Ekki tilbúinn til að deyja

Ég lenti í Stansted London 21. júlí 2005 og við tókum rútu niður í bæ. Það fannst einhver bakpoki sem enginn kannaðist við í sæti í rútunni og farþegar urðu áhyggjufullir, þetta var jú bara tveimur vikum eftir sprengjurnar í London. Einhver fór með bakpokann út úr rútunni. Þegar komið var niður í bæ var ekki hægt að fá leigubíl og þá heyrðum að einmitt meðan við vorum í rútunni hefði verið reynd hryðjuverkaárás á nokkrum stöðum  og hverfið í Austur London sem við vorum að fara í var lokað vegna sprengju í strætisvagni þar.  Sem betur fer sprungu sprengjurnar ekki í þessari árás út af einhverjum tæknilegum málum. Ég var í London í nokkrar vikur og allan þann tíma var krökkt af lögreglufólki við allar samgönguæðar og mörgum sinnum á dag þá sá maður tilsýndar hópa af lögreglumönnum eða hermönnum vera að handtaka eða stöðva þá sem þeim fannst grunsamlegir. Þessir sem þóttu grunsamlegir virtust eiga það sameiginlegt að vera ungir menn, dökkir yfirlitum og sennilega af arabískum uppruna. Það var allt samfélagið gegnsósa af gífurlegri tortryggni og ég man eftir að menn af arabískum uppruna fygdu sérstökum reglum þegar þeir fóru í neðanjarðarlestirnar, þeir pössuðu sig að hafa enga tösku og vera að lesa dagblað og lögðu sig í glíma við að líta út fyrir að vera friðsamlegir og hættulausir. 

Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las söguna af Shahawar Matin Siraj hefur verið sakfelldur af dómstól í Bandaríkjunum og dæmdur í í 30 ára fangelsi fyrir áform um hryðjuverk. Það er ítarleg frásögn hérna: Anatomy of a Foiled Plot

Þó ég hafi alveg skilning á því að yfirvöld reyni hvað sem þau geta til að koma upp um hryðjuverk þá finnst mér skrýtið  að yfirvöld  noti þá aðferð að búa til  hryðjuverkahópa og afvegaleiði við það grunnhyggna, auðginnta og vitskerta unga menn og tæli þá til voðaverka.

Yfirvöld höfðu fylgst með Siraj mánuðum saman í bókabúð sem hann vann í en ákváðu svo að fá uppljóstrarann Dawadi til starfa og hann nær vináttu Siraj og  þykist vera að leggja á ráðin um hryðjuverk. Siraj og Elshafay vinur hans eru upptendraðir í þessari nýju vináttu og hatri á USA. Það verður ekki séð að um sé að ræða harðsvíraða glæpona

Hér er frásögn af því þegar Dawadi er að vinna trúnað piltanna áður en hann vélar þá til hryðjuverkaáforma: 

"During the first six or seven months of the operation, Dawadi would hang around the bookstore, he’d occasionally drive Siraj home after work, and they would have long conversations about Islam. There was some radical talk, but nothing beyond banal, mostly boilerplate hostility. But the urgency of the rhetoric and the momentum for acting on it picked up dramatically when Siraj introduced Dawadi to his friend James Elshafay in April.

Only 19, Elshafay is the American-born product of an Irish-American mother and an Egyptian father, who split up when he was very young. Overweight, sloppy-looking, and on medication for anxiety, Elshafay has been treated for psychological problems. (A comic moment on police-surveillance video, taken the day the suspects conducted their reconnaissance of the subway, shows him standing in the rain after emerging from the station, eating a falafel with the filling oozing out the sides and onto his hands.)

Cops describe him as lost: not in school, not working, and in some state of turmoil about his identity. His only friend other than Siraj seemed to be his mother, who, cops say, coddled him and drove him everywhere."

 Það virðist hins vegar ekki hafa gengið allt of vel hjá uppljóstranum Dawadi að búa til glæpinn og plana hryðjuverkin með harðsvíruðum sjálfsmorðsaröbum. Siraj talaði meira en hann vildi framkvæma og vildi svo ekkert vera með í lokasenunni sb. þessa frásögn:

"In the midst of the session, Siraj, who had from the beginning been the most vocal about his desire to commit an act of terror and had tried to project the façade of a tough guy, seemed to get cold feet. Suddenly, he told his companions he didn’t want to handle the bombs. He would help with the planning, he would go with them to 34th Street, but he didn’t want to actually go down into the subway with the explosives. “I am not ready to die,” he said."

Siraj var handtekinn og dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir hryðjuverkaáform. 


mbl.is Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir hryðjuverkaáform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband