3.5.2007 | 10:12
Tíminn þegar Sjálfstæðismenn parkeruðu
Ingibjörg Sólrún stóð sig vel í Kastljósinu í gærkvöldi, sérstaklega þegar hún var spurð um biðlistana eftir hjúkrununar- og dvalarrýmum fyrir aldraða og hún sagði eitthvað á þessa leið "Við erum vön að eyða biðlistum eftir Sjálfstæðismenn". Maður á náttúrulega ekki að hæla stjórnmálaleiðtogum úr öðrum flokkum svona rétt fyrir kosningar en þetta er bara svo mikill sannleikur og það verður að hrósa öllum þeim sem stóðu að Reykjavíkurlistanum og þá ekki síst forustumanni hans Ingibjörgu Sólrúnu fyrir hvernig gengið var til verks og drifið í að breyta morknu og steinrunnu borgarkerfi þar sem Sjálfstæðismenn höfðu dagað uppi eins og nátttröll og engan veginn áttað sig á samfélagsbreytingum. Þeir héldu bara áfram að malbika og þetta ár - árið sem þeir misstu völdin í Reykjavík til Reykjavíkurlistans voru þeir ekki einu sinni á hreyfingu heldur alveg kyrrstæðir sem lýsir sér best í því að það ár voru þeir aðallega í því að malbika bílastæði. Ég rifja hér upp þessa sögu í bloggi rétt yfir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra:
Tíminn þegar Sjálfstæðismenn parkeruðu
Meira segja Sjálfstæðismenn leggja núna áherslu á leikskólamálin, boða lækkun á gjaldskrá og ýmis framfaramál í leikskólum. Verður þar að segjast að batnandi flokki er best að lifa og er ekki annað en gott um það að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi loksins áttað sig á því að þetta eru brýn mál - þetta rifjar hins vegar upp fyrir mér ömurlegan tíma þegar yngri dóttir mín var á leikskólaaldri og Sjálfstæðisflokkurinn réði öllu í borginni fyrir tíma Reykjavíkurlistans. Þá var hrikalega búið að barnafólki og útilokað að fá nema hálfsdags leikskólapláss og það fyrst eftir margra ára biðlista - á þeim tíma var Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík eins og steingert tröll sem hafði dagað uppi, algjörlega blint á brýn samfélagsmál. Mig minnir að ein helstu kosningamálin hjá Sjálfstæðisflokknum árið sem hann tapaði fyrir Reykjavíkurlistanum hafi verið að byggja og byggja glás af bílastæðahúsum. Þetta var táknrænt fyrir ástandið þá - í staðinn fyrir að greina vandamálin og fylgjast með kalli tímans þá parkeruðu Sjálfstæðismenn. Vonandi hefur langt tímabil í stjórnarandstöðu kennt þeim að hlusta á raddir borgarbúa og koma sér inn í 21. öldina.
Framfaraskeið í Reykjavík - Reykjavíkurlistinn
Það tímabil sem Reykjavíkurlistinn hefur verið við völd í Reykjavík hefur verið mikið framfaraskeið. Reykjavík hefur breyst í blómlega höfuðborg þar sem er gott að búa. Það var Reykjavíkurlistasamstarfið sem varð til að sá stjórnmálaflokkur sem ég tilheyrði þ.e. Kvennalistinn leið undir lok - eða öllu fremur rann inn í Samfylkinguna. En það er ekki hægt annað en fagna því hverju Kvennalistinn kom í verk inn í Reykjavíkurlistanum og ég stolt yfir þeim tveimur borgarstjórum í Reykjavík sem komu frá Kvennalistanum, þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Steinunni Valdísi og sem og af öllu því starfi sem Kvennalistakonur unnu í borgarstjórn. Það er engin eftirsjá í Kvennalistanum, það var flott að enda með því að komast til valda og að fá tækifæri til að móta stefnu og framfylgja henni í stærsta sveitarfélaginu og einu stærsta atvinnufyrirtæki á landinu.
Engan hefði grunað að allir flokkar væru nú árið 2006 með stefnu í fjölskyldumálum sem hefðu þótt týpiskar Kvennalistaáherslur á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fyrir Reykjavíkurlistanum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er hægt að finna út að Ingibjörg Sólrún hafi staðið sig vel? Aðspurð hvar hún ætlaði að finna 30 milljarða til að setja í sín stefnumál sagði hún í forundran "nú í hagvextinum, það ætti ekki að vera erfitt að ná 3% hagvexti" og svo básúnaðist hún áfram. Þegar spyrillinn nefndi að þetta væru tölur sem ekki væru í hendi, varð hún vandræðaleg en bullaði sig út úr því.
Ein hraðaspurningin var um flugvöll á Hólmsheiði (veit hún hvar Hólmsheiði er?)
Þá vill hún flugvöllinn þangað, talaði ekkert um að það þyrfti að rannska það mál nánar.
Já Ingibjörg stóð sig sannarlega vel
Björn (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.