Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2020

Ammoníum-nítrat í Áburðarverksmiðjunni og vöruhúsi Eimskips

2020_Beirut_explosions_pic_2

Það var árið 2015 og mikið um að vera eins og vanalega í kínversku hafnarborginni Tianjin. Höfnin þar er ein umsvifamesta í Kína. En skyndilega urðu gríðarleg sprengingar þegar miklar birgðir af ammoníum-nítrati sprungu í loft upp. Fjölmargir létust, flestir voru það slökkviliðsmenn og björgunarfólk. En hvernig gerðist það? Ammoníum-nítrat á ekki að springa svona út ef engu. Við rannsókn kom í ljós að sprengingin varð þegar  efnið nitroselluósi  sem er uppistaðan í  naglalakki þornaði of mikið upp of ofhitnaði og í því kviknaði og sá eldur olli sprengingu í nærliggjandi geymum sem innihéldu sprengiefni, sprengiefnið ammoníum-nítrat sem einmitt núna olli gríðarlegri eyðileggingu í Beirút í Líbanon. Það kom í ljós að miklu meira af hættulegum efnum en leyfilegt  var geymt á hafnarsvæðinu og sprengiefni var geymt 600 m frá íbúðarsvæði sem var brot á kínverskum reglugerðum, það er bannað að geyma slíkt í minna en 1000 m fjarlægð frá íbúðabyggð.

2015_Tianjin_explosion_-_Crop

Sennilega hefur sprengingin í Tianjin orðið til þess að margir hrukku við og fóru að athuga sinn gang varðandi hvernig eldfim efni og sprengiefni eru geymd. Ef til vill hefur það orðið til þess að skrifuð var skýrsla í Líbanon þar sem vakin var athygli á að á hafnarsvæðinu þar væru miklar ammoníum-nítrat birgðir og stórhætta stafaði af því. Ég veit ekki hvað varð til að skýrslan var skrifuð en það hefur komið í ljós núna í fréttum að henni var stungið undir stól af stjórnvöldum í Líbanon. 

Það er mjög líklegt að það komi í ljós að eitthvað svipað hafi gerst núna í Líbanon, að geymslan á þessu mikla magni af Ammoníum nítrati hafi misfarist. Ég hef séð yfirlýsingar um að það sé engin hætta á Íslandi, engar svona birgðir séu neins staðar.

En ég fann á vefnum  auglýsingu frá íslensku fyrirtæki frá 2010 það sem boðnir eru eins tonna sekkir af ammoníumnítrati á spottprís og ef fólk vill kaupa mikið magn (mörg tonn væntanlega) þá sé það afgreitt frá vöruhúsi Eimskips.

Hér er auglýsingin:

ammonium-nitrat-auglysing-2010-2

Og hvað með Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi, er alveg öruggt að þar séu engir geymar af ammoníum-nítrati geymdir einhvers staðar niðurgrafnir á svæðinu? Ég er ekki alveg viss um að nákvæmar upplýsingar séu aðgengilegar um framleiðslu eða fyrirætlanir varandi þá verksmiðju. Sem var byggð með Marshall-aðstoðinni og að því er rógtungur sögðu á sinni tíð að væri sem dulbúin sprengiefnaverksmiðja/sprengiefnageymsla. Áburðarverksmiðjan var örugglega hið mesta þjóðþrifafyrirtæki og hafði ekkert með hernað að gera þó hún hafi verið styrkt af Marshall fé, ekki frekar en Glergerðin sem líka var byggð fyrir Marshallfé.

En það fundust um árið margar tunnur fullar af arseniki, svo miklu að það nægði til að drepa alla Íslendinga nokkrum milljón sinnum og þær tunnur voru sannarlega geymdar um langt skeið undir glerfjalli á athafnasvæði Glergerðarinnar - undin glerbrotafjalli úr öllu ónýta glerinu sem varð til þegar Íslendingar voru að reyna að ná tökum á að gera almennilegt rúðugler og tókst það víst aldrei svo glerverksmiðjan hætti og áburðarverksmiðjan lifði víst heldur ekki lengi.

Hér er skýrsla um sprenginguna sem varð í Áburðarverksmiðjunni árið 2001

Tenglar

Sprengingin í Beirút ban­væn í allt að 2,5 kíló­metra radíus

What is ammonium nitrate, the chemical that exploded in Beirut?

Tianjin chemical blast: China jails 49 for disaster (frétt frá 2016)

 Hér er fréttin sem var á Rúv um Beirút sprenginguna:

Ammoníum-nítrat, efnið sem olli spengingunni í Beirút í gær, hefur ekki verið framleitt hér á landi síðan framleiðslu í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi var hætt rétt eftir aldamót. Þetta segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur á öryggis- og tæknisviði Vinnueftirlitsins, í samtali við fréttastofu.

Síðan Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi var lokað hefur áburður verið fluttur inn hingað til lands á hverju vori. Guðmundur segir að þótt innflutti áburðurinn innihaldi ammóníum-nítrat sé hann blandaður með öðrum efnum sem gera hann stöðugan, og að sprengjuhættan af honum sé því mjög lítil. Hann sé notaður um leið og hann er fluttur inn og því ekki geymdur í neinu magni. 

Efnið notað í sprengjuvinnu

Guðmundur segir að hreint ammoníum-nítrat sé þó notað í einhverjum mæli í sprengjuvinnu hérlendis. Sérstök réttindi þurfi til að kaupa hreina efnið og það sé hvergi geymt í miklu magni. „Það má enginn kaupa það sem ekki hefur tilskilin réttindi. Og þá þarf fólk að sitja námskeið um meðferð sprengjuefna og taka próf og hafa gild réttindi. Og það er ekki geymt í neitt miklu magni“.  Hann segir það aðeins geta sprungið við sérstakar aðstæður og ekki vera gert sprengjuhæft fyrr en á sprengjusvæðinu. 

Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar, telur einnig víst að hvergi á Íslandi sé ammoníum-nítrat geymt í neinu magni. Eins og Guðmundur segir hann að áburður sem notaður er hér á landi sé blandaður með öðrum efnum sem gera hann stöðugan og að sprenging gæti ekki orðið nema með samverkandi áhrifum ótal þátta.

Myndir eru frá commons.wikimedia.org


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband