16.5.2007 | 18:47
Ritskoðun hjá Rebekku gerir allt vitlaust á digg og flickr
Það er mikill atgangur búinn að vera út af myndunum hennar Rebekku á digg.com og flickr.com. Fyrst út af því að myndirnar hennar voru afritaðar og seld plaköt með þeim en síðan út af því að flickr.com sem er eitt vinsælasta myndakerfið í heiminum tók út allar myndirnar sem útskýrðu höfundarréttarbrotin hjá only-dreeming og líka alla sem tengdu í þær myndir á bloggi.
Flickr útskýrði ritskoðunina á myndum svohljóðandi í bréfi til Rebekku:
Flickr is not a venue for to you harass, abuse, impersonate, or intimidate others. If we receive a valid complaint about your conduct, we will send you a warning or
terminate your account.
Rebekka bloggaði um þessa ritskoðun hérna: Freedom of Expression - Telling the truth
Núna hefur flickr.com beðist afsökunar á þessu, kallar þetta mistök og það er komin sérstakur umræðuhópur á flickr um þetta mál.
Þetta er mjög neikvætt fyrir ímynd flickr, allir tölvunördar heimsins hanga á digg.com og fylgjast með hvað er að gerast og greiða atkvæði um hvað þeim finnst merkilegar fréttir. Fréttin flickr=censorship er á toppnum núna með yfir 3500 digg.
Ég hef reyndar lent sjálf í ritskoðun hjá flickr og reyndar líka hjá Myspace. Hjá Myspace var það út af greinum sem ég skrifaði út af því að ég var svo pirruð að geta ekki sett youtube myndbönd inn á myspace. Þá var youtube bara lítið þekkt vefþjónusta og þeir tóku bloggin mín og birtu á forsíðunni hjá sér og sennilega hefur ekkert blogg hjá mér verið lesið af eins mörgum. En þá lokaði Myspace svæðinu mínu þar og eyðilagði stuðninghóp sem í voru kominn nokkur hundruð manns.
Ég svaraði með að senda nokkrar áróðursmyndir inn á flickr og það hefur hugsanlega þess vegna gerst að flickr svæðið mitt var merkt þannig að það fannst ekki í leit. Ég uppgötvaði það ekki fyrr en seinna og þurfti töluvert stapp til að fá því breytt, ég þurfti að fara í gegnum allar mínar myndir.
Hér skrifaði ég um málið Flickr Censorship
og þar lýsi ég öllu veseninu, fyrst að skrifa mörg bréf til flickr sem ekki var svarað og svo að finna bara út úr vandamálinu sjálf. Best ég bæti í allar 180 athugasemdirnar á digg minni sögu um ritskoðun á flickr.
Hmm... það eru margar ruddalegar athugasemdir um brjóst t.d. svona "Very sad, but really, how down can she really be with such a cracking pair of tits? That's gotta cheer you up.". Sem betur fer þá getur maður greitt atkvæði um athugasemdir og ef þær eru mínusaðar nógu mikið þá birtast þær ekki. Best að mínusa allar ruddalegar og klámfengnar athugasemdir. Svo eru athugasemdir eins og þessar sem fjalla um Rebekku: "the fact that she is a little pretty and takes a lot of self portrait showing her breasts make for 70% of her fame". Þetta gæti ekki verið meiri lygi, Rebekka tekur myndir og vinnur þær þannig að sjónarhornið verður einstakt og heillandi, sérstaklega hestamyndirnar hennar. Sjá vefinn hennar hérna
http://rebekkagudleifs.com/index.php
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:27 | Facebook
Athugasemdir
Jahérna... ég ætla rétt að vona að þeir komist ekki upp með þetta.
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 02:08
Í framhaldi af grein þinni fór ég að skoða myndir Rebekku, og er mjög hrifinn af hvernig hún gerir þetta. Mig langar helst að komast á námskeið hjá henni. Hvílík snilld!
Hrannar Baldursson, 17.5.2007 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.