17.5.2007 | 10:56
Kona myrt í Keflavík - morðinginn gengur ennþá laus
Hermaðurinn Ashley Turner var myrt í herstöðinni í Keflavík þann 14. ágúst 2005. Hún fannst liggjandi á gólfi í líkamsræktaraðstöðu í íbúðarhúsnæði á varnarliðssvæðinu og hafði verið barin og stungin. Það féll strax grunur á annan hermann Calvin Eugene Hill en hann hafði stolið fé af Ashley og átti að rétta í því máli nokkru eftir að Ashley var myrt. Það er ýmislegt sem bendir á sekt hans. Það hvarf hnífur frá þáverandi ástkonu hans og hún bar að Hill hefði þóst vera að fara á fund með yfirmanni sínum og horfið á braut einmitt þegar morðið var framið og svo komið til baka og farið beint í að þvo fötin sín. Það fannst blóð á skónum hans og það passaði við DNA úr Ashley og annar fangi bar að hann hefði játað morðið í samræðum þeirra.
Sjá hérna:
A knife used to prepare dinner for Hills then-girlfriend, Vannee Youbanphout, is missing. And testimony from Youbanphout, a citizen of Iceland, suggested Hill faked a meeting with a supervisor, slipped out for an hour while they were watching Top Gun and washed his clothes when he returned.
Investigators later found a spot of blood on one of Hills shoes.
Furthermore, they told jurors, Hill confessed all this to a bunkmate during his pretrial incarceration at an Army prison in Mannheim, Germany.
Það er ömurlegt að lesa framburð samfanga Hill sem segir að hann hafi hælt sér af morðinu og hvernig hann hefði falið slóð sína og fengið íslensku stúlkuna Vannee to að staðfesta frásögn hans. Í yfirheyrslunni kemur þetta fram:
On May 2, the trials sixth day, prosecutors introduced their most damning witness yet: a discharged soldier who claims Hill told him he beat a girl with a weight and stabbed her in the neck.
Cyrus Hughes, 20, was jailed last year in Mannheim, Germany, for drunkenly crashing a rented Jaguar and going AWOL. Hill slept in the same 15-man cell. Hughes told jurors Hill admitted to the murder twice. Hill even bragged about covering his tracks by pushing his girlfriend, an Icelander of Thai descent named Vannee Youbanphout, to vouch for his whereabouts, Hughes said.
Hill var sýknaður vegna þess að talið var að ekki hefði verið rannsakað nógu vel hverjir aðrir hefðu getað framið morðið. Sérstaklega vegna þess að eitthvað kort var notað til að komast inn í híbýli Ashley eftir þann tíma sem talið var að hún hefði verið myrt á. Aðrir sem grunaðir eru um morðið er kærasti hennar sem var eiturlyfjaneytandi og eiturlyfjasali og átti líka að mæta fyrir rétti út af því og það bera vitni að þau höfðu rifist í nálægri krá kvöldið áður og svo maður sem fann hana, það er maður sem nýkominn var í herstöðina og hann er talinn hafa hegðað sér undarlega þegar hann sá hreyfingarlausa manneskju á gólfinu.
Morðingi Ashley gengur ennþá laus. Það getur verið að lagt hafi verið kapp á að sýna að vafi leiki á sekt Hills vegna þess að Ashley er hvít en Hill er blökkumaður. það er viðkvæmt í Bandaríkjunum að blökkumaður sé sakfelldur fyrir að myrða hvíta konu, það er horft vel á alla slíka dóma og stór hluti bandaríska hersins eru blökkumenn . Það getur einnig verið að heryfirvöld hérna hafi verið of fljót að skoða Hill sem hinn eina mögulega morðingja vegna þess. Eitt er víst að það er ekki í þágu bandarískra hermálayfirvalda að svartur hermaður þar sé dæmdur fyrir morð, bæði vekur það upp ólgu meðal blökkumanna í hernum ef hinn minnsti vafi er talinn leika á sekt hans og svo vill herinn örugglega ekki vera í kastljósi fjölmiðla út af morðum og aftöku morðingja en ef Hill hefði verið fundinn sekur þá hefði hann verið tekinn af lífi. það er undarlegt að foreldrar og systkini Ashley fengu engar upplýsingar um dauðdaga hennar og vissu fyrst að hún hefði verið myrt í gegnum íslenskt dagblað sem þau fundu á Internetinu.
Morðinginn gengur ennþá laus. Samt eru ekki margir sem koma til greina og morðið var framið í samfélagi sem ætti að hafa góð tök á að rannsaka glæpi.
Stars and Stripes: What happened to Ashley Turner?
Murder Trial Possibly moved to Iceland
Attorneys for Hill point to alternate suspect
Airman cleared in Iceland murder case
Fyrrum varnarliðsmaður sýknaður af morðákákæru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:17 | Facebook
Athugasemdir
athyglisverð grein um mjög sorglegt mál.
halkatla, 18.5.2007 kl. 00:22
Já maður hefði haldið það að þeir ættu að getað komist að því hver morðinginn er í svona litlu og lokuðu samfélagi.
Ragnheiður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.