4.2.2007 | 02:48
Opinn hugbúnaður fyrir framhaldsskólanema í París
Í fréttinni French students to get open-source software on USB key kemur fram að yfirvöld í Frakklandi ætla að dreifa USB minnislyklum með opnum hugbúnaði í byrjun næsta skólaárs til allra framhaldsskólanema í París. Vonandi vekur þetta áhuga íslenskra menntamála- og fræðsluyfirvalda. Þetta væri sniðugt að gera einnig hérlendis.
Það er líka líklegt að Internetsamband í París verði ókeypis í framtíðinni, ég held nú að það sé víða unnið að því í stórborgum, sums staðar eru heilu göturnar orðnir heitir reitir þar sem allir komast ókeypis í netsamband. Reyndar held ég að það yrði líka lyftistöng fyrir þorp á Íslandi að öllum bjóðist ókeypis netsamband, það er að renna upp sá tími að ferðamenn eða þeir sem hafa valið að hafa annað heimili í þorpum til að dvelja þar stuttan tíma í einu telja ómissandi að hafa alls staðar netsamband. Þorp sem eru vel tengd og bjóða aðkomufólki (ferðamönnum, útlendu farandverkafólki og fólki sem hefur þar aðsetur hluta af ári) auðveldan aðgang að Internetinu hafa forskot.
Það er mjög erfitt að sannfæra þá sem eru krossfarar fyrir markaðshyggju og frjálshyggju um gildi þess að gefa verkfæri og veita ókeypis þjónustu. En sannleikurinn er bara sá að það eru að molna niður mörg þau viðskiptalíkön sem við höfum fylgt varðandi samskiptabúnað og miðlun á upplýsingum. Í því undarlega millibilsástandi sem núna ríkir þar sem höfundarréttarlög eru alveg á skjön við veruleikann sem er í vinnu og miðlun á Netinu þá er eina vitræna leiðin fyrir skóla og þá sem vilja og verða að fylgja lögum að nota opinn hugbúnað og nota efni sem er opinn aðgangur að og leyfi til að afrita og vinna áfram með. Sem betur fer þá vex slíkt efni dag frá degi. Við stofnuðum í haust íslenskt félag áhugafólks um opinn hugbúnað í skólastarfi og við höfum reynt að vekja athygli á gildi opins hugbúnaðar. Sigurður Fjalar skrifaði bréf til Reykjavíkurborgar.
En hér er hluti af þessari frétt:
San Francisco (IDGNS) - French authorities will give out 175,000 USB memory sticks loaded with open-source software to Parisian high-school students at the start of the next school year. The sticks will give the students, aged 15 and 16, the freedom to access their e-mail, browser bookmarks and other documents on computers at school, home, a friend's house or in an Internet café -- but at a much lower cost than providing notebook computers for all, a spokesman for the Greater Paris Regional Council said Friday.
It's a way to reduce the digital divide, said spokesman Jean-Baptiste Roger.
The sticks will probably contain the Firefox 2 Web browser, Thunderbird e-mail client, an office productivity suite such as OpenOffice.org 2, an audio and video player, and software for instant messaging, he said.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 03:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.