Bjarni Harðarson er sigurvegarinn

Ég vil óska Bjarna Harðarssyni til hamingju með árangurinn í prófkjöri Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. Hann er mesti sigurvegari þessara kosninga.  Guðni Ágústsson er feikivinsæll og stóð alveg af sér áhlaupið og þetta er nú svo sannarlega ekki eina orusta hans á árinu. Það er gaman að heyra að alltaf hefur Guðni hlýleg orð um andstæðinga sína jafnvel þó þeir hljóli í hann og vilji ekkert heitara en velta honum úr sessi. 

Það var nú fyrirsjáanlegt að Hjálmar Árnason myndi ekki taka sæti á lista  í alþingiskosningunum næstu ef hann lenti í þriðja sæti. Það er engin von um þingsæti þar og sitjandi þingmaður sem hefur beðið ósigur í prófkjöri er að sjálfsögðu ekki sáttur við þann sess.

Ég vona að Bjarni Harðarson verði einn af framtíðarleiðtogum Framsóknarflokksins. Ég hef fylgst með skrifum hans og hann er afar ritfær, skarpur og framsýnn maður.   Svo er líklegt að Eygló Harðardóttir verði í þriðja sæti og hún er afar efnileg í stjórnmálum. Þau eru bæði bloggarar hérna á moggablogginu (Bjarni og Eygló). Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

 


mbl.is Hjálmar Árnason hættir í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband