San Antonio í Texas

Ég er núna á ráđstefnunni SITE 2007 í borginni San Antonio í Texas. Ţađ er nú ekki neitt sérstaklega hlýtt hérna, reyndar alveg ískalt hérna í ráđstefnusölunum. Einmitt núna sit ég á fyrirlestri um "Digital storytelling".  Ég kom hingađ í fyrradag, keyrđi hingađ frá Austin og lenti nú ekki í neinum sérstökum vandrćđum á leiđinni nema ţegar löggan stoppađi mig ţegar ég var komin inn í miđborgina. Ég er ekki alveg viss um fyrir hvađ, ţađ var löggubíll viđ hliđina á mér á nćstu akgrein og ég reyndi ađ halda mig eins fjarri honum og hćgt var og hef sennilega yfirdrifiđ ţađ eitthvađ ţví lögreglan setti upp blikkljós og byrjađi ađ elta mig. Ég náttúrulega keyrđi strax út í kant og löggan skipađi mér ađ vera í bílnum og ţađ kom líka annar löggubíll á vettvang, ţeir tóku ökuskírteiniđ mitt og voru óratíma ađ tékka og bardúsa en virtust svo komast ađ ţeirri niđurstöđu ađ ég vćri ekki ógn viđ almannaheill í borginni og kvöddu mig alúđlega. Ţađ er alls ekki neitt ţćgilegt ađ vera ein á ferđ í bíl í myrkri í niđurníddu verksmiđjuhverfi í ókunnri stórborg hundelt af löggum.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef ţú ert ekki hrćdd, ţá hendir ekkert.  Ţađ gefur manni ţó ekki passa á ađ vera fífldjarfur.

Ég varđ forvitinn um ţessa ráđstefnu. Hvađ ertu ađ stúdera?? 

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2007 kl. 12:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband