20.1.2007 | 14:51
Göfugt að gefa í velferðarsjóð til að göfga mannlíf
Það er ánægjuleg frétt að Ingibjörg og Ólafur í Samskip skuli hafa stofnað velgerðarsjóð til að göfga mannlíf á Íslandi og aðstoða við verkefni í þróunarlöndunum. Vonandi styrkir þessi sjóður íslensk verkefni á sviði mennta og menningar og verkefni í þróunarlöndum sem miða að því að gera fólk sjálfbjarga til framtíðar.
Ég held að verkefni sem miða að því að flytja þekkingu og færni inn í þróunarlönd og tengjast stórum sameiginlegum alþjóðlegum verkefnum þar sem margir leggjast á eitt eins og One Laptop per Child verkefnið og menntun tengd því verkefni sé líkleg til að skila árangri og eitt af því mest spennandi sem unnið er að núna varðandi þróunarmál. Þau verkefni er mjög í anda þess "open source" og "open content" hugsunarhátts sem eru þeir undirstraumar sem nú flæða um hafdjúp hins nettengda heims. Talandi um það verkefni þá má geta þess að forkólfurinn að því verkefni er Nicholas Negroponte maður sem ég hef lengi haft aðdáun á vegna hugsjóna og djúphygli hans í skólamálum (sjá t.d. þennan pistil frá 1998 eftir mig um hugmyndir hans) og hugmyndum um hið nýja tæknivædda samfélag. Eldri bróðir Nicholasar er John Negroponte sem er nú ekki beint þekktur fyrir hugsjónastarf.
Þróunarverkefni sem miða að því að auka menntun og valkosti og þá verkefni sem sérstaklega að því að bæta menntun og aðstöðu stúlkubarna til að læra eitthvað í þróunarlöndum eru líklegust til að skila til langs tíma mestum árangri. Mikið af félagsmótun fer fram á heimilum í bernsku og það er víða í samfélögum konurnar sem varðveita menninguna og miðla henni áfram og ala upp börnin. Það virðist fara saman að þar sem stjórnarfarið er afleitast og kjör almennings kröppust þar er kúgun kvenna líka mest.
En það er ánægjulegt að efnafólk deili auðævum sínum á þennan hátt með heimsbyggðinni. Það er að láta verkin tala að gera svoleiðis.
Gefa einn milljarð króna í velgerðarsjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Facebook
Athugasemdir
Ég viðurkenni faglegan vanmátt minn og andlega fátækt, sé ég að misskilja eitthvað, ég er jú aðeins bifvélavirki. Mér sýnist hins vegar að ekki sé verið að gefa eitt eða neitt, nema kannski einhverjar glataðar vaxtatekjur og þá glötuð fjárfestingatækifæri með þeim tekjum. Aukinheldur hefur nákvæmlega ekkert verið gefið enn, nema yfirlýsing til fjölmiðla. Verði fé gefið, svo sem lofað er, verður það í fyrsta lagi eftir eitt ár. (snemma árs 2008). En jákvæðar auglýsingar fyrir fólk kosta sitt, skki síst þegar það sama fólk hefur staðið í mannorðsniðurbrjótandi málaferlum við nágranna sína í Staðarsveit árum saman.Það er enginn milljarður gefinn. Hann er settur í sjóð sem þau hjón stjórna sjálf, þannig að þeim er í sjálfsvald sett hversu lengi þessi milljarður, heill eða í hlutum, er látinn liggja þar inni. Það eru vaxtatekjur þessa sjóðs sem þau hjón hyggjast "gefa" til góðgerðar- og velferðarmála. Og hvaðan koma svo þessir vextir? Vextir myndast vanalega af bankainnistæðum og ég geri, í einfeldni minni, ráð fyrir að hér sé um að ræða þess konar vaxtatekjur. Bankarnir borga sem sagt þessa vexti, 100-150 milljónir á ári. Af hvaða peningum borga bankarnir þessa vexti? Væntalega af innkomu sinni. Hver er innkoma bankanna? Líklegast vextir af útlánum, ekki satt?Það skyldi þó ekki vera að ég væri sjálfur að borga minn hluta nefndra 100-150 milljóna, með afborgunum mínum af bílalánum, húsnæðislánum, Yfirdráttum, dráttarvöxtum og fleiri þeim gjöldum sem ég verð að sætta mig við að greiða af því ég á ekki milljarð í banka?Hver gaf hvað?
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 15:44
já þetta var sérlega gleðileg og upplífgandi frétt
halkatla, 20.1.2007 kl. 15:51
Sammála ,Ólafur kom inn í Skipadeild SÍS sem starfsmaður Landsbankans í umboði Sverris Hermannssonar.Varð forstjóri ,fékk banka að gjöf(ásamt Finni Ingólfs sem var gjaldþrota) and the rest is history.
Stefan (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.