19.4.2018 | 09:55
Þyri Danabúð
Saga af konu sem er meitluð í stein
Nýlega var tilkynnt um fjársjóð Haraldar blátannar, spennandi frétt eins og þessi Þrettán ára fann fjársjóð frá 10. öld. Það er nú ekki margt vitað með vissu um Harald þennan en hann var uppi á mörkum kristni og heiðni og þegar hann gekk af trúnni og tók upp hinn nýja sið þá lét hann grafa upp lík föður síns sem var að heygður að höfðingjasið í stórum haug.
Jalangursteinarnir - skírnarvottorð Danmerkur
Haraldur reisti bautastein eftir foreldra sína og á þann stein er grafið með rúnaletri að hann Haraldur sem sameinaði Danmörku hafi reist steininn eftir foreldra sína þau Gorm hinn gamla og Þyri Danabúð. Þessi steinn er sem nefndur er Jalangursteinninn eða stóri Jalangursteinninn er annar tveggja rúnasteina sem eru djásn fortíðar og á Heimsminjaskrá og líka eins konar skírnarvottorð Danmerkur.
Á litla Jalangursteininum er texti á þessa leið: Gormur kóngur gerði kumbl þessi eftir Þyri konu sína Danmarkar bót."
Þetta er í fyrsta skipti sem nafnið Danmörk kemur fyrir innan Danmarkar en nafnið hafði þó verið notað alla vega í 75 ár. Það kemur fyrir í landafræðibók Alfreðs mikla sem var kóngur í Wessex 871-899 en Alfreð þessi lét gera lýsingu á Norður-Evrópu og þar kemur fyrir "dene mearc". Reginos annállinn sem var skrifaður um 900 í klaustrinu Prum við Köln nefnir árið 884 Danimarca.
Gormur gamli dó veturinn 958-59. Þyri drottning hans mun hafa dáið fyrr. Gormur var fyrst heygður í Nordhøjen i Jelling (Jalangri á íslensku) en þegar sonur hans Haraldur blátönn hafði gerst kristinn um 960 þá lét hann byggja trékirkju í Jelling og flutti þangað lík Gorms föður síns og lét grafa undir kirkjunni. Lík Gorms fannst undir kirkjunni árið 1978 og var flutt í danska þjóðminjasafnið til skoðunar. Þar kom í ljós að Gormur var um 50 ára þegar hann lést og var 172 sm hár og þjáðist að slitgigt í neðsta lið hryggjar. Árið 2000 voru bein Gorms aftur jarðsett í kirkjunni í Jelling.
Það hafa myndast margar sagnir um Gorm og Þyri og þar hefur Þyri Danabót þótt bera af öðrum fyrir manngæsku og visku og útsjónarsemi. Hér er ein barnasaga sem endurómar það.
Gormur gamli og Þyri Danabót
Barnasaga í Vikunni nr. 14. 1949
Gormur gamli var konungur í Danmörku. Drottning hans hét Þyri, og var nefnd Danabót. Þetta auknefni fékk hún vegna þess að hún kom því í framkvæmd, að Danaríki var byggt til varnar gegn Þjóðverjum. Þeir vildu ráðast á Danmörku og láta greipar sópa. Danskir hermenn stóðu vörð, í eða við virkið, svo óvinirnir kæmu ekki að Dönum óviðbúnum.
Menn vita ekki margt um Gorm konung. Þó er það kunnugt, að hann gerði Danmörku að einu ríki. Hefur það verið þrekvirki. Konungur og drottning áttu tvo syni. Hétu þeir Knútur og Haraldur. Þá var það siður að gefa mönnum viðurnefni svo að þeir yrðu minnisstæðari. -
Knútur var nefndur Danaást, vegna þess að hann var svo vinsæll, að öllum Dönum þótti vænt um hann.
Viðurnefni Haralds var ekki fagurt. Hann var kallaður blátönn.
Það var vegna þess að ein tönn hans var svört. Tönn þessi hafði skemmst fengið þennan lit. Þá var ekki siður að bursta tennur eða gera við.
Það kunnu menn ekki á þeim dögum. Gormur kóngur unni Knúti syni sínum mjög. Hann var hraustur og hugrakkur. Fór hann til Englands i víking. Fjöldi Dana gerði hið sama um þær mundir. En þetta var hættusamt. Englendingar vörðust hinum villtu Dönum hraustlega. Gormur konungur sagði einhverju sinni, að hver sá, er segði sér andlát Knúts sonar síns, skyldi drepinn. Haraldur fór einnig í víking. Hann var gætnari en Knútur, og óttaðist faðir hans því minna um hann.
Svo gerðust þau hörmulegu tíðindi, að Knútur Danaást var drepinn. Fréttin barst heim í konungsgarð, er nefndist Jellinge. Þar bjuggu þau
Gormur og Þyri. Enginn þorði að segi konungi lát Knúts. Allir voru fullvissir um það, að Gormur gamli myndi ekki ganga á bak orða sinna, heldur drepa sögumanninn.
En þyri drottning var mjög vitur kona. Og"hún fann ráð. Hún lét tjalda sal þann, í höllinni, er hermennirnir sátu í, með svörtum slæðum eða teppum. Hún skipaði öllum að klæðast sorgarklæðum. Var nú sorgarblær á öllu og öllum í höllinni.
Þegar Gormur konungur kom inn í salinn, sá hann hryggð á hverju andliti og hin svörtu tjöld. Hann skildi, hverju þetta gegndi.
Drottningin kom þá og mælti:
Herra konungur! Þér áttuð tvo fálka, annar var grár, hinn hvítur. Yður þótti mjög vænt um hinn hvíta fálkann. Hann flaug um og veiddi marga fugla handa yður. En einhverju sinni kom hópur af hröfnum, krákum og öSrum fuglum. Ré3ust fuglar þessir á hvíta fálkann og drápu hann. En grái fálkinn komst heim, og getur veitt marga fugla hér eftir.
,,Svo! Er þú. Knútur sonur minn dáinn, þar sem öll Danmörk er í sorg," mælti konungur.
Hann skildi, að drottningin hafði haft bræðurna i huga er hún talaði um fálkana.
Þyri drottning svaraði: Það eru yðar orð, herra, en eigi mín." »
Þannig skildi Gormur kóngur að Knútur var dáinn, án þess nokkur segði honum það. Hann gat því ekki líflátið boðbera helfregnarinnar.
Þannig fór drottningin Þyri að því að firra menn þeim vandræðum.
Sagt er að Gormur kóngur hafi syrgt son sinn svo mjög að leitt hafi hann til dauða. Var hann heygður í
Jellinge. Haugur sá, er hlaðinn var um kónginn, er afar mikill.
Í Jellinge eru tveir miklir haugar,og á þeim standa steinar með rúnum.
Annars fer tvennum sögum um endalok Gorms konungs.
Á öðrum rúnasteininum stendur:
Gormur kóngur, reisti minnismerki þetta yfir Þyri konu sína, Danabót."
Þeir sem fróðir eru í sögu Danmerkur segja að Gormur gamli hafi lifað fimmtán ár eftir andlát Þyri drottningar, og var Haraldur sonur hans aðstoðarkóngur þann tíma.
Það er trúlegra, að Gormur konungur hafi ekki dáið af harmi vegna dauða sonar síns.
Ef þú kemur til Jellinge, skaltu fara og skoða þessa tvo stóru hauga. Í engu landi getur að líta svo risavaxna hauga.
Haugarnir minna á elzta, danska kónginn, og hina vitru drottningu hans. Þau voru fyrstu konungshjónin sem ríktu yfir allri Danmörku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.