Einangrun og fjöldahjálparstöðvar

Hér á Íslandi er hugað vel að því að setja vel stæða og vel haldna íslenska ferðalanga sem koma  úr skíðafríum í útlendu skíðastöðum beint í heimasóttkví og sennilega tekst vel að hefta útbreiðslu farsóttar sem kemur þaðan.

En það eru fleiri möguleikar til að sótt berist til landsins, hingað koma margir ferðamenn hvaðanæfa að. Hingað koma skemmtiferðaskip með þúsundum farþega. Engar hömlur eru ennþá lagðar á ferðamenn nema frá yfirlýstum hættusvæðum, það er sennilega gert vegna hinna miklu hagsmuna sem eru undir, ferðamannaiðnaður er geysistór atvinnugrein á Íslandi. Alveg eins og á Ítalíu. Íslendingarnir sem koma frá skíðasvæðunum og eru smitaðir eru vísbending um að smittölur sem gefnar eru upp af ítölskum yfirvöldum eru fjarri lagi, það er miklu meira smit í gangi þar en ítölsk stjórnvöld greina.

Það kann vel að vera að svo sé einnig um Ísland þó það sé vonandi ekki eins slæmt og á skíðasvæðum ítalíu. En það er sláandi að lesa þessar fréttir hlið við hlið á Rúv, annars vegar um mjög lítið smit í Wuhan þar sem milljónir eru ennþá í einangrun og hins vegar um að hér á Íslandi þar sem tölur yfir smitaða eru hlutfallslega hærri en á Ítalíu þá sé fólk frá 20 löndum samankomið næturlangt í fjöldahjálparstöð:

smit-fjoldahjalparstod

Hvað ef einhver af þessu fólki er smitaður? Er þá smitið komið áfram til 20 landa innan skamms?  Er ekki þörf á að grípa til einhverra aðgerða með velferð ferðamanna sem hingað koma í huga og með velferð alls þess starfsfólks sem hér starfar við að þjónusta ferðamenn?

Hér eru vissulega miklir hagsmunir undir í ferðaþjónustunni en er ekki yfirvöld sem ekki vara alla rækilega við áhættunni og gera ráðstafanir eins farið og tælenskum yfirvöldum sem ekki sendu út flóðbylgjuaðvörun hér um árið þegar gríðarmargt fólk á ströndum Tælands drukknaði. Yfirvöld þar sendu ekki út aðvörun þó þau vissu að eftir gríðarlegum jarðskjálfta í sjó kæmi flóðbylgja og hún gengi á land - vegna þess að þau vildu ekki styggja ferðamennina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband