Hvar er konan í stjórn Samorku? Hvar er konan á fundi útvegsmanna?

Ég tel og tel og reyni að finna hvort það sé einhver kona í stjórn Samorku en ég fæ út að það séu bara karlar í aðalstjórn og bara karlar í varastjórn. Finnst fólki þetta í lagi? 

Hvað er Samorka?

Samorka eru samtök veitufyrirtækja á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 1995 við samruna Sambands íslenskra hitaveitna (stofnuð 1980) og Sambands íslenskra rafveitna (stofnuð 1942). Aðilar að samtökunum eru allar hitaveitur og rafveitur landsins ásamt flestum vatnsveitum. Aukaaðilar eru fyrirtæki og stofnanir sem tengjast orku- eða veitufyrirtækjum með einhverjum hætti.

Ég held að veitufyrirtæki á Íslandi séu ekki einkafyrirtæki.  Þó fyrirtækin séu skreytt með hf þá eru þau að ég held flest í  eigu íslensku þjóðarinnar. Það getur ekki verið eðlilegt að helmingur íslensku þjóðarinnar komi hvergi nærri því að ráðskast með auðlindir Íslands. En svona er sem sé stjórnin í dag. Út af hverju ætli allir í aðalstjórn og allir í varastjórn séu karlmenn? Ætli það sé út af þessu mystiska lögmáli um að það sé alltaf verið að fá til hæfasta einstaklinginn og þar hittist svo undarlega á trekk í trekk að það séu engar konur í hópi hinna hæfustu og útvöldu til forustu?

Svona er Moggafréttin: 

Á aðalfundi Samorku var Franz Árnason, Norðurorku, kjörinn formaður stjórnar og tekur hann við formennsku af Friðrik Sophussyni, Landsvirkjun. Þórður Guðmundsson, Landsneti, kemur nýr í stjórn í stað Kristjáns Haraldssonar, Orkubúi Vestfjarða. Kristján er varamaður í nýrri stjórn og kemur þar inn í stað Páls Pálssonar, Skagafjarðarveitum.

Ný stjórn á að öðru leyti eftir að skipta með sér verkum en hana skipa nú:

Ásgeir Blöndal, Selfossveitum, Franz Árnason, Norðurorku, formaður, Friðrik Sophusson, Landsvirkjun, Guðmundur Þóroddsson, Orkuveitu Reykjavíkur, Júlíus Jónsson, Hitaveitu Suðurnesja, Tryggvi Þór Haraldsson, Rarik og Þórður Guðmundsson, Landsneti.

Varamenn:

Dagur Jónsson, Vatnsveitu Hafnarfjarðar, Hreinn Hjartarson, Orkuveitu Húsavíkur og Kristján Haraldsson, Orkubúi Vestfjarða.

Ég fór óvart inn á landsfund félags íslenskra útvegsmanna fyrir nokkrum árum og tók þetta vídeóbrot. Þetta er skemmtiefni sem ég býð upp á núna á föstudagskvöldi þ.e. að finna konurnar í stjórn samtaka veitufyrirtækja á Íslandi og finna konurnar sem sjá má á þessu vídeóklippi af landssambandi útgerðarmanna.

Eru stjórnmálamenn sem bjóða okkur upp á þessa stöðu í íslensku samfélagi á árinu 2007 trúverðugir þegar þeir tala um jafnrétti kynjanna?


mbl.is Franz Árnason nýr formaður Samorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Þetta er alveg frábært! Var þessi með ljósa hárið eina konan eða var þetta maður með sítt hár? Kannski var þetta bara kona að bíða eftir manninum sínum!!

Bæði orkugeirinn og sjávarútvegurinn eru hrútaklúbbar, enda eru sjónarmiðin eftir því. Orkugeirinn rýkur blindur áfram veginn með fornaldarsjónarmið gagnvart arfleifð þjóðarinnar, náttúru landsins. Leynt og ljóst er stefnt að einkavæðingu auðlindanna.

Dofri Hermannsson, 9.2.2007 kl. 21:21

2 Smámynd: Sigurjón

Hmmm...

Er það endlega svo slæmt í eðli sínu að karlar séu í meirihluta í einhverju fyrirtæki?  Er endilega nauðsynlegt að konur séu 50% af öllu?

Bara spurningar af minni hálfu...

Sigurjón, 10.2.2007 kl. 02:41

3 Smámynd: Sigurjón

...og hvenær fáum við svo að sjá allt myndbandið?

Sigurjón, 10.2.2007 kl. 02:44

4 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Er þetta ekki orðin frekar þreytt umræða um kynjahlutfall hér og þar, kanski engin kona hafi boðið sig fram þarna, kanski engin kona hafi haft áhuga. Á kanski bara að draga konur inn til helminga hvort sem þær vilja eða ekki. Persónulega er mér nákvæmlega sama hvort konur eru 0% eða 100% í stjórn samorku, LÍÚ, samfylkingunni, bönkunum eða bara hvar sem er, enda bara bull að kynferði eigi að ráða hvernig skipast í stjórnir fyrirtækja eða félaga.

Anton Þór Harðarson, 10.2.2007 kl. 12:58

5 Smámynd: Púkinn

Púkinn bendir á að margir þeirra einstaklinga sem stjórna orkufyrirtækjum eru verkfræðingar.  Stærsti hluti þeirra nemenda sem hefja nám í verkfræði eru karlkyns.  

Ef konur vilja frama í svona störfum, hvers vegna fara þá svo fáar þeirra í svona nám - Er Rannveig Rist eitthvað skrýtin?

Púkinn, 10.2.2007 kl. 15:14

6 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

EF við lítum í kringum okkur má sjá karla.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 11.2.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband