćđings sem var málsvari mannsins sem var ákćrđur fyrir nauđgun á kvennaklósetti Hótel Sögu. Ţađ blogg er ekki lengur ađgengilegt en ég tek hérna upp smábrot úr ţví vegna ţess ađ beint er spurningu til okkar á Moggablogginu, spurningu sem ég ćtla ađ svara fyrir mitt leyti.

Ákćrđi hefur nú veriđ sýknađur af ákćru. Samt hefur hann mátt dúsa í fangelsi í 4 mánuđi, ţar af drjúgan tíma í einangrun, ţar sem fangar hafa veist ađ honum, ţar sem hann hefur veriđ á barmi ţess ađ stytta sér aldur og hefur veitt sjálfum sér áverka. Sérfrćđingur sem vann međ hann taldi ađ ţetta mćtti hugsanlega rekja til ţess ađ hann vćri í fangelsi hafđur fyrir rangri sök. Hefur ákćrđi veriđ í miklum sálarháska.

Finnst fólki í lagi ađ svipta einstakling frelsi í 4 mánuđi án ţess ađ dómur gangi í máli? Er ţetta réttlćtiđ sem bloggverjar vilja? Ef ţiđ bloggverjar á moggablogginu hefđuđ veriđ veriđ uppi í Ameríku á tímum villta vestursins hefđuđ ţiđ veriđ í ţeim hópi sem alltaf var til í ađ hengja menn án dóms og laga. (úr pistli sem var á blogginu sveinnandri.blog.is)

Mér finnst mjög undarlegt ađ mađur skuli ţurfa ađ vera í einangrun í fangelsi í 4 mánuđi án ţess ađ réttađ sé í máli hans. Ég er ekki lögfrćđingur og ég hélt ađ ţađ vćru ákveđnar strangar reglur um hvenćr má beita gćsluvarđhaldsvist og sakborningar geti alltaf kćrt úrskurđ um gćsluvarđhald. Ég hélt t.d. ađ ef ţađ ađ viđkomandi sé ekki líklegur til ađ spilla gögnum í málinu eđa sé ekki talinn hćttulegur ţá sé ekki ástćđa til ađ hafa viđkomandi í gćsluvarđhaldi.

Ég vil benda á hliđstćđu í öđru máli ţar sem ţrír unglingspiltar voru ákćrđir fyrir ađ nauđga saman stúlku. Í ţví tilviki ţá voru piltarnir settir í gćsluvarđhald í einangrun einhvern tíma (einn dag?) ţrátt fyrir ađ ţeir vćru börn. Ţađ var mjög undarlega stađiđ ađ ţví og ţađ er mikilvćgt ađ viđ séum á varđbergi fyrir ţegar börn og útlendingar eru handtekin og hneppt  í fangelsi, ţetta eru hópar sem standa höllum fćti gagnvart réttarkerfinu og ţurfa sérstaka málsvara. 

Međferđ á sakborningi  breytir hins vegar ekki ţví hversu sekur mér finnst umrćddur mađur vera. Ég efast ekki um ađ ţađ sé satt sem ţú segir um sálarástand mannsins fremur en ég efast um ađ ţađ sé satt sem sálfrćđingar og starfsfólk neyđarmótttöku vegna nauđgana segja um sálarástand stúlku sem var nauđgađ á klósetti í Hótel Sögu af ókunnum manni sem elti hana inn á kvennaklósett, lćsti hana ţar inni  međ sér og notfćrđi sér ölvunarástand og úrrćđaleysi hennar til ađ svala kynfýsnum sínum á líkama hennar. 

Mér finnst mađurinn vera sekur um gróft kynbundiđ ofbeldi og mér finnst dómurinn einkennilegur ađ ţví leyti ađ mađurinn er sýknađur af ţví ađ hafa beitt ofbeldi m.a. vegna ţess ađ hann hafi ekki vitađ ađ stúlkan vildi ekki láta hann nauđga sér.  Ástand stúlkunnar (ölvunarástand), vettvangurinn (kvennaklósett), viđkynning (ókunnur mađur sem elti ölvađa stúlku inn á klósett) og margvísleg gögn og frásögn vitna (áverkar, öryggismyndavélaupptökur, frásögn vitna) styđja allt viđ ađ ţetta var nauđgun og misţyrming á hjálparlausri manneskju. Ţetta hefđi manninum átt ađ vera ljóst.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband