Bloggfærslur mánaðarins, júní 2020

Gunna var í sinni sveit - rasismi og kvenfyrirlitning

spring-parade

Lagið um sveitastúlkuna Gunnu sem kemur til borgarinnar með mjólkurbílnum og leigir sér kvistherbergi upp við Óðinstorg og býður engum heim til sín og bragðar ekki vín endar alls ekki þannig. Þetta er ekkert skátalag til að raula við varðelda og kyrja í rútubílum. Nema fjögur fyrstu erindin.

Í upprunalega textanum sem sunginn var inn íslensku þjóðina í revíunni Halló! Ameríka sem var á fjölunum í Iðnó árið 1942 var líkami Gunnu landslag, saga og stríðsvettvangur og í þessu eina lagi sem varð svo makalaust vinsælt þá er troðið saman kvenfyrirlitningu og rasisma. Hugmyndin að laginu og sama lag er sungið í kvíkmyndinni Spring Parade frá 1940 og sú mynd byrjar reyndar líka á sveitastúlku sem kemur niður úr fjöllunum með geit, sjá skjámynd hér til hliðar og tengingu í bíómyndina á Youtube hér að neðan. 

Ef öll erindin eru sungin í söngnum um Gunnu þá flytur hún úr sveitinni á mölina og gefur sig fyrst að breskum hermanni og þiggur af honum fé og situr við drykkju niðri á Borg og síðan þegar breska hernámsliðið fer þá kynnist hún þeldökkum bandarískum hermanni sem lokar á samband við hana þegar hún verður ófrísk og svo  eignast hún  tvo þeldökka drengi sem hún "gefur bænum" sem sennilega er eitthvað rósamál um að bærinn hafi kostað framfærslu þeirra.

Í byrjun bragsins er Gunna sögð helst til feit og hún fer úr sveitinni í borgina og sollinn og tútnar út og bætir við sig pundum en skreppur svo saman og verður flott og fín þangað til það fer að sjást á henni barnsþykkt en bandaríski hermaðurinn vill hana ekki nema hún sé mjó, sem er sennilega rósamál um að hann yfirgefi hana þegar hún verður ófrísk.  Líkami Gunnu er þannig vígvöllur hernámsliðs  bæði breska og bandaríska hersins. Tungumálið íslenskan tapast líka þegar líður á lagið og Gunna sem aldrei hafði rödd er núna komin með "voice" og gefur bænum börn en kyni þeirra og litarafti er lýst á ensku. Ég veit ekki hvað orðalagið "til koys" merkir þegar Gunna leggst á sæng, veit ekki hvort það er enskt eða danskt slangur "gå til køjs" sem merkir að fara í bælið. Ef þetta er þannig dönskusletta þá gæti merkingin verið tengja örlög stúlkunnar við þær tvær herraþjóðir sem gunnur þessa lands hafa þjónað.

En hér er textinn Gunna var í sinni sveit. Ég setti erindin sem ekki eru venjulega sungin í rautt letur og skrifaði þau upp eftir söngkonunni Rúnu sem syngur allt kvæðið inn á Youtube myndband og miðað það sem ég las í  14. kafla í nýlegri bók "Gullöld Revýunnar".

Gunna var í sinni sveit

Gunna var í sinni sveit
saklaus prúð og undirleit,
hláturmild, en helst til feit,
en hvað er að fást um það.

Svo eitt haust kom mærin með
mjólkurbíl um leið og féð,
henni var það hálft um geð,
en hvað er að fást um það.

Svo leigði hún sér kvistherbergi
upp við Óðinstorg
og úti fyrir blasti við
hin syndumspillta borg.

Engum bauð hún upp til sín
og aldrei hafði hún bragðað vín,
horfði bara á heimsins grín,
en hvað er að fást um það.

Svo varð hún lokst á vegi manns
verndara þessa kalda lands
oft er dyggðin beggja blands
en hvað er að fást um það.

Austantjalds gekk allt svo trekkt
og aldrei hafði hún fyrir þekkt
hve gljálífið er girnilegt
en hvað er að fást um það.

Og eftir þetta skyldi hún ekki
neitt í sjálfri sér

hve sein hún hafi verið
til að kynnast þessum her.

Sem að engum gefur grið,
í glímunni um kvenfólkið
hún elskaði svona úrvalslið
en hvað er að fást um það.

Eftir þennan fyrsta fund
fór hún til hans hverja stund
og eignaðist svona pund og pund
en hvað er að fást um það.

Seinna varð hún flott og fín
fór á Borg og drakk þar vín
Hernámið var hennar grín
en hvað er að fást um það.

Nú var eftirleikur
og hún lifði í einum rús
við milljónera og lávarða
var hún orðin dús

en alltaf vildi hún vera fitt
og sagði við þá þetta er mitt
Mér er svo sem sama um hitt
en hvað er að fást um það.

Þegar Bretinn burtu fór
brá hún á leik með Grand Mayor
sem hafði dáldið dökkan bjór
en hvað er að fást um það.

En karlinn sá hvar klukkan sló
og hvaðst nú þurfa næði og ró
hún gæti aftur orðið mjó
en hvað er að fást um það. 

Á Landspítalann Gunna fór
og lagði sig þar inn
og lengi stóð ekki á
að kæmi rétti dagurinn

Þá gekk hún hýr og glöð til kojs
gaf bænum tvo litla nigger boys
og sagði með sinni sætu voice
já, hvað er að fást um það.

Hér syngur Rúna braginn  í heild, öll erindin. 

Hér eru tenglar um Ástandið

Love in the time of War Valur Gunnarsson
Mynd af hermannaballi sarpur

Hér fyrir neðan er  kvikmyndin Spring Parade frá 1940 sem byrjar eins og bragurinn um Gunnu, byrjar á sakleysislegri sveitastelpu sem kemur til borgarinnar, ekki í mjólkurbíl heldur gangandi niður úr fjallinu með geitina sína. Textinn er fyrir neðan og hann er töluvert sakleysislegri en íslenski bragurinn.

Hér er söngurinn sem sveitastúlkan syngur í kvikmyndinni frá 1940
Fyrir neðan er textinn. Hann er ólíkt sakleysislegri en íslenski textinn.

It´s Foolish but it´s Fun

Lag úr kvikmyndinni Spring Parade 1940 
I love to climb an apple tree
Though apples green are bad for me
And I'll be sick as I can be
It's foolish but it's fun
 
While wise men seek your time and space
And get all wrinkled in the face
From loafing in some shady place
It's foolish but it's fun
 
If it should ever come to pass
That I inherit wealth
I'll eat and drink and drink and eat
Until I wreck my health
 
I love to ramble over lea
And chase the busy bumble bee
Though the bee may light on me
It's foolish but it's fun
 
When thunder storms put folks to rout
And no one dares to venture out
That's when I love to slosh about
It's foolish but it's fun
 
I like to be on friendly terms
With pollywogs and mangle worms
And all the very deadly germs
It's foolish but it's fun
 
I love to sit beside a brook
And wait for fish to bite
And though they never do
It's nice to think perhaps they might
 
While others climb the mountains high
Beneath the tree I love to lie
And watch the snails go whizzing by
It's foolish but it's fun
 
I want to sing, I want to waltz
My heart is doing somersaults
I love this world with all its faults
It's foolish but it's fun
 
I want to walk a garden wall
Especially a wall that's tall
And if I fall, I fall that's all
It's foolish but it's fun
 
I want to climb a steeple
And I want to ring a bell
So I can tell the people
That I like them all so well
 
The grass is green, the sky is blue
The cows go moo, the cuckoos coo
I want to be a cuckoo too
It's cuckoo but it's fun
 
Heimild: Musixmatch
Lagahöfundar: Gus Kahn / Robert Stolz / Ernst Marischka
Texti við It´s Foolish but It´s Fun

Höfundar að íslenska laginu (amk 4 fyrstu erindum) eru að ég best veit Bjarni Guðmundsson / Haraldur Á Sigurðsson


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband