Geta bara karlmenn talað um skatta?

Það var methallærislegt að sjá í Kastljósi gærdagsins hvernig það voru bara karlmenn sem fjölluðu um skattamál og hve kynskipt umræðan var annars vegar um heilbrigðismál þar sem voru fimm konur og einn karl og um skattamál þar sem voru sex karlar. 

kastljos-1mail-07-2 Það er líka magnað hve grunn og yfirborðsleg umræðan  er í svona þáttum, ég velti fyrir mér hver sé ástæðan - er það vegna þess að þessi miðill sjónvarpið og sá knappi tími sem hver viðmælandi hefur þar og hve lítið af bakgrunnsupplýsingum koma fram sem veldur því?

Ég sakna þess að ekkert ítarefni sé með svona umfjöllun þannig að fólk geti betur borið saman stefnu flokkanna. Þegar ég sá um vef Femínistafélagsins þá setti ég upp sérstakan kosningavef fyrir femínista fyrir síðustu kosningar, heimsótti kosningaskrifstofur og  setti inn upplýsingar um stefnu flokkanna í kvenfrelsismálum.  Mér hefði ekki fundist ofverkið hjá þáttum eins og Kastljósinu að taka saman hliðarupplýsingar og setja á vef með svona þáttum, annars vegar um heilbrigðismál og hins vegar um skattamál. Það er kannski gallinn að fréttastofurnar lifa í núinu og útsendingunni  og hafa ekki almennilega áttað sig á hina sítengda og margflækta og tengda samfélagi Netsins og telja kannski ekki það vera í sínum verkahring að 

kastljos-1mail-07-1

Eða er umræðan svona grunn  út af því að þeir sem skipuleggja þessa þætti gera það frekar illa og virðast ekki hafa unnið mikla heimavinnu?  Hér vil ég t.d. nefnda að í upphafi þáttarins var fjallað um stimpilgjöldin og gengið á röðina "hvað finnst þínum flokki um stimpilgjöldin?" og svo kom í ljós að allir vildu þau burt. Út af hverju var þá verið að eyða dýrmætum tíma þáttarins í þetta lítilfjörlega mál sem allir eru sammála og sem almenningur hefur sennilega afar lítinn áhuga á? Ég leyfi mér líka að efast um að allur þorri fólks viti hvað stimpilgjöld eru. Eiginlega fékk ég ekkert út úr þessari umræðu um hver skilin eru milli flokka nema helst að vinstri grænir hafa skýrari afstöðu en aðrir þ.e. vilja fjármagnstekjuskatt og hækkun á frítekjumarki í áföngum.

En hvers vegna voru bara karlmenn í þessari umræðu um skattamálin? Ekki getur það verið vegna þess að þetta var svona djúp speki og mikil sérfræði að það hefur enginn kona treyst sér í að fjalla á ábúðarmikinn hátt um þennan málaflokk. Hvað var talað um í þessum þætti?  Spyrillinn hjá Kastljósi  sagði í byrjun að hann vildi fara hringinn og spyrja fulltrúanna nokkrurra spurninga. þessar spurningar voru:


1. stimpligjöldin á að fella þau niður?

2. fjármagnstekjuskattur á að hækka hann eða fella hann niður eða hafa hann óbreyttan?

3. hver eiga skattleysismörk að vera í krónutölu?

4. hvernig  hyggist þið borga þennan reikning? (þ.e. hækkun á skattleysismörkum)

Þetta var allt og sumt sem rætt var í þættinum. Ég held það hefði ekki þurft neinn umræðuþátt um þetta, það hefði verið best að fá flokkana til að senda inn skriflega svör og bakgrunnsupplýsingar og setja á vefsíðu RÚV. það hefði verið eins upplýsandi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Er að undirbúa færslu um þetta, þar sem ég tek saman kosningaloforðin. Tekur bara dulítinn tíma.

Gestur Guðjónsson, 2.5.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

gott framtak, hlakka til að sjá það hjá þér Gestur.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.5.2007 kl. 09:23

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Komið. Verður framhaldssaga, eftir því sem yfirlýsingunum fjölgar og hlutirnir skýrast...

Gestur Guðjónsson, 2.5.2007 kl. 11:58

4 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Hjartanlega sammála þér - kvenmannsleysið er í alla staði fremur hallærislegt. Það hefði mátt senda þessar spurningar fyrir þáttinn og nota svo svörin sem efni í umræður í sjónvarpinu.

Þetta hefur kannski eitthvað með ´"sýnileg bindi" að gera? Verða þessir með gulu bindin kannski saman í næstu ríkisstjórn - eða kallarnir með röndóttu bindin? Eða kannski allir þeir sem eru með einlit bindi? Hvernig á maður að átta sig á þessu?

Ætli það hefði ekki mátt líka finna konu sem nýjan bankastjóra þarna um daginn?

Valgerður Halldórsdóttir, 2.5.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband