Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020
2.12.2020 | 14:51
Rauðagull Íslands
Forsíða Sveriges Natur 25. nóv. 2020
Ísland er land sem á mikið undir góðri ímynd. Ímynd sem hefur tekið mörg ár, marga áratugi að byggja upp. Það er skondið núna að reynt er að lokka dugandi fólk til landsins og lofa þeim skattfríðindum. Þetta er bara eins og þegar forfeður okkar og formæður fyrir meira en þúsund árum flykktust hingað líka út af skattfríðindum - til að koma sér hjá því að greiða skatta til Harald hárfagra Noregskonungs. En það klikkaði víst þá markaðsetning á landinu sem samastað með því að tengja nafn landsins við ís. Það virkaði ekki vel fyrir þúsund árum en kannski er ís og snjór og bráðnandi jöklar bara eftirsótt í dag, það er að verða svo sjaldgæft.
En ímynd Íslands er líka einhvers konar frelsi, víðerni, hreint loft, hálendi og óbyggðir og búskapur í sátt við náttúruna, lífríki í hafi og lífríki í lofti, fuglabjörg og haf. Líka sveitir og bæir þar sem er unnið í sátt við náttúruna og farið vel með menn og dýr og orka beisluð á vistvænan hátt. Og sum af dýrum Íslands hafa orðið táknmyndir fyrir landið og náttúru þess og má þar sérstaklega nefna fálka fyrr á öldum og núna í dag lunda og hjá sumum æðarfugl og svo íslenskt hestakyn og íslenskt sauðfé og íslenskar geitur.
Góð ímynd Íslands fær fleiri til að fýsa að koma hingað og setjast hérna að, alla vega um stundarsakir og góð ímynd Íslands fær líka fólk til að vilja kaupa íslenskar vörur og góð ímynd Íslands verður líka til að fólki langar til að koma hingað sem ferðamenn.
Ísland er í augum margra hin ósnortna og óspjallaða land, náttúruparadís, land sem er griðastaður frá hinum ofurþéttbýlu svæðum þar sem mengunarský stíga upp yfir borgum og ekkert gæti verið fjarri ímynd Íslands heldur en þrautpíning og þauleldi í fæðuframleiðslu heimsins. En er víst að svo verði um alla tíð?
Við horfum á grannríki okkar og fyrrum nýlenduherradæmi Danmörk sem fyrir örfáum mánuðum hafði orð á sér fyrir að vera mikið fyrirmyndarríki, þar væri velferð mikið og allt hannað með náttúru og vistvænt hugsun í huga.
Minkauppvakningar í Danmörku
En núna er ímynd Danmerkur uppvakningar zombieminkar , einhvers konar hryllingsatriði í Hamlet uppfærslu nútímans, hvítir minkar sem hafa tútnað út og risið upp úr gröfum sínum eins og til að minna okkur á fjöldaaftökur danskra minka og lífið á dönskum minkabúum, eins og til að minna okkur á hin vistvæna Danmörk sem við héldum svo er líka stærsti útflytjandi minka í heiminum og það stóð til að drepa 50 milljónir minka þar. Burtséð hvað okkur finnst um loðfeldarækt þá er þauleldi eins og stundað var á dönskum minkabúum ávísun á plágur sem berast í fólk og milli minka. Og það gerðust hræðilegir hlutir sem hræddu vísindamenn og stjórnmálamenn. Það kom fram sérstakt afbrigði af Cóvid á dönskum minkabúum, afbrigði sem barst í menn en aðeins 12 manns smituðust af þessu en ef þetta afbrigði hefði dreifst út og yfir heiminn þá hefði næsti faraldur af Covid kannski verið kallaður Danska minkaveikin og við hefðum þurft að bíða aftur árum saman eftir bóluefni við því. En það er talið að þúsundir minka hafi sloppið út í náttúruna úr dönsku minkabúunum og það eru núna áhyggjur að smitaðir minkar muni smita dýr í náttúru Danmerkur.
Blóðeldi á Íslandi
En alveg eins og ímynd Danmerkur er núna minkauppvakningur og fjöldaslátrun á minkum þá gæti farið svo að einhvern tíma í framtíðinni verði erlendis talið eins hrollvekjandi hvernig farið er með dýr á Íslandi sem einn lítinn lið í þauleldi nútímans. Hvernig ekki er lengur hugsað um að nota líkama dýra til átu, eða nota afl dýrs til flutninga eða plæginga heldur hugsað um að tengja sig beint við æðakerfi dýrsins og sjúga blóð þess og lífsþrótt.
Og hvaða íslenska dýr er það sem gæti í ímynd heimsins verið eins óhugnanlega og dönsku minkauppvakningarnir? Það er það dýr sem við hefðum síst haldið, það er íslensk hryssa, fylfull hryssa, hryssa sem gengur með folald og vegna þess að líkamai hryssu framleiðir sérstök efni á meðan hún gengur með folaldið þá hefur myndast iðnaður sem gengur út á að sjúga blóð úr sumum hryssum, fimm lítra vikulega í nokkrar vikur til að afla efnis í hormón sem virkar þannig að hann gagnast sérstaklega til að láta gyltur í þauleldi eignast fleiri grísi með skemmra millibili en náttúruleg ferli er.
Svona sem forsmekk um hvernig ímynd Íslands gæti orðið sem landsins þar sem fylfullar eða nýbornar hryssur eru keflaðar í sérstökum blóðbásum, nál stungið í háls þeirra og blóð þeirra látið fossa í ílát til að vinna í afurð sem nota á í þauleldi svína þá er þessi nýja sænska grein dýraverndunarsamtaka þar í landi. Hér er tengill í greinina um rauðagull Íslands:
Mikið tækifæri fyrir landið allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)