21.5.2007 | 16:01
Veggjakrot - myndmál stórborgarinnar
Veggjakrot er margs konar. Ţađ getur veriđ tákn sem ađeins innvígđir skilja t.d. tákn einhverra menningarhópa eđa dulartákn um ađ hér sér einhver ađstađa eđa ţjónusta. Ţađ tíđkađist t.d. ađ merkja hvar vćri hćgt ađ komast í frítt Internetsamband međ ađ stela bandvídd frá einhverjum. Stundum er graffiti liđur í baráttu einhverra hópa, sennilega mun ţađ fćrast í vöxt.
Oft hafa hús veriđ merkt og stundum hafa merkin veriđ ţáttur í einhverjum ofsóknum. Ég tók ţessa mynd í Austur-Berlín fyrr í mánuđinum af stórri byggingu sem engin starfsemi var í. Ég skildi ekki áletrunina fyrr en ég las skilti um sögu hússins. Ţetta var hús sem var einu sinni banki í eigu gyđings Golluber ađ nafni. Hann flýđi nasistanna og húsiđ varđ miđstöđ Hitlersćskunnar. Svo lenti ţađ inn í kommúnistaríkinu Austur-Ţýskalandi og var sennilega einhvers konar ungdómsmiđstöđ. En núna hefur húsinu sennilega veriđ skilađ til Golluber fjölskyldunnar og sá sem skrifar ţetta graffiti lýsir andstöđu sinni međ ţróun hverfisins og fyrirhugađa notkun hússins. Ţetta er líka ostalgia eđa eftirsjá eftir kommúnistaríkinu og andstađa viđ peningaríki sem mismunar fólki, skrifarinn vill ekki sjá neina einkaklúbba og sundlaugar og lúxushótel og kallar eftir ađ húsiđ verđi félagsmiđstöđ ungs fólks.
Berlín var allt stađar útkrössuđ alveg eins og Barcelona. En krassiđ er mismunandi flott og listrćnt gildi ţess segir heilmikiđ um hverfiđ og fegurđarmat fólksins sem ţar býr. Hér er graffiti sem mér fannst svo flott ađ ég tók mynd af ţví, mér finnst flott ţessi gróska, svona sambland af tćknihyggju og ţrá eftir lífi og gróđri.
Mér finnst sumt graffiti í Reykjavík mjög flott, ég sá um daginn ţessa ţyrpingu fólks á húsvegg einhvers stađar nálćgt Vatnsstíg. Svona listaverk gleđja alla og gera borgina fallegri:
Hér er svo vídeóklipp sem ég tók af graffitilistamanni í Barcelona fyrir tveimur árum, núna er listaverkiđ hans horfiđ.
Til fróđleiks:
Graffiti is the newspaper of street gangs
Axel Thiel: Vocabulary of Graffiti Research
Graffiti - Wikipedia, the free encyclopedia
Kona graffar" í skjóli nćtur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Athugasemdir
http://reykjavik.gotuli.st
pallih (IP-tala skráđ) 21.5.2007 kl. 18:27
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.