Konur í úthverfum og konur í litlum plássum

það gengur hægt að jafna kynjahlutfallið á þingi. Það er þó eitt kjördæmi sem lýsir eins og ljós í myrkri og það er Suð vestur kjördæmi, þar er kynjahlutfall þingmanna jafnt og Vinstri grænir standa sig flokka best í kynjahlutfalli. Það er agalegt að sjá hvað NV og S kjördæmi eru mikil karlaveldi, þar er 1 kona af 19 þingmönnum. Það er áhugavert að skoða þessi kjördæmi sérstaklega og hvað veldur - þetta eru kjördæmi hinna litlu plássa. Eiga konur enga möguleika í litlum plássum eins og  Bolungarvík, Súðavík, Selfossi, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn?

Hlutfall kvenna er best meðal þingmanna í úthverfakjördæminu sem umlykur höfuðborgarsvæðið, Kraganum. Þó ekki sé mikil lagskipting eftir hverfum á Íslandi þá er tilhneigingin samt sú sama og í grannlöndum okkar að í úthverfunum býr miðstéttin,  fremur velmegandi fjölskyldufólk. Einhleypingar og fjölskyldur þar sem ekki eru börn eru sennilega líklegri til að búa nær miðbænum. Það kemur ekki á óvart að það er einmitt í þessum úthverfum þar sem flestir eru að ala upp börnin sín s.s. Mosfellsbæ, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Seltjarnarnesi þar konur eru máttugastar og helmingur þingmannna. 

Það er lagskipting á Íslandi og konur í sumum einangruðum þorpssamfélögum á Íslandi eiga mjög erfitt með að brjótast til valda og fá tækifæri til að stýra samfélaginu til jafns við karla. Ég vona að þingkonur í öllum flokkum og öllum kjördæmum og allir femínistar á þingi taki þátt í að breyta íslensku samfélagi þannig að raddir kvenna fái að hljóma og konur fái sömu möguleika til að koma að stjórn þessa lands og karlar.

Ég greindi kynjahlutfallið meðal þingmanna eftir kjördæmum og flokkum í síðasta bloggi, sjá hérna: 

Kraginn og Vinstri Grænir unnu þessar kosningar

 


mbl.is Tuttugu konur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já ég er ánægð með minn flokk Sjálfstæðisflokkinn í mínu kjördæmi kraganum, 6 þingmenn og 50/50 kynjahlutfall og allt 100% fólk.

Herdís Sigurjónsdóttir, 13.5.2007 kl. 13:18

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Vonandi eru VinstriGræn samt ekki komin með kraga eftir nóttina! 

Auðun Gíslason, 13.5.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband