Vormenn Íslands á ferð og flugi - Sjálfstæðisæskan og Framsóknaræskan

Það er átakanlegt að fylgjast með hvernig  Sjálfstæðisflokkurinn mætir breyttum aðstæðum eftir algjört hrun á Íslandi, hrun sem að miklu  leyti má rekja til  stefnu flokksins og stjórnarhátta og þess að Sjálfstæðismenn trúðu á skefjalausa markaðshyggju og  einkavæðingu og voru slegnir þeirri blindu  að halda að drifkraftur atvinnulífs og samfélags komi úr  samkeppni þar sem hver berst við annan og sá sé bestur sem græðir mest.

Það er átakanlegt að horfa á Morgunblaðið tekið traustataki með peningum sem skotið var í skjól korteri fyrir hrun og breytt í  þröngt flokksblað til að segja sannleikann eins og eigendur blaðsins upplifa að hann ætti að vera  til að koma hagsmunum þeirra og hins deyjandi ættarveldis sem best. 

Það  er átakanlegt að horfa á ekkert breytast hjá Sjálfstæðismönnum, sama fólkið í forustu og var fyrir hrun jafnvel þó það hafi meira minna allt komið að mjög vafasömum málum.  

Það er kannski átakanlegast að sjá hvernig vinnubrögðin eru hjá ungum Sjálfstæðismönnum núna, þeim sem kannski væru líklegastir til að breyta einhverju í Sjálfstæðisflokknum. En fréttirnar af Fokker flugvélinni sem  flaug til Ísafjarðar bara til að láta ungliða kjósa vekur engar vonir um að nokkuð hafi breyst í Sjálfstæðisflokknum og vekur engar vonir um að þeir sem sigruðu í þessari kosningu muni breyta einhverju.  Það er engin virðing borin fyrir lýðræði að senda fimmtíu manna flugvél landshorna á milli með fólk eingöngu  til að kjósa. Það er áhugavert að vita hver borgaði fyrir þessar flugferðir.

Í fréttinni stendur:

 Fokker vél lenti í hádeginu á Ísafjarðarflugvelli með um fimmtíu manns sem mættu á þingið, einungis til að kjósa.

Í framboði til formanns SUS, eru Ólafur Örn Nielsen og Fanney Birna Jónsdóttir, en þau eru sögð koma úr sitthvorum armi flokksins.Fráfarandi formaður er Þórlindur Kjartansson sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður og Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður eru meðal gesta á þinginu.

Meðal gesta á þinginu voru fulltrúi ættarveldisins  Bjarni  Benediksson og fulltrúi kúlulánanna Þorgerður Katrín og fulltrúi sjóðasukksins Illugi (Sjóður 9 ). Þau eru öll ennþá í forustusveit Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að hafa verið það líka fyrir hrun og tengjast ýmsum vafasömum fjármálagerningum þá og fyrirtækjum/fyrirtækjasamsteypum sem komu við sögu.

Ólíkt hafast þau að Sjálfstæðisæskan sem smalar upp í flugvél og flýgur fólki milli landshorna bara til að kjósa á landsþingi ungra Sjálfstæðismanna og Framsóknaræskan sem nýlega hélt sinn landsfund í Mosfellsbæ og þar  var eitt af þemum þingsins hvernig hægt væri að auka siðferði og minnka spillingu í stjórnmálum. 

Það er líklegt að ungliðar stjórnmálanna í dag verði fólkið sem leiðir sína stjórnmálaflokka í framtíðinni. Og hverjum er betur treystandi, ungliðum Sjálfstæðisflokksins sem smala fólki upp í flugvélar til að kjósa eða ungliðum Framsóknarflokksins sem hafa stigið fram og heimtað breytingar og áttu stóran þátt í þeim breytingum sem urðu á forustu flokksins og þinguðu núna í ár um siðferði í stjórmálum  og hvernig auka mætti lýðræði og uppræta spillingu.

Hér er stefna SUF

Hér eru nýjustu ályktanir frá Framsóknaræskunni:

Ályktanir 35. sambandsþings SUF - Mannréttindi og lýðræði

Ályktanir 35. sambandsþings SUF - Velferð, jöfnuður og lífsgæði

Ályktanir 35. sambandsþings SUF - Menntun, menning og íþróttir

 


mbl.is Smölun í tengslum við SUS kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ótrúlegt að foreldrarnir skuli heypa börnum á svona fund. Þetta er eins og að senda þau í dópgreni!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.9.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Þakka góðan pistil Salvör. Það má með sanni segja að þetta eru merkileg upphafsskref á stjórnmálaferli ungs manns sem ætlar sér að leiða nýtt og betra Ísland! Einhver hefur óvart farið í bakkgír til ársins 2007 eða það að fólk er hreinlega svo langt frá þjóðinni í sínum postulínsturni að það áttar sig ekki á hvaða skilaboð þetta sendir!

Kristbjörg Þórisdóttir, 28.9.2009 kl. 17:43

3 Smámynd: Andspilling

Æðisleg lesning en um leið hrollvekjandi þar sem ekki einu orði er logið!

Andspilling, 28.9.2009 kl. 17:56

4 identicon

Ótrúlegt að foreldrarnir skuli heypa börnum á svona fund. Þetta er eins og að senda þau í dópgreni!  Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.9.2009 kl. 13:24

Er ekki í lagi í hausnum á þér?Skil ekki hvað þú hefur á móti því að ungt fólk skuli taka þátt í stjórnmálum.Þó þau hafi ekki sömu skoðanir og þú þá er ekki þar með sagt að þetta séu einhver illmenni.Dóttir mín á Ísafirði á Þinginu og ég sé ekki að þetta þing hafi gert  hana eittvað verri manneskju.Og mér datt ekki í hug að banna henni að fara.

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 18:01

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir með Salvöru!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.9.2009 kl. 22:08

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rétt hjá þér, Salvör, að þetta bar ekki merki um mikla lýðræðisást. Með grófari dæmum um skipulagða smölun, sem ég man eftir.

Ein leið til að koma í veg fyrir svona lagað, væri að breyta t.d. lögum Framsóknarfélaganna, með þeim hætti, að einstaklingar þurfi að hafa verið meðlimir í a.m.k. 6 mánuði, til að hafa kosningarétt.

Einfaldlega að byrgja brunninn, svo Framsóknarmenn hugsanlega detti ekki í hann sjálfir.

Ég held að slík regla, ætti að duga. Þeir sem raunverulega áhuga haga, myndu skrá sig með nægilegum fyrirvara. Eftir allt saman, sníst stjórnmálaþátttaka, einnig um áhuga og það að setja sig inn í málefni.

------------------------

Annars held ég að það sé ljóst, að mjög hörð valdabarátta fari nú fram innan X-D. Davíð virðist vera að seilast til valda á ný, eftir því sem best verður séð. Núverandi formaður, eins og Þorsteinn lenti í fyrir árum síðan, er ekki að takast að fylkja hirðinni í kringum sig.

Efast þó um, að DO ætli að verða formaður á ný, en hann virðist vera samt sem áður nú í harðri sókn, um að koma eigin skjólstæðingum að valdasætum innan X-D sem víðast.

Ef til vill, stefnir hann að því, að vera einhverskonar mógúll á bakvið tjöldin, er hafi í reynd völd í gegnum fj. strengjabrúða, er lúti hans vilja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.9.2009 kl. 22:57

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Góður pistill. Það eina sem mér dettur í hug er að efnahagskreppan kemur misjafnt niður á fólki. Sumir finna ekkert fyrir neinum breytingum og því skyldi þá þetta fólk hugsa eitthvað öðruvísi núna?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.9.2009 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband