16.2.2007 | 13:22
Klámleikjalandið Ísland og klámtán Reykjavík
Vörumerki fyrir Ísland er að hér sé partípleis, griðastaður þeirra karlmanna sem vilja drekka frá sér ráð og rænu umvafðir af kvenfólki og áfengi. Hér eru stelpur aldar frá unga aldri upp í að vera sýningargripir og kynlífsleikföng fyrir karla. Netheimur barna og unglinga á Íslandi hefur í mörg ár verið umlyktur þykkni af klámi, auglýsingum fyrir áfengi og efni sem er niðurlægjandi fyrir konur. Það er því ekki nema von að erlendir aðilar sem búa til klám fyrir netmiðla streymi hingað til lands og vilji halda hérna klámþing.
Hér á Íslandi eru börnin alin upp frá blautu barnsbeini við að sjá ekkert athugavert við klám og kvenfyrirlitningu og fíkniefnaauglýsingar. Þannig er til dæmis leikjavefurinn www.leikjaland.is sem virðist í fjótu bragði vera vefur fyrir krakkaleiki bara einn hluti af stærri vefsamsteypu því vefirnir www.69.is og www.pose.is eru reknir af sömu aðilum og vísa þessir vefir hvern á annan. Leikjaland er sakleysislegt andyri í það hyldýpi kláms og fíkniefna sem íslensk börn eru ginnt inn í á netrölti sínu.
Hér er skjámynd tekin 16.feb sem lýsir innhaldi þessara vefja og efnisframsetningu.
Það eru ekki áfengisauglýsingar eða kynlífsefni á leikjaland en það eru mjög áberandi tenglar og hreyfimyndir sem ginna börn inn í hina vefina og þar er helst agnið svona myndir eins og þessi af léttklæddum stelpum að pósa og það er umflotið áfengisauglýsingum (þessi mynd er með auglýsingum fyrir fjórar áfengistegundir og svo eru fimmta og sjötta tegundin auglýst á síðunni) - Hver segir að það sé óleyfilegt að auglýsa áfengi á Íslandi?
Sannleikurinn er sá að það eru sömu aðilar sem reka leikjavefi fyrir krakka á Íslandi og sem reka ógeðslega vefi fulla af áfengisauglýsingum og klámfengdum myndum löðrandi í kvenfyrirlitningu. Þessir vefir eru miðaðir við börn og ungmenni í grunnskólum og framhaldsskólum á Íslandi.
Svona hefur ástandið verið í mörg ár á Íslandi. Fyrir nokkrum árum voru vefirnir batman.is og tilveran.is vinsælustu unglingavefirnir á Íslandi, þeir voru lítið annað en daglegir tenglar í óhugnanlegt klám og samsafn af kvenfyrirlitningu. Á sínum tíma þá auglýstu íslensk fjármálafyrirtæki, bankar og stjórnmálaflokkar starfsemi sína á slíku vefjum og viðhéldu því þessari skaðræðisiðju. Núna eru að klárlega aðilar bæði innlendir og erlendir sem selja áfengi til unglinga sem viðhalda sams konar vefjum.
En það er þannig að jafnvel í sorpinu þá finnast gullmolar. Ég datt áðan á 69.9s niður á þetta stutta hljómverk sem helgað er Guðmundi í Byrginu og mér finnst það bara ansi gott.
Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Facebook
Athugasemdir
Ógnvænleg þróun.
Góður pistill.
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2007 kl. 13:45
"Hér á Íslandi eru börnin alin upp frá blautu barnsbeini við að sjá ekkert athugavert við klám og kvenfyrirlitningu og fíkniefnaauglýsingar."
Eru það bara klámóðir kvenhatandi karlmenn sem ala upp börn á íslandi? Ég hefðni nú haldið það að í flestum tilfellum væru börn landsins alin upp af körlum og konum.
Svo hef ég nú bara aldrei séð fíkniefnaauglýsingu á Íslandi. Nema þú sért að tala um fréttaumfjallanir af fíkniefnum.
Finnst þetta frekar asnaleg athugasemd.
Kristinn (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 14:04
Stundum er eins og frelsið snúist upp í andhverfu sína. Það er mjög flókið að vera foreldri í dag, margs að gæta. Takk fyrir góða pisla.
Ester Sveinbjarnardóttir, 16.2.2007 kl. 14:57
Mikið er gott að vita að netspæjarar eins og þú Salvör eru til! Afhjúpið viðbjóðslegar klámgildrur á við leikjaland.is!
Þessi óendanlega kvenfyrirlitning og áfengisdýrkun sem aumingja börnin okkar verða fyrir og venjast vegna sakleysis og leikjagleði sinnar er þjóðfélaginu til skammar.
Er ekki kominn tími til að banna áfengi, banna konum að vera léttklæddar, banna ljósmyndir, og kannski líka banna fólki að segja það sem þeim finnst á opnum vettvangi... VIÐ VERÐUM AÐ VERNDA BÖRNIN!!
Steinn E. Sigurðarson, 16.2.2007 kl. 15:20
Blygðunarkennd fólks hefur breyst og fólk á auðveldara með að vinna útúr því að hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Ef fólk er tilbúið til þess að tala um þessa hluti ólíklegra að kynferðismál séu hunsuð líkt Breiðavíkurmálin, Byrgið og jafnvel fleiri alvarleg mál sem tengist þessu viðfangsefni. Það eru góðu puntkarnir í þessari þróunn.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:28
Það verður hver að gæta hag sinna barna og frelsi til að tjá sig jákvætt. Blygðunarkennd fólks spilar inn í allt og svo margt! Góður pistill!
www.zordis.com, 16.2.2007 kl. 18:07
"..........klámfengdum myndum löðrandi í kvenfyrirlitningu"!
Elskurnar mínar!, og þá sérstaklega þú Salvör. Eruð þið alveg að tapa ykkur? Ég er búinn að vera að gramsa á þessum tenglum á leikjalandi og þá sérstaklega þeim sem myndin að ofan er tekin úr. Myndin hér að ofan er sú "versta"/ naktasta sem ég gat fundið. Á þeirri mynd sjást hvorki meira né minna en berar axlir og efri hluti brjósta. Þetta geta bæði börn og aðrir séð í hvaða fermingarveislu sem er!
Ég get ekki séð að þessar myndir séu neitt grófari en t.d. sumar myndirnar í þínu eigin albúmi hér. Skoðið t.d. mynd þar frá áramótunum síðustu og segið mér svo hver er grófari. Þessi mynd heitir xximg_0050.
Og skyldu ekki blessuð börnin hafa séð glitta í þessi áfengisvörumerki í barskápum og ísskápum foreldra sinna? Mér virðist sem að einhvers konar púritismi sé farinn að grassera á Íslandi. Erum við kannske á leið inní nýtt Viktoríutímabil?
Lifið vel
Jón Bragi
Jón Bragi Sigurdsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 18:31
Nú er ég búinn að skoða ansi mörg blogg og comment um þetta klám mál og mér finnst það nær undantekningarlaust að flestar konur séu alfarið á móti öllu því sem tengist klámi, en kallar svo aftur á móti hlyntir því. Hvernig væri það að einn kvennmaður mundi skrifa eitthvað jákvætt um klám! Ég hér með skora á allt kvennfólk sem les þetta blog að koma með eitt jákvætt komment.
Ég ætla í staðinn að segja eitthvað neikvætt um efnið. Ég er sammála um að það sé ekki æskilegt að krakkar undir lögaldri eða allavega 16 séu að skoða klám á netinu, en ég er nokkuð viss um að til séu einhverjar klámsíur sem hægt er að setja inn í tölvur sem klárir krakkar geta reyndar komist fram hjá. Þannig að besta forvörnin hjá foreldrum í því máli hlýtur að vera að fylgjast með tölvunotkunn barnanna sinna án þess kannski að vera beinlínis að njósna.
Allt klámfengið efni er slæmt ef það inniheldur: efni með einstaklingum undir 18 ára, einstaklingum sem eru tilneyddir í þáttöku þess og efni sem sýnir einhverskonar fyrirlitningu. Svo er það rétt að til eru klámlög hér á landi sem vert bera að fylgja á meðan þau eru við lýði, ef fólk er almennt ósamála þessum lögum þá ber að breyta þeim, en ekki að brjóta og hunsa þau.
Svo má nefna margt annað en mér dettur ekkert fleirra í hug.
mojo-jojo, 16.2.2007 kl. 19:17
Ég held að þú þurfir á alvarlegu raunveruleika tékki að halda. Eitthvað þarf allavega að gera til þess að tengja þig við raunveruleikan. Ef ekki, þá getur þú byrjað á því að hylja þig til toppi til táar eða flutt einhverstaðar útá útnára þar sem þú þarft ekki að sjá nokkurn mann. Fyrsta skrefið þitt er auðvitað að hætta að fara í sund, það er svo mikið af hálf-nöktu fólki þar og síðan er alveg fullt af nöktu fólki inní sturtuklefunum. Alveg stórhættulegt! Þú gætir skammast þín, eða eitthvað annað hættulegt.
Nekt er hættulegt! Mundu það! Ofbeldi er ekki hættulegt! Berjum fólk um helgar!
Jón Frímann (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:09
Það eru tveir vaxtaræktarmenn sem reka þessa vefi pose.is, 69.is og leikjaland.is þeir reka líka vefinn tveir.is og þar má finna upplýsingar um þá. Ég veit ekki hvernig íþrótt vaxtarækt er en óneitanlega þá finnst mér einkennilegt að menn sem taka þátt í einhvers konar íþróttahreyfingu séu að reka svona vefi sem virðist eingöngu ætlað að ýta undir áfengisneyslu unglinga. Minnir mig reyndar á að núna nýlega var fyrrum formaður vaxtaræktarsambandsins handtekinn með ólögleg efni.
Ég er mjög undrandi yfir að lögregluyfirvöld láti svona óátalið, er þetta ekki klárt lögbrot allar þessar áfengisauglýsingar?
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.2.2007 kl. 20:25
mojomojo þráir að einhver kvenmaður skrifi fallega um klám. Það er nú ekki alveg að ganga því samkvæmt þeirri skilgreiningu sem ég og fleiri femínistar nota þá er klám það illa og það er ekki hægt að upphefja illskuna. Best að rifja upp skilgreininguna:
"Klám er efni sem tengir kynlíf og/eða kynfæri við misnotkun eða vanvirðingu á hátt sem virðist styðja, afsaka eða ýta undir þess konar hegðun. Erótík er hins vegar kynferðislega örvandi efni sem er laust við kynjamismunun, kynþáttarfordóma og fordóma gegn samkynhneigðum og sýnir virðingu fyrir öllum manneskjum og dýrum sem þar birtast."
það sem einum finnst erótík getur öðrum fundist klám. Mér finnst myndir af nöktu fólki eða fólki í kynlífsatriðum ekki þurfa að vera klám. Mér finnst hins vegar myndir af stúlkum sem stillt er eins og leikföngum og neysluvöru fyrir karlmenn til að selja cult shaker og áfengi vera klámfengnar. Það er mjög vel útpælt kynlífsmyndmál í slíkum auglýsingum.
ég hef skrifað töluvert um klám sjá m.a. hérna.
http://www.ismennt.is/not/salvor/meinhorn/2002_05_01_eldri1.htm#77066276
http://www.ismennt.is/not/salvor/meinhorn/2002_05_01_eldri1.htm#77142415
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.2.2007 kl. 20:34
salvör - viðbrögðin sýna að þú ert að stinga á einhverjum kýlum bara með því að fjalla um þetta. Það er annars staðreynd að þessir vefir hafa hreinsað sig þónokkuð til síðan þú fórst að fjalla um þá fyrst! Þegar ég kíkti þarna eftir fyrstu greinina þá var viðbjóðsleg kvenfyrirlitning á annarri hverri mynd og gellurnar algerlega niðurlægðar, nú ganga þeir þó ekki lengra en að sýna þrjár saklausar stúlkur að gera teygjuæfingar
halkatla, 16.2.2007 kl. 21:01
Rétt ein og Mojo sagði. Það eru ekki kvenmenn sem skrífa jákvæð um klám eða kynlíf. Obbs. "Þetta er alt bara barasta,:)" hef ég heyrt frá konum. Hins vegar má ekki gleyma að þær eru verri heldur karlar þegar að viss kynlífs stíg kemur. Sem sagt. Alt neikvæðni um kynlíf, klám og að hluta erotik sem við heyrum frá konum er þeira sjálfsvörn eingöngu. Sjálfsvörn til að fela eiginleika og alt það sem þær eru með.
Hins vegar er rétt hjá Salvör að barna siður eigu ekki að fara saman með aðrar gjör ólikar siður.
Andrés
Andrés.si, 16.2.2007 kl. 21:16
vildi bara segja þér að ég var að setja inn nýjar myndir góður pistill hjá þér.kv
Adda bloggar, 17.2.2007 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.