28.2.2007 | 10:07
Áhrif á Íslandi út af hlutabréfum í Sjanghai
Það er líklegt að hinar miklu sviptingar á fjármálamörkuðum í Asíu hafi áhrif hérna á Íslandi. Hér er frétt á RÚV um áframhaldandi fall á Asíumörkuðum Hér er vídeóið frá CNBC frá gærdeginum
Núna er stór hluti af veltu banka tengdur starfsemi erlendis. Kína verður alltaf stærri og stærri aðili á alþjóðamarkaði. Þar er skrýtið ástand - miðstýrt ríkishagkerfi í kommúnistaríki og svo líka markaðshagkerfi í alþjóðaviðskiptum. Ein af ástæðum fyrir lágu gengi dollara er fastgengisstefna kínverskra valdhafa, það er eina tækið til að tempra kínverskan innflutning í USA.
Það virðist nú ekki ljóst hversu djúp og kröpp þessi peningalægð er en það er ekki séð fyrir botninn á henni. Hér er síðasta fréttin á BBC: Word Slump hit Second Day
Dow Jones hríðfellur: Lækkaði um 500 stig en rétti lítillega úr kútnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.