Ný tölva með Windows Vista

Ég var að fá nýja tölvu í vinnunni í dag og er núna búin að vera marga klukkutíma að setja upp dót og prófa upptökumöguleika. Þessi tölva er með Windows Vista og nú er ég í fyrsta skipti með tvo skjái, vinnuumhverfið er orðið svoleiðis núna að það þarf mikið rými á skjá því oftast er maður að vinna í mörgum kerfum á sama tíma. 

Það var búið að setja upp mörg forrit, allan office 2007 pakkann, photoshop, mind manager, camtasia og  macromedia og visual studio og expression.

Fyrsta forritið sem ég hlóð sjálf niður var náttúrulega Firefox 2. Ég hef ekkert á móti Internet Explorer og Windows umhverfinu en ég vil hafa val og vera ekki háð einum aðila. Svo finnst mér Firefox skemmtilegur vafri og það er til alls konar skemmtilegar viðbætur við hann því hann er opinn hugbúnaður með öflugt notendasamfélag.

Ég var heillengi að brölta við að fá  fréttaupptökurnar á Rúv.is og vídeóklippin á mbl.is  til að spilast rétt, það kom alltaf að það vantaði plug in (windows media player). Það var þrátt fyrir að ég var búin að virkja nýjasta Windows media player og allt spilaðist fínt í Internet Explorer.

Ég held að þetta sé eitthvað  plott hjá Microsoft til að gera fólki erfiðara um vik að nota Firefox, ef fólk fær ekki vídeóklipp til að spilast  í vafranum sínum þá nennir enginn að nota svoleiðis vafra. En ég fann lausnina hérna:

 http://kb.mozillazine.org/Windows_Media_Player#Missing_plugin

Það var nú ekki fyrir kristinn mann að botna í hvað ætti að gera en ég fylgdi bara leiðbeiningunum eins og páfagaukur. Það sem ég gerði var hlaða niður þessum þremur dll skrám:

Svo setti ég þessar þrjár skrár í möppuna C:\Program Files\Mozilla Firefox\plugins
Og allt virkar þrælvel núna, ég get horft á spaugstofuna á Rúv og ég get horft á fréttaskotin á Rúv.

Það eru sennilega margir í þessum sömu sporum núna - að skipta úr Windows XP í Windows Vista og það hjálpar kannski einhverjum sem lendir í sömu vandræðum og ég að sjá hvernig ég leysti málið.

Ég setti nokkrar viðbætur inn í Firefox. Þar á meðal þessar:

(ég sótti líka lítið forrit á netinu Winsnap til að taka svona skjámyndir. Útgáfunúmer minna en 2 af winsnap er ókeypis. Það má hlaða niður hérna

 firexox-addon

Svo fékk ég með nýju tölvunni svona vídeóauga sem ég hengi á skjáinn og svo get ég bara talað. Ég varð að prófa það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Takk fyrir að deila með okkur

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.4.2007 kl. 07:16

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér sýnist það vera vandamál á Youtube að hljóð og mynd fer ekki saman.

Haukur Nikulásson, 15.4.2007 kl. 09:44

3 identicon

Jeremías. Nú þori ég ekki að fá mér nýja tölvu með þessu Windows vista. Þetta lítur svo flókið út

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 11:21

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Haukur, ég held að mynd og hljóð komi ekki saman vegna þess að ég tók þetta upp í Camtasia sem er reyndar ekki ætlað sérstaklega fyrir svona vídeó. Ég þarf að prófa upptökur í fleiri forritum. Ég hugsa að þetta sé tengt vefmyndavélinni, svoleiðis vélar eru ekki eins og venjulega vídeómyndavélar, þær taka færri myndir á sekúndu.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.4.2007 kl. 18:09

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hrafnkell,ég ætla að prófa líka fastfox, takk fyrir ábendinguna.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.4.2007 kl. 18:10

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Auður,windows vista er mjög aðgengilegt og einfalt. það er bara þegar maður steypir sér út í að vilja ekki vera fastur í microsoft lausnum sem maður þarf að finna út úr málunum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.4.2007 kl. 18:11

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég öfunda þig rosalega að vera komin með vista, var að skoða þetta hjá vinkonu minni í gær og finnst æðislegt. Til lukku og gangi þér vel að læra á kerfið

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband