Laumulegar starfsauglýsingar

Starf aðstoðarríkislögreglustjóra var auglýst eingöngu í Lögbirtingarblaðinu en ekki á Starfatorgi sem er sá vettvangur sem störf hjá ríkinu eru auglýst. Það er skylda með mörg stjórnunarstörf hjá ríkinu að auglýsa eftir umsækjendum í Lögbirtingablaðinu. Það er hins vegar mér vitanlega ekkert sem bannar að störf séu auglýst á fleiri stöðum. 

Í umræðum um launamun kynja verður mörgum Sjálfstæðismönnum tíðrætt um að við starfaráðningar sé mikilvægt að velja hæfasta einstaklinginn. Maður skyldi ætla að þeir sem mest halda fram slíku leggi mikla áherslu á að hafa úr sem mestu að velja og sem flestir sem gætu verið sá hæfasti hafi möguleika á að sækja og vita að verið sé að leita að manneskju í starfið. En auglýsingar sem er farið með svo heimulega að þær eru bara auglýstar í Lögbirtingablaðinu eru langt í frá dæmi um opna og lýðræðislega stjórnarhætti.

Þvert á móti verður að telja að svona auglýsingar séu bara formsatriði til að uppfylla lagaskyldur og þegar sé búið að ráða í starfið, þegar sér búið að velja "hæfasta einstaklinginn".  Okkur femínistum grunar að þetta orðalag "hæfasti einstaklingurinn" sé dulmál fyrir karlmann og það úthlutunarkerfi gæða sem viðheldur karlveldinu. Svona starfaauglýsingar ýta undir þann grun. 

En þar er svo sannarlega kominn tími til að rýna í  hvernig ráðið er í stjórnunarstörf hjá hinu opinbera.  


mbl.is Embættinu skylt að nota Lögbirtingablað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband