Kraginn og Vinstri Grænir unnu þessar kosningar

Það er bara eitt kjördæmi sem er sigurvegari þessarra kosninga í kynjahlutfalli og það er Suð-Vestur kjördæmið eða Kraginn og ég vil óska öllum íbúum þessa kjördæmis til hamingju með að vera eina kjördæmið þar sem jafn margar konur og karlar komust á þing. Þetta kjördæmi er til fyrirmyndar. Það er líka eina kjördæmið þar sem tveir kvenráðherrar voru í kjöri, þær Þorgerður Katrín menntamálaráðherra og Siv heilbrigðisráðherra.  

Kjördæmi 

Vesta ástandið í kynjahlutfalli er í  Norð Vestur kjördæmi, þar komst engin kona að er níu karlmenn. Næstversta ástandið er í Suðurkjördæmi, þar komst ein kona inn en níu karlmenn.

Nánar konur eftir kjördæmum

RN  11  þar af 4 konur (Katrín Jak, Jóhanna, Guðfinna, Steinunn)
RS 11 þar af 5 konur (Ingibjörg Sólrún, Kolbrún, Ásta Möller, Ásta Ragnheiður, Álfheiður)
SV 12  þar af 6 konur (Þorgerður, Katrín Júl, Þórunn, Ragnheiður Elín, Siv, Ragnheiður Rík.)
NV 9 allt karlmenn
NA 10 þar af 4 konur (Valgerður, Arnbjörg, Þuríður, Ólöf)
S 10  þar af 1 kona  (Björk)

Flokkar

Sá flokkur sem vann kosningarnar út frá kynjasjónarmiði er Vinstri Grænir, þar er hlutfallið eins jafnt og það getur verið  4 konur af 9 þingmönnum en versta ástandið er hjá Frjálslyndum en þar eru engar konur. Kynjahlutfallið er nokkuð jafnt hjá Framsókn, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu eða um þriðjungur þingmanna.

Framsókn 2 konur af 7
Samfylking  6 konur  af 18
Sjálfstæðisflokkur 8 konur af 25
VG 4 konur af 9    
 F  4 karlar  engar konur

Ég óska Vinstri Grænum innilega til hamingju með þetta fína kynjahlutfall hjá þingmönnum. það er í samræmi við stefnu flokksins varðandi kvenfrelsi. Það er greinilega unnið vel að kynjamálum í þeirri hreyfingu. 

 

 

 


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband