31.10.2009 | 15:36
Vinir Íslands eða úlfar í sauðagæru?
Sá er sæll sem býr við barnalán. Eða það hélt ég þangað til fréttirnar birtust í vikunni um barnalánin. Upp komst að íslenski bankinn Glitnir sem núna heitir Íslandsbanki hjálpaði nokkrum foreldrum að reyra veðbönd utan um börnin sín. Sjaldan hefur siðleysið í íslensku fjármálakerfi og þeir þrælafjötrar sem það lagði yfir íslenska þjóð opinberast okkur betur.
En það er eins og ekkert hafi breyst eftir Hrunið, ennþá ganga kúlulánþegar og sjóðasukkarar um garða á Alþingi og sýsla í bönkum og ráðskast með fjármálalega framtíð Íslands. Það er sams konar rekstur í Glitni núna og var fyrir hrun og það stendur á heimasíðu bankans að 95% af bankanum fari í eigu kröfuhafa. Gert er ráð fyrir að aðrir bankar fari sömu leið og Íslandsbanki (áður Glitnir) og verði í eigu kröfuhafa. Aðstæður eru þannig í íslensku samfélagi að kröfur bankanna eru auðlegð Íslands, þar eru kröfur í atvinnufyrirtækin, fasteignirnar, jarðirnar og landið og miðin og kvótann og orkuna. Hverjar ætli séu skuldakröfur á sum útgerðarfyrirtæki í samfélagi þar sem sagt er að einstök kúabú skuldi núna 400 milljónir?
Hverjir eru þessir kröfuhafar bankanna? Það er mjög óljóst og hugsanlega er vísvitandi málum hagað þannig að þetta sé óljóst, það getur verið að einhverjir hafi hag af því að leyna aðkomu sinni. Hugsanlega voru einhverjir að kaupa hægt og hljótt kröfur á íslenska banka á þeim tímum sem þær kröfur voru seldar á 5 % af nafnverði eins og mun hafa verið um tíma. Hverjir keyptu þá kröfurnar? Hvað vakti fyrir þeim?
Það er sagt í fréttum að það hafi verið erlendir vogunarsjóðir sem aðeins hafi verið að taka áhættu og veðjað á að gangverðið hækki og sem ekki hafa neinn áhuga á Íslandi. Það getur vel verið að það hafi í einhverju tilviki verið þannig. En það er engin ástæða til að ætla annað en fjárfestar með langtímasjónarmið hafi gripið tækifærið og komist yfir kröfur. Þannig virkar kerfi hamfarakapítalismans.
Hér á og við Ísland eru miklar orkuauðlindir á landi og í hafi, ekki eingöngu fiskiauðlindin heldur líka yfiráðaréttur og aðgangur að svæðum sem líklegt er að auðlindaleit heimsins beinist að á næstu áratugum. Það er líka þannig þó að landfræðileg staða Íslands á Norðurslóðum virðist hvorki mikilvægt í stjórnmálaumhverfi dagsins í dag né í valdatafli stórvelda eins og sást á því þegar Bandaríkjamenn lokuðu hér herstöð sinni þá bendir allt til þess að það muni breytast. Ástæðan er bæði tengd siglingarleiðum sem opnast og baráttu um orkuauðæfi Norðurslóða.
Það er afar ólíklegt að stórir aðilar eins og norski olíusjóðurinn, kínversk stjórnvöld, rússnesk olíufyrirtæki eða kanadísk stjórnvöld hafi keypt beint kröfur á íslenska banka. En það getur vel verið að aðilar sem klárlega eiga hagsmuni að gæta hvað varðar auðlindir á Norðurslóðum hafi ýmsa milligöngumenn eða skúffufyrirtæki til að tryggja yfirráð sín á ákveðnum svæðum og tryggja valdastóla sína við ýmis samningaborð og og hugsi þá langt fram í tímann.
Þeir sem núna eru að eignast íslensku bankana og þeir sem hingað koma með fjárfestingarfé til að sölsa undir sig íslenskar auðlindir er í fjölmiðlum í dag oft lýst sem sérstökum velgjörðarmönnum Íslendinga sem hingað reki erlent fé á beit til hagsbóta fyrir atvinnulíf og framþróun á Íslandi.
En við ættum að læra á reynslunni. Við ættum að læra hvernig fór fyrir drykkjufénu sem hingað rann úr rússneskum bjórverksmiðjum eða því innlenda fé sem mergsogið var innan úr nokkrum samvinnufélögum og sett í spilavél nokkurra ófyrirleitinna fjárglæframanna.
Stórir og voldugir aðilar hafa margar leiðir til að hafa áhrif á almenningsálitið. Það kostaði og kostar lítið fé að kaupa upp íslensku pressuna og breyta henni í vettvang til að dásama einstaka aðila og einstök fyrirtæki. Og það var hægt að kaupa liðveislu stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka fyrir smáaura. Við sáum það á útrásartímanum og þá var eignarhald fjölmiðla og fjölmiðlaumfjöllun um eigendur og ævintýri þeirra einn hlægilegur skrípaleikur. Sá skrípaleikur er reyndar ennþá í gangi en við erum hætt að hlæja. Fjölmiðlun á Íslandi og krufning á veruleikanum og söguritun fjölmiðla á Íslandi fyrir og eftir Hrunið er orðinn djúpur harmleikur.
Við erum mjörg hver hrekklaus og grandalaus gagnvart umheiminum, ekki síst gagnvart fólki sem er líkt okkur sjálfum eins og aðrir Norðurlandabúar. Við erum öll sammála um að á Íslandi viljum við norrænt velferðarsamfélag, ekki samfélag þar sem fáir eru ríkir og margir bláfátækir og við teljum að norrænn stuðningur í stjórnmálum og fjármálum tryggi okkur slíkt samfélag. Það héldu líka Eystrasaltsþjóðirnar og þeirra stóra fyrirmynd voru Norðurlöndin. Núna hefur kerfi þeirra brostið eins og kerfi okkar Íslendinga og við ættum að horfa lengi og nákvæmlega á hvaða hlut sænskir bankar áttu og eiga í risi og hruni Lettlands og horfa á hvernig eða hvort nálægð og snertiflötur við sænskt velferðarsamfélag í formi kapítalískra fjármagnsflutninga hefur tryggt Lettum það sem þeir þrá, hið norræna velferðarsamfélag.
Núna upp á síðkastið hefur nokkrum sinnum birst jákvæð umræða um norska fjárfesta sem hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Þessir fjárfestar ætla að fjárfesta fyrir 20 milljarða.
Við Framsóknarmenn erum ennþá hrekklausari en aðrir Íslendingar, sennilega út af því að við horfum meira inn á við, meira til íslenskrar sveitamenningar og ætlum engum illt. Við höldum að allir séu Samvinnumenn í hjarta sínu og skilji eins og við að samvinna er farsælli en samkeppni.
Samherji minn Hallur Magnússon er afar ánægður með áhuga norskra fjárfesta á Íslandi og segir í bloggi að fjárfestirinn Endre Røsjø sé aufúsugestur á Íslandi
Hallur útskýrir líka í athugasemdadálki Andra Norsk einkavinavæðing á Íslandi? hvernig aðkoma norskra fjárfesta er með aðstoð seðlabankastjóra:
Held ég sé ekki að brjóta trúnað þegar ég upplýsi að Endre Røsjø og Ingjald Ørbeck Sørheim hófu að ræða við lykilmenn í viðskiptalífinu í vor - og hafa verið að vinna að því að fá norska fjárfesta með sér til að byggja upp íslenskt efnahagslíf.
Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst að þessum mönnum þótti illa farið með Ísland og töldu sig geta aðstoðað okkur.
Það er að sjálfsögðu eðlilegt að fyrst Svein-Harald vill aðstoða þá - og okkur Íslendinga - með því að koma á fundum við lykilmenn í lífeyrissjóðum og annars staðar - að hann geri það!
Ég er ekki eins hrekklaus og Hallur, ég held að það vaki ekki fyrir norskum fjárfestum að þeim hafi þótt illa farið með Ísland og þeir hafi talið sig geta aðstoðað okkur. Þannig vinna nefnilega ekki þeir sem hafa gengið í þjónustu hamfarakapitalismans. Núna er Ísland fjárfestingartækifæri en undir niðri krauma líka aðrir hagsmunir, hagsmunir sem varða vígstöðu á Norðurslóðum.
Í fjölmiðlum og opinberri umræðu er jákvæð umfjöllun um fjármagn frá lífeyrissjóðum og fjármagn frá norrænum fjárfestum. Vissulega tökum við undir þetta. Eru lífeyrirsjóðirnir ekki gullegg okkar, samansafnaður sparnaður kynslóða, eru Norðmenn ekki vinaþjóð okkar sem eðlilegt er að við leitum skjóls hjá á stund neyðarinnar? Og er ekki sjálfur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn stofnanir til að hjálpa ríkjum heimsins?
Veruleikinn er bitur. Við höfum mörg hver lært að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki endilega að gæta hagsmuna almennings á Íslandi, hann er gæta þess kerfis sem hrundi yfir okkur og hagsmuna þeirra sem höfðu töglin og haglirnar í því kerfi, hann er að gæta hagsmuna fjármagnseigenda.
En við höfum ekki ennþá lært að við þurfum líka að vera tortryggin á lífeyrissjóði og grandskoða hlutverk þeirra og gerðir og hvers konar spilarar þeir eru í heimi kasínókapítalismans og hvernig þeir einnig slá skjaldborg ekki utan um heimili og einstaklinga heldur utan um heimi sem þjónar fjármagnseigendum.
Og við þurfum líka að læra að treysta ekki um of norrænum mönnum sem hingað koma með fullar hendur fjár. Ef norska ríkisstjórnin eða ríkisstjórnir Norðurlanda vildu aðstoða okkur opinberlega þá getum við treyst því. En hvers vegna ættum við að treysta norskum fjárfestum sem hingað leita og halda að þeir hafi göfug markmið með aðkomu sinni?
Það er alla vega áhugavert fyrir Íslendinga að fylgjast með máli Endre Røsjø sem núna er í norskum fjölmiðlum. það er áhugavert að skoða hvernig þessi mál virðast tengjast olíulindum víða um heim og stjórnmálaítökum.
Ég tók nokkra kúrsa í háskólanum á sínum tíma í norsku svo mér finnst gaman að halda þeirri kunnáttu við og lesa öðru hverju greinar í norskum netmiðlum. Því ætla ég að fylgjast með þessum flóknu málum í Noregi og reyna að glöggva mig á þessu máli. Ég held ekki að þetta tengist eitthvað fjárfestingaráhuga á Íslandi en það er mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að erlendir fjárfestar eru ekki hjálparstofnanir og það er eins mikill munur á hjálparstofnun og fjárfestingarhóp með dulda langtímahagsmuni eins og á lambi og úlfi.
Málið í Noregi
Hafin er rannsókn á máli tengdu DNO "Saken gjelder salget av 43,9 millioner DNO-aksjer som blant annet har involvert kurdiske delstatsmyndigheter i Irak." Það er hver á þennan olíuhlut sem er mál málanna og kúrdnesku sjálfstjórnarsvæðin KRG og orkumálaráðherra þeirra Dr. Ashti A. Hawrami tengjast málinu.
Þessi sala sem var einmitt í miðju fjármálahruninu í október í fyrra þykir mjög undarleg svo ekki sé meira sagt og ekki síður hvert verðið á hlut var og allt er á huldu hver keypti. Þetta minnir nú reyndar dálítið á sömu viðskiptahætti og við höfum séð að íslenskir bankar stunduðu á þessum tíma, það var verið að poppa upp verð til að hindra algjört verðhrun. Í fréttum segir:
"DNO fikk 4 kroner per aksje for posten på over 43,9 millioner aksjer, og dermed 175,5 millioner kroner samlet. Sluttkursen fredag 10. oktober 2008 var på 2,96 kroner, og aksjen hadde falt sammen med børsen i dagene før. "
Kúrdnesku sjálfstjórnarsvæðin hafa sett eigin rannsóknarnefnd í málið og forsætisráðherra þeirra Nechirvan Barzani
Þetta tengist olíufyrirtækinu DNO. Endre Røsjø mun hafa verið milligöngumaður milli DNO og bandaríska fjárfestirins Peter W. Galbraith sem var sendiherra fyrir Clinton stjórnina og tengist bandarískum utanríkismálum. Það var fyrirtæki sem kallað er Pinemont Securities sem stýrt var af Endre Røsjø og sagt er að hafi sent 125.000 bresk pund til Galbraith í nóvember 2004 einmitt um svipað leyti og DNO samdi við kúrdnesk stjórnvöld. Á sama tíma hafi fé farið frá DNO til Pinemont.
Maður að nafni Shaher Abdulhak og Peter W. Galbraith áttu í mörg ár leynilegan hlut 5% í Tawke sem mér skilst að sé olíufélag í Kúrdistan. Sjálfstjórnarsvæðin í Kúrdistan (KRG) munu tengjast þessu. Núna er Shaher Abdulhak og eitthvað félag Porcupine (í eigu Peter W. Galbraith) í mál við DNO.
Ég átta mig ekki alveg á þessu en þetta tengist sjálfstjórnarsvæðum Kúrda (KRG) og umfjöllun í norsku pressunni um sölu á hlut í olíufyrirtækinu en KRG mun hafa brugðist illa við því og lokað á DNO um tíma.
DNO har kommet i kraftig søkelys de siste ukene, og selskapets produksjon i Nord-Irak ble stanset etter at det oppsto en kraftig disputt i forbindelse med et aksjesalg.
De kurdiske selvstyremyndighetene (KRG) truet med å kaste DNO ut av Nord-Irak og kansellere produksjonsdelingsavtalen de har med det norske oljeselskapet. I inntil seks uker var DNO suspendert fra oljekontrakten, og ville ikke få noen inntekter fra området i denne perioden.
Bakgrunnen for reaksjonen fra de kurdiske selvstyremyndighetene er store medieoppslag i Norge om eierforholdet til en aksjepost som DNO selv solgte for et snaut år siden. Her har Oslo Børs lagt press på DNO, noe som har medført at DNO-partner KRG, og ministeren for naturressurser Dr. Ashti A. Hawrami har blitt dratt inn i saken.
I september ila Børsklagenemnden DNO International et ovetredelsegebyr på en snau million kroner fordi de mener selskapet brøt opplysningsplikten. I forbindelse med dette ble det offentliggjort korrespondanse i forbindelse med aksjetransaksjonen.
Krangelen og mediespekulasjonene i kjølvannet av dette mislikte KRG sterkt, og krevde at oljeselskapet ryddet opp og gjenreiser den skade som de mente var påført omdømmet.
Finanstopp inn i DNO-saken
Profilert diplomat bak milliardsøksmålet
Abdulhak krever milliarder av DNO
Økokrim avviser DNOs kritikk
Mér skilst að þetta snúist um að sala á hlutum DNO hafi átt að vera upplýsingaskyld og aðkoma kúrdnesku KRG sjálfstjórnarsvæðana að sölunni sé umdeild. Þetta snýst líka um meint innherjaviðskipti. Sjá hérna:
Den kurdiske statsministeren mener videre at det var en uryddig mediakampanje i Norge, knyttet til omtalen av transaksjonen i slutten av september i fjor. De kurdiske myndighetene var mellommann, da DNO raskt trengte penger for å kunne drive videre i Nord-Irak. Finanskrisen gjorde pengeproblemene akutte for det norske oljeselskapet.Saken ble først omtalt i Dagens Næringsliv i høst, og deretter redegjort for av Oslo Børs. Dagens Næringsliv skrev at DNO har forsøkt å holde den nordirakiske oljeministerens rolle hemmelig i nesten ett år, etter at transaksjonen ble gjennomført den 28. september 2008. Dr. Ashti A. Hawrami hade en svært sentral rolle for DNO og selskapets virksomhet i Nord-Irak.
I en melding fra Oslo Børs ble det reagert hardt mot DNO etter brudd på flere av reglene. Det resulterte i en saftig bot på 2,4 millioner kroner for oljeselskapet.
Det var i forbindelse med at DNO solgte 43,87 millioner egne aksjer høsten 2008 at Oslo Børs reagerte. De mener at salget var informasjonspliktig siden kjøperen av en post på 4,8 prosent av aksjene i DNO og omstendighetene hadde betydning for vurderingen av selskapets prosjekter. Det ble også ansett som innsideopplysninger.
MP skoðar málefni Røsjøs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Facebook
Athugasemdir
Að sjálfsögðu, virkar kapítalismi þannig, að menn leita fjárfestinga tækifæra, vegna þess að þeir sjá gróðavon.
Á hinn bóginn, er gróði eins ekki endilega tap annars. Það fer eftir því, hvað akkúrat er fjárfest í. Ef, fjárfest er í nýrri starfsemi eða að fjárfesting leiðir til eflingar einhverrar tiltekinnar stafsemi, þannig að fleiri störf skapist og um leið tekjur aukast; þá græða miklu fleiri en bara fjárfestirinn.
Ef aftur á móti, við erum að tala um einhverja spekulation, þ.s. verið er að sækjast eftir skamm tíma gróða, getur verið að fjárfestirinn skilji eftir sig sviðna jörð, eins og þeir íslensku gerðu.
Ég held að þú þurfir aðeins að slaka á, því þ.e. of langt gengið að tortryggja alla jafnt. Þeir sem orsökuðu skaðann, voru akkúrat innlendir aðilar. Norskir aðilar, fram að þessu, hafa ekki stundað ævintýra fjárfestingar neitt í líkingur við íslensku jólasveinana.
Að auki, er vert að hafa eftirfarandi í huga:
Fyrirtæki, skulda cirka 1,8 VLF.
Ríkið skuldar cirka 1,6 VLF.
Restin af skuldunum, hleypur þá á: 0,77 VLF - sem dreifist á almenning og opinbera aðila.
Samtals, 4,17 VLF - Nettó Heildar Skuldir skv. Seðló.
Þ.s. þetta þíðir er það að, neysla verður döpur, innlend fjárfesting einka-aðila og opinberra aðila, verður einnig döpur. Þetta mun eiga við, cirka næstu 10-15 árin.
Afleiðing, dapar horfur um hagvöxt; nema að ef til komi:
Með öðrum orðum, að án utanaðkomandi fjármagns annaðhvort frá ferðamönnum eða beinum fjárfestingum, eru allar horfur á mjög döprum hagvexti hérlendis á næstu 10-15 árum, þannig að orð Sigmundar Davíðs um stórfelldan landflótta og fátæktargildru, geta mjög sannarlega ræst. Til að forðast þá útkomu, þá getur erlend fjárfesting akkúrat verið mjög mikilvæg.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.10.2009 kl. 16:28
Einar, með því að tala um hamfarakapitalisma þá er ég að vitna til sams konar aðstæðna og Naomi Klein hefur skrifað um. Þetta er greining hennar og margra fræðimanna á hvað gerist í hruni. Það hafa orðið mörg fjárhagshrun í heiminum og nóg tækifæri til að rannsaka það
Sjá hérna
The Shock Doctrine | Naomi Klein
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.10.2009 kl. 17:09
Á þessum tímum sérstaklega ber okkur að vera tortryggin og spyrja spurninganna áður en við gerum samninga. Þeir sem halda að útlendingar sem koma hingað með fullar hendur fjár séu að hjálpa okkur, ættu að hugsa sinn gang. Í stað þess að afhenda kröfuhöfum bankana ættu stjórnvöld að setja mjög ströng lög um starfsemi vogunarsjóða hér á landi. Á það hefur skort
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.10.2009 kl. 17:09
Þ.e. ekkert nýtt, að þegar stór áföll verða, þá græða einhverjir akkúrat á því ástandi.
En, á hinn bóginn, þá gleima menn oft, að sbr. Írak sem virðist greinilega mikið notað dæmi nú til dags, þá voru aðstæður til fjárfestinga alveg gríðarlega áhættusamar.
Eða, hefur einhver gleimt því að ekki var hægt að fara úr húsi, fyrir aðila er höfðu eitthvað á bakvið sig, nema annað af tveggja að umkringja sig her af öryggisveitum eða að akkúrat að koma sér fyrir þ.s. aðrir viðhalda öryggi, sbr. hið svokallaða Græna svæði.
Einnig, að ítrekaðar árásir voru gerðar á þá staði, þ.s. framkvæmdir stóðu yfir. Að auki, þurfti að verja verkamennina og jafnvel einnig fjölskyldur þeirra, svo þær yrðu ekki myrtar.
Þ.e. mjög ódýrt að gagnrína, og getur um leið skapað þér sjálfum, umtalsverðar tekjur ef bókin þín selst.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.10.2009 kl. 17:27
Einar Björn: Fyrst þú nefnir Írak þá telja margir að það stríð hafi farið á stað til að tryggja yfirráð og aðgang að oliulindum. Það hafa stríð verið háð út af því.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.10.2009 kl. 22:28
Hér er meira um þennan Galbraith. hann virðist vera sonur hagfræðingsins fræga.
http://www.historiae.org/Tawke.asp
http://www.bookbrowse.com/biographies/index.cfm?author_number=1415
http://bit.ly/3uI9zy
http://www.guardian.co.uk/world/2009/oct/04/afghanistan-elections-peter-galbraith-un
http://www.telegraph.co.uk/news/6259530/US-diplomat-claims-UN-tried-to-gag-him.html
http://www.neurope.eu/articles/96842.php
http://www.globalpolicy.org/home/168-general/48351-new-information-in-the-tawke-gate-affair-galbraith-was-also-a-paid-dno-consultant.html
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.10.2009 kl. 22:44
Skemmtilegt þetta - "margir telja". Segir sosum ekki mikið. Hef rifist mikið við fólk, sem er sannfært um, að Bandaríkjastjórn sjálf hafi skipulagt 9/11, eða á aðeins eldri tíð, fólk sem taldi alveg fullvíst að Bandaríkjastjórn hefði Aliena í haldi, á tiltekinni herstöð :)
Við skulum, taka "því sem margir telja" með þónokkrum saltkornum.
Persónulega, held ég að Bush raunverulega hafi haldið, að Saddam væri með stórt vopnabúr af efnavopnum "weapons of mass destruction" og hafi raunverulega verið hissa, þegar þau fundust ekki.
Síðan, hafi ímsir aðrir, fylgt stríðinu, af ástæðum sem voru ekki endilega þær sömu. Þ.e. þ.s villir fólki of sýn, að oft eru menn sammála um eitthvað tiltekið eða um að framkvæma eitthvað tiltekið, frá mismunandi útangspunktum.
Má vera að Cheney, hafi sem dæmis, stutt stríðið í Írak, af annarri ástæðu, en Bush.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.11.2009 kl. 00:52
Út af fyrir sig er ég sammála þér, Salvör, að það bendir margt til þess að kröfur á íslensku bankana hafi verið keyptir af mislitum sauðum, svo við orðum það kurteislega. Þess utan er ekki útilokað að bak við sum ókennileg heiti á kröfuhöfum leynist kannski nöfn, sem við könnumst við! - En ekki að tala um framsóknarmenn sem einhverja sakleysingja og hjartahreina sveitamenn. Vafalaust er svoleiðis fólk enn til í hópi kjósenda flokksins, en í þeim hópi sem ræður flokknum eru þeir ekki present. Þessi flokksræfill var yfirtekinn fyrir nokkrum árum af ansi vafasömum hópi manna og við þurfum ekki að nefna nein nöfn. Framsóknarflokkur Hermanns, Eysteins, Ólafs Jóh. og Steingríms er ekki lengur til, því miður.
Gaur (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 08:16
Já, kröfur hafa að því er virðist verið keyptar af vogunarsjóðum.
Ekki vitað, fyrir hvaða upphæðir, en hátt afskriftahlutfall þeirra er seldu til þeirra hljómar sennilegt.
Ekki endilega ástæða, að taka mikið tillit til þessara "hrægamma" - en, um er sennilega að ræða, aðila er sérhæfa sig beinlínis í þessari tegund viðskipta, að ná út því fé, sem næst, úr gjaldþrota ríkjum.
En, einmitt þ.e.þ.s. við erum, gjaldþrota ríki.
Með því að kaupa kröfurnar, þá kaupa þeir um leið, réttinn til að innheimta þær.
Við eigum, að tala við þessa aðila, með tveim hrútshornum - þíðir ekkert annað.
Einhver veimiltítugangur, er ekkert annað en það, að veita þeim aðilum óþarflega mikinn hagnað, sem er akkúrat ekki okkar hagsmunir, að verði reyndin.
Að mörgu leiti, er hagkerfi okkar, eins og spegilmynd náttúrunnar - en þá á ég við, að í ríki náttúrunnar er til staðar ískalt og miskunnarlaust samkeppnisumhverfi. Þar er sannarlega að finna hrægamma og híenur. Þær gegna sínu hlutverki.
Sama, á við um hrægamma og híenur, markaðskerfisins - þær gegna sínu hlutverki.
En, við þurfum alls ekkert, að hegða okkur eins og dautt liggjandi hræ. Þ.e. verður punktur til stjórnvalda, að íhuga.
Við eigum þverrt á móti, að sinna harðri hagsmunapólitík, á móti. Þ.e., hagsmunapólitík, með heildarhagsmuni þjóðarinnar, að leiðarljósi.
Þ.e. einmitt, okkar hagsmunir, að skulda sem minnst, að sem mestar afskriftir lendi á kröfuhöfum eða eigendum krafna, þannig að sem allra - allra minnst, lendi í þeirra vasa.
Við þurfum að haga okkur í samræmi, við það ískalda alþjóðlega samkeppnisumhverfi er ríkir, og verða eins hörð og ísköld á móti,,,annars, töpum við. Flóknara, er það ekki.
Kv
Einar Björn Bjarnason, 1.11.2009 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.