Samt reykir fólk

ekki-reykjaFólk á meira á hættu að fá krabbamein vegna erfða en það eru líka fjölmargir umhverfisþættir sem valda því að við erum líklegri til að fá krabbamein.  Í mlb.is var sagt frá málaferlum í Bretlandi þar sem kona vann mál en hún taldi sig hafa orðið fyrir asbestmengun í tengslum við vinnu föður síns.

Það má í þessu tilviki benda á að talið er að 79. þúsund manns deyi í Evrópu á hverju ári af völdum óbeinna reykinga.  Þá er ekki verið að tala um alla þá sem deyja vegna eigin reykinga. Samband reykinga og krabbameina hefur verið lengi þekkt. Það er auglýst stórum stöfum á öllum reykingapökkum. Það er bannað að auglýsa sígaréttur. Samt reykir fólk. Samt reykja mjög mörg ungmenni. 

Sígarettur eru sterkt og hættulegt eiturefni.  Reykingar eru fíkn sem fólk ræður illa við að hemja og fólk virðist eiga erfitt með að hætta sjálft. Ég tala af eigin reynslu, ég var einu sinni stórreykingamaður. 

Ég held að ein árangursríkasta leiðin til að gera reykingar útlægar sé að skapa umhverfi þar sem er alfarið bannað að reykja og þar sem það er gert eins erfitt og hægt er að vera reykingamaður.  Ég hlakka til þegar bannað verður að reykja á veitingastöðum.


mbl.is Veiktist af krabbameini eftir að hafa faðmað föður sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Eins og Púkinn hefur oft sagt..."fólk er fífl".

Púkinn, 21.2.2007 kl. 18:38

2 Smámynd: Ómar Kjartan Yasin

Jah..ef fólk að reykingarmenn og konur eiga erfitt með að skilja "REYKINGAR DREPA", þá hlýtur kenningin um náttúruval að vera sönnuð? Of illt?

Ómar Kjartan Yasin, 22.2.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband