Stjarna deyr

Stjarnan SN 2006gy er að splundrast. Þessi stjarna er 150 sinnum stærri en sólin. Hún verður að sprengistjörnu (super nova). Ég held að við séum ekki í bráðri hættu að verða fyrir ögnunum því stjarnan er í 240 milljón ljósára fjarlægð.

Ég velti fyrir mér hvort einhvern tíma verði þær hugmyndir sem við höfum um alheiminn og sem fremstu vísindamenn okkar styðja með útreikningum sínum kollvarpað með öðrum kenningum og annarri hugsun. Tyche Brahe var fremsti vísindamaður Norðurlandanna á sinni tíð. Hann reiknaði og reiknaði og færði rök fyrir alheimi sem væri þannig að sólin snerist um jörðina.

Wikipedia greinin um Tyche Brahe fjallar meira um vandamál hans við að pissa og úr hvernig nefið á honum var gert heldur en hinar merku kenningar hans um stjörnufræði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ótlúlegt hvað manninum er gjarnt að fjasa um smámuni, hélt að Wikipedia væri hafin yfir slíkt.

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.5.2007 kl. 12:42

2 identicon

Reyndar var hún að deyja, stjarnan er í 240 milljón ljósára fjarlægð og við erum þá að sjá það sem gerðist fyrir 240 milljón árum.

Og svona til gamans þá er talið að sólkerfið sem við búum í hafi orðið til úr sprengistjörnu(supernova) fyrir c.a. 4,6 milljörðum ára, einhversstaðar hlýtur þetta efni allt í kringum okkur að koma frá :)

hermann (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 16:37

3 Smámynd: Baldur Kristinsson

Kosturinn við Wikipedia er, að ef þú hneykslast á efnisrýrð og hégómleika einhverrar tiltekinnar greinar geturðu sem hægast bætt úr því sjálf...!
En annars finnst mér þessi slúðurkeimur af greininni sem þú vísar í ekkert svo slæmur. Sem fræðilegur stjörnufræðingur (og þá á ég sérstaklega við heimsfræði hans) var Tycho Brahe útúrdúr úr vísindasögunni. Það sem hann hins vegar óumdeilanlega lagði til málanna var að byggja fullkomnustu stjörnuskoðunarstöð þess tíma (mestmegnis fyrir eigið fé) og safna gífurlegu magni nákvæmra gagna um hreyfingar himintunglanna. Það varð okkur til happs að við dauða hans féllu þessi gögn Kepler í té; ólíkt Tycho og öðrum samtímamönnum vissi hann nefnilega hvernig ætti að nota þau.

Baldur Kristinsson, 8.5.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ester og Baldur,

Ég er ekki að hneykslast neitt á wikipedia greininni um Tycho Brahe. Sannleikurinn er nefnilega sá að ég skrifaði stóran part af henni sjálf Ég las allar greinarnar um Tycho Brahe á ensku, dönsku og þýsku wikipedia og skrifaði svo grein á íslensku wikipedia þar sem ég passaði að ekki væri með neitt um stjörnufræðikenningar hans. Ég skrifaði hins vegar um áhuga hans á gullgerðarlist og að hann hefði gengið með gullnef af því hann missti nefið í slagsmálum. Sem er alveg satt. Ég var að gera tilraun með hvað langt liði þangað til einhver bætti einhverju bitastæðu við greinina um stjörnufræði hans. Sú tilraun stendur ennþá og enginn nennir að skrifa um stjörnufræðina heldur hefur núna bæst við ítarleg lýsing á þvagvandamálum hans og dauðdaga sem tengdist því að hann pissaði ekki.  Ef til vill er þessi umfjöllun afsönnun á "orðstír deyr aldreigi hvern sér góðan getur". Mér sýnist orðstír Tychos meðal Íslendinga ekki mikill.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.5.2007 kl. 09:51

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Tyche Brahe og Finnur Magnússon eru eftirlætis vísindamenn mínir í sögunni. Kenningar þeirra beggja hafa ekki lifað. Tyche hélt því fram að sólin snerist um jörðina og Finnur las ljóð út úr jökulristum. Skemmtilegir kallar sem sýna okkur hvað vísindin eru fallvölt.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.5.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband